Skemmtilegar annir.

Sporðdreki:
Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað
án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir.
Leyfðu öðrum að sanna sig fyrir þér.


það gera sér nú allir heilvita menn sér grein fyrir, en svona í mínu tilfelli og að hætti sporðdrekans þá man maður það stundum eftirá. þá er skaðinn orðin og í öllum tilfellum réttlæti ég gjörðir mínar mikil ósköp, ekki get ég farið að viðurkenna að kannski, mögulega hefði ég átt að bíða með að hleypa af skotunum, reyni samt svona á fínan hátt að laga hlutina til.

Eitt er samt sem ég viðurkenni og segi: "Fyrirgefðu" ef ég er óréttlát við fólk og þá sér í lagi mitt, en reyni ekki eins og sumir að ljúga, afsaka og jafnvel að segjast aldrei hafa sagt þetta eða hitt, ýtandi á mál sem eiga að vera útrædd og eigi hægt að breyta, fara svo í fílu að því að  þeir fá ekki það sem þeir vilja og vita mál að ætíð er allt öðrum að kenn. Hló mikið í gærmorgun er eitt svona atvik kom upp á.

Ég hef ætíð gefið fólki tækifæri leift því að sanna sig jafnvel þó ég hafi verið vöruð við því, en svo oft er ég búin að fá rýtinginn í bakið, enda komin til ára minna, að nú er svo komið að ég treysti þeim sem eru þess verðir, öðrum ekki, get alveg umgengist fólk sem er ómerkilegt hvort sem það er viljandi eða óviljandi, sumir þurfa bara að lifa í einhverskonar spuna um allt sem gerist í kringum það og eigi breyti ég því, sumir eru svo miklir línumenn  á sínar eigin skoðanir að ekki er hægt að hafa viðræður við þá.

Ég elska þá sem eru vinir mínir. Suma umgengst ég með kurteisi, suma þekki ég bara ekki neitt, en aðra þurrka ég bara út, þeir koma mér ekkert við.

En svo er það þetta með skemmtilegu annirnar, fórum á Eyrina í gær, til að versla vorum allan daginn að gera það sem þurfti til, Dóra mín var að klára að versla allt í útskriftina nema kannski sitthvern mat, þær völdu föt á mömmu sína, eða lögðu blessun sína yfir þau, ég fékk ekki á mig túnikku eins og ég vildi, en það eru að koma ný föt svo ég býð eftir því, held að við höfum farið í allar búðir Akureyrar, næstum. Greifann gáfum við okkur tíma til að heimsækja þar er súpa og salatbar tær snilld. Þarf varla að taka það fram að ég er dauð í dag, þarf samt aðeins að fara niður í bæ, bara að versla smá.

Það sem eftir er fram að útskrift eru bara skemmtilegir tímar við að undirbúa fyrstu gestakomu sumarsins, sem verður á Hvítasunnunni, en þær eiga að útskrifast 21/5-- 22/5 verða þær 19 ára og þá verður útskriftar-veislan, mikil tilhlökkun í gangi.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kærleik til þín á móti Milla mín. Flottur pistill hjá þér.  Ekki vanþörf á þessum orðium í dag, þegar enginn biðst afsökunnar á neinu og allir eru fórnarlömb. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2010 kl. 16:24

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vildi bara óska elsku Ásthildur mín að fólk vildi líta í eigin barm og viðurkenna mistök sín, það er nefnilega engin skömm að því.
Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2010 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.