Það besta kemur frá okkur sjálfum

Sporðdreki:
Einhver sem vill þér allt hið besta er að verða dálítið þreytandi.

Góðir straumar verða allsráðandi fram á nótt.

Stundum eru þeir sem vilja manni allt hið besta , svolítið þreytandi, hver veit hvað er manni fyrir bestu nema maður sjálfur," Oftast". Tel annars að þeir sem eru að gera manni allt það besta meini vel, en er ekki svo lítil eigingirni í gjörðum þeirra, það kemur nefnilega fyrir að fólk hefur ekki tæra samvisku og þá þarf það að reyna að bæta fyrir það, en vitið að oftast tekst það ekki gagnvart mér.

  Það eru samt persónur sem vilja mér allt það besta og er ég þá að tala um fólkið mitt nánasta, ég veit að það er að meina það sem það gerir og segir og ég elska þau öll.

Það er nú eins gott að góðir straumar verði allsráðandi fram á nótt því ég er að jafna mig eftir ÆLUPESTINA, hef nú ekki vitað annað eins sit hér eins og slitti og pára þetta niður, svona rétt til að þið haldið ekki að ég sé dauð, eða þannig.

Kærleik á línuna og njótið helgarinnar.
InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góðan dag og góðan bata! ..  Það er oft kúnst að gefa ráð og þiggja ráð, báðir aðilar leika línudans og svo fer það eftir dagfarinu á okkur sjálfum hvernig tekst til.

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.4.2010 kl. 11:09

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Jóhanna mín það er kúnst, en ef maður hlustar með opnum huga gengur það upp, það er að segja ef ráðin eru raunhæf.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.4.2010 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband