Stórkostlegt.

Þetta lýst mér vel á, erum við ekki að flytja inn þara erlendis frá,
sem við kaupum svo í heilsubúðum vítt og breitt um landið," jú ég held það nú".
Bíldælingar ekki gefast upp frekar en á öðrum tíma.
Það skaðaði nú ekki að fara á stúfana og leita sér að kvóta kóngi eða drottningu eða kvótahjónum sem mundu vilja búa á þessum yndisfagra stað sem Bíldudalur er. fólk veit ekki hvað það er að missa af að búa ekki úti á landi.
                                                Gangi ykkur allt í haginn.
                                                Kveðja frá Húsavík.


mbl.is Þara landað í fyrsta sinn á Bíldudal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka góðar kveðjur til Bílddælinga svo skaðar það ekki að þarinn er bragðgóður og virkilega fallegur þegar búið er að þurrka hann.  Ég smakkaði hann á dögunum á hinni frábæru hátíð Bíldudals grænar ... og líkaði vel. 

Tækifærin liggja víða og við verðum að halda áfram að berjast, við sem viljum búa út á landi, nýta það sem náttúran býður okkur, sem og tæknina sem er alltaf að færa okkur ný og ný tækifæri.

Kveðja frá Bílddælingi/Siglfirðingi segjum bara landsbyggðarmanni búsettum á Siglufirði.

Þórarinn Hannesson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 11:45

2 identicon

Nú er ég forvitin frænka. Hvaða frænka og hvaða bróðir eru að koma í heimsókn til þín?  Gaman að heyra hvað þið áttuð góða helgi með Fúsa og Sollu

Þorgerður Frænka (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka þér fyrir góða athugasemd Þórarinn.
Það er alltaf gaman að fá jákvæðni inn í  umræðuna, það er of lítið talað um hana
þótt hún sé fyrir hendi.
    Gangi ykkur líka vel á Siglufirði.
                   Kveðja frá Húsavík, en fædd og uppalin í Reykjavík bjó í Sandgerði
                   í 27. ár síðan á Ísafirði í 9. ár og búin að búa hér í 2. ár ætla nú að 
                   ílengjast hér, en er ættuð að vestan. Engin smá romsa þetta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.7.2007 kl. 20:27

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Frænka. Já það er alveg ólýsanlegt að hafa alla þessa rollinga í kringum sig bæði stóra og smáa.
Jórunn og Bjarni eru að koma á morgun og gista hjá okkur eina nótt áður en þau taka Smirilline til Danaveldis.
Þau þurfa að fara héðan k.l. 6.  morguninn eftir til að ná ferjunni.
Héðan eru þau 3. tíma til Seyðisfjarðar. Það verður æðislegt að fá að kveðja þau hér, við ætlum að borða öll saman kvöldið sem þau koma.
(allstaðar kemur matur við sögu þar sem við erum kannast þú við það Ha Ha Ha.)
Þú vissir af því að þau væru að flytja út er það ekki?
Síðan koma Ingó og Inga og verða hjá okkur í nokkra daga það verður æði.
Þorgerður mín endilega spurðu ef það er eitthvað ég hef svo gaman af því að heyra í þér.      Kveðjur Milla og allir rollingarnir

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.7.2007 kl. 20:53

5 identicon

Já, ég á örugglega eftir að spyrja þig spjörunum úr, enda gaman að fá fréttir af ykkur  Skilaðu endilega kveðju til allra gestanna frá mér.

Þorgerður (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband