Eins og maður slappi nú ekki af

Sporðdreki:
Þótt það sé mikið að gera hjá þér þessa dagana þarftu
að gefa þér tíma til að slappa af og skemmta þér.
Ástamálin eru eitthvað flókin þessa dagana
.

Jæja, en næstum því slappar maður af, kannski ekki í huganum, var að tala við tengdadóttur mína í gær og sonur minn er á eilífum fundum, hann er á kafi í pólitíkinni, versta tík sem til er, en hvað með það, ég fór á skrið og var komin aftur í söguna þrusaði úr mér, þangað til ég fattaði að hún hefur bara engan áhuga eða tíma í þetta núna þessi elska með 4 börn og ég sagði: ,,jæja nú missti ég mig," ,, já og ég missti þig, bara alveg sagði hún:" það sem ég er að meina er að þó ég slappi af og hvíli mig vel þá róast ekki hugsunin um allt sem er að gerast í okkar lífi, þá meina ég okkar allra.

Mín skemmtun er fólgin í að vera með fólkinu mínu, ferðast sem ég hef nú ekki mikil ráð með nú orðið, enda búin að skoða Ísland ágætlega vel og hvað útlönd varðar þá eru þau sem ég hef ekki séð (sem er næstum allur heimurinn) sé ég bara er ég kem handan glærunnar.

Ástamálin flókin? Hef ekki orðið vör við það, þau eru bara eins og ég vil sjálf, þegar ég var ung og óþroskuð taldi ég að allt ylti á samförum og að sýna manni sínum mikla ást þó ég meinti það ekki og nennti ekki þessu kynlífi alla tíð stöðugt og ef eitthvað kom upp á þá var eins og er búið var að gera það, væri bara allt fyrirgefið og gleymt, en það er bara ekki svoleiðis. Það er alla vega mín skoðun.

Hef nú örugglega losað um þessar hugsanir áður, en stundum þarf að losa meir, meina sko, er ég á besta aldri fékk mér vin til að eiga samveru með, fara út að skemmta mér með í hvaða formi sem það var, kynnast börnum og barnabörnum og hafa gaman tel ég nauðsynlegt að það sé kröfulaust samband, þá meina ég ekki að aðilar geti gert það sem þeir vilja og bara það sem þeir vilja, heldur að það sé borin virðing fyrir öllum sem eiga í hlut og að allir sætti sig við að þeir stjórna ekki í því hvað foreldrarnir gera, því það er ekki þeirra líf heldur foreldrisins, allir sem þekkja mig/okkur vita hvað ég er að meina.

Já hvað er svo þessi ást??? Hún er að sjálfsögðu að allt þetta geti gengið upp og að báðir aðilar séu heiðarlegir gagnvart sjálfum sér og vininum sem hann/hún búa með,  fólk sem samkrullast án þess að vera í sambúð verður að geta treyst hvort öðru, annars er voðin vís.

*************************************************

Má til með að setja inn nokkrar myndir síðan í gær
er við vorum að passa Bjart.

100_9673.jpg

þeir fengu að liggja í silkisófanum hennar ömmu.

100_9674.jpg

Bjartur er að segja við Neró: ,, Neró við fáum ekkert klór"

100_9666_987881.jpg

Bjartur er að sjá til hvort afi missi ekki eitthvað niður, en hann er
að fá sér te og brauð

100_9669_987883.jpg

Neró er abbó, en svo sætur

100_9671.jpg

Hver getur sagt nei við svona augu, enda fengu þeir Urr, þeir
elska það nammý-gott

100_9675.jpg

Þeir voru orðnir voða þreyttir á ömmu sinn

Sendi kærleik á línunaInLove og endileg
verið ásfangin af lífinu



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krúttin

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 16:48

2 identicon

Þeir eru ekkert smá sætir í sófanum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 07:59

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir eru æði og gefa manni svo mikinn frið

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.5.2010 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband