Tími til kominn.

Ég ætla byrja á því að biðja reykingarfólk velvirðingar á skoðunum mínum.
Ég hef reykt, en er hætt fyrir 3. árum síðan svo ég skil vel reykingarfólk.
Það er svo margt að hugsa til þegar svæði eru gerð reyklaus, hversvegna?
N.o.1. Betri heilsa.
N.o.2. Ferskara loft í kringum okkur öll.
N.o.3. Sparnaður upp á ja svona 250,000 k.r. á ári bara fyrir okkar buddu.
N.o.4. Allur tíminn sem við fáum aukalega við getum eitt honum í eitthvað skemmtileg.


Ég tala nú ekki um hvað öllum léttir í kringum okkur ,starfsfólkið hefur öðrum hnöppum
að hneppa heldur en að sinna sjúklingum sem jafnvel þurfa að fara í rúmi sínu til að reykja.
og hugsið ykkur ólyktina sem við sleppum við af fólki sem er búið að vera í gegnum-sýrðu reykherbergi og keðjureykja. Ég hef verið í þeim sjálf svo ég veit hvernig þetta er.
Nú þetta er heldur ekkert mál, allir geta fengið reykinga-plástur og hvað þetta nefnist allt saman
Og þeir sem segja að það virki ekki á þá, geta bara verið í vanlíðan, því þetta virkar.


mbl.is Andað léttar á LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta breytir engu, þetta skapar jú vandamál fyrir farlama og rúmliggjandi fólk en þetta verður eins og skeði fyrir skemmtistaðina, fólk fer útá næsta götuhorn, svo ég ráðlegg þeim sem eiga heima við spítala að gera sig reddí því ég mun svo sannarlega smóka á næsta götuhorni þangað til manni verður bannað að reykja utandyra, þegar það verður bannað þá tekur maður með sér kúlutjald. Maður fer að efast um að það sé sprenglært fólk sem er að semja þessa bannofstækisofbeldisforræðishyggjuþvælu.

Sævar Einarsson, 8.8.2007 kl. 17:27

2 identicon

"Og þeir sem segja að það virki ekki á þá, geta bara verið í vanlíðan, því þetta virkar."

Þessi setning þín segir allt sem segja þarf um þig og þína líka.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mér finnst það ofureðlilegt, að þeir sem ekki vilja þiggja hjálp geti verið í vanlíðan
það er að sjálfsögðu þeirra mál.
Mér finnst það svo skrítið hvað allir fara þegar í vörn,
engin er tilbúin að ræða málin til hagsbóta fyrir þá.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.8.2007 kl. 18:09

4 identicon

Þú bætir hér enn um betur! Ert þú læknisfróð? eða hvernig getur þú fullyrt að þetta virki fyrir alla.

Það er mikið andlegt álag að hætta að reykja og að ætla að bæta því álagi á þær manneskjur sem koma inná geðdeild með mikið þunglyndi og aðra vanlíðan er hreinn skepnuskapur. Þar að auki er það viðurkennt innan læknavísindanna að það að hætta að reykja getur valdið/aukið þunglyndi. Það er því alvarlegt að læknar skuli eiga þátt í þessu banni.

Ég get talað um þunglyndi af eigin reynslu fyrir 10 árum eða svo. Minn geðlæknir sagði að vissulega hefði ég gott af því einsog aðrir að hætta að reykja en sagði: "Í guðanna bænum gerðu það ekki á meðan þú ert í svona djúpu þunglyndi. Að hætta að reykja gerir það enn verra."

Og hvernig ætla menn að leysa þetta praktískt? Á lokuðum geðdeildum er ekki gert ráð fyrir að fólk sé rápandi út og inn. Hurðin er læst og gæslumaður við dyrnar og sumir sem þar dvelja eru þar á móti sínum eigin vilja. Á að halda þeim sem eru þar nauðugir inni þ.e.s. banna þeim alveg að reykja? Eða á að fylgja þeim út fyrir svæðið. Getur einn gæslumaður/kona séð um að þeir sjúklingar ekki strjúki, og á þá að hafa tvo starfsmenn á hvern reykingamann? Og hvað skyldi það kosta í aukningu starfsfólks?

 

Þessi Dóra læknir segir að þetta bann sé í samræmi við þróunina í löndunum í kring. Það er nú ekki að öllu leyti rétt. Ég bý í Svíþjóð sem er frægt fyrir sína forsjárhyggju og gjarnan haft að háði og spotti þess vegna af okkur Íslendingum.

Þeim hefur þó ekki enn dottið í hug að banna reykingar algjörlega á spítölum. Þar sem ég þekki til eru vel loftræst herbergi sem enginn þarf að kvarta undan.

Mér virðist sem Íslendingar hafi verið gjarnir á það síðustu ár að taka dellurnar frá Svíum og gera þær að algjörum öfgum heima hjá sér.

Mér þætti áhugavert að sjá hverni t.d. starfsmönnum geðdeild kemur til með að ganga að halda öllu undir kontrol á "órólegu deildunum" þegar halda á uppi algjöru reykingabanni. Mér kæmi ekki á óvart þó tekið yrði á málunum með aukinni notkun geðlyfja einsog gert hefur verið hingað til þegar menn ekki ráða við ástandið á annan hátt.

Og allir vita hvað sterk geðlyf eru heilsusamleg. Ég mundi heldur vilja að mínir nánustu reyktu tvo pakka á dag en að þeir væru úttroðnir af sterkum geðlyfjum. Það mætti segja mér að þeir myndu lifa lengur og betur með því móti.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 18:30

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæri Jón Bragi, mér þætti vænt um ef þú vildir vera svo vænn
að hætta að moka yfir mínar skoðanir á minni bloggsíðu,
En þú mátt gjarnan segja þínar skoðanir hlutlaust, þá væri gaman að svara þér.
Við þekkjumst ekki neitt því ættum við að sína svolitla virðingu í skrifum okkar. Ég er sammála þér með geðdeildirnar enda tel ég ekki að
þeir banni reik þar. Ætla bara rétt að láta þig vita að ég tel geðdeildir
ekki sjúkrahús heldur mundi ég vilja kalla það t.d.Hjálparheimili fyrir fólk
á öllum stigum. Eigðu svo huglægt kvöld  og góðar stundir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.8.2007 kl. 20:31

6 identicon

Ég þekki til þarna og verð að leggja orð í belg:

Víst teljast geðdeildirnar á hringbraut til sjúkrahússins og víst verða reykingar bannaðar þar.

Það sem meira er, þeir sem lagðir eru þar inn gegn vilja sínum og eru sviptir sjálfræði og mega ekki fara út verða bara að bíta í það súra.

Mér finnst mannvonska að vera að pína fólk svona.

ókunnugur (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 20:36

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er erfitt að bíta í það súra fyrir svona veikt fólk.
Ég veit að geðdeild tilheyrir sjúkrahúsinu, en ég var að segja mína skoðun á því að ég mundi vilja frekar kalla þær geðdeildirnar hjálparheimili mér finnst það hlýlegra. Ef þú veist það fyrir víst að það verði bannað að reykja þarna
þá er það ómannúðlegt fyrir þá sem vistast þar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.8.2007 kl. 21:02

8 identicon

Fyrirgefðu margfaldlega, en ég hélt satt að segja að þeir sem eru að bera skoðanir sínar á torg, m.a. með bloggi þar sem gert er ráð fyrir að aðrir geti lagt orð í belg, gerðu ráð fyrir að fyrir gæti komið að aðrir væru þeim ósammála.En ef þú vilt halda hér einræður eða bara taka við klappi frá vinum og kunningjum þá skal ég láta síðuna þína í friði.Bara þetta að lokum:Að slengja úr sér því sem þú gerðir; að fólk geti bara verið í vanlíðan fannst mér svo mikil óvirðing við alla þá sem þjást af geðrænum sjúkdómum að ég ekki gat orða bundist.“En þú mátt gjarnan segja þínar skoðanir hlutlaust...” skrifar þú. Af því getur ekki orðið af þeirri einföldu ástæðu að mínar skoðanir eru allt annað en hlutlausar, ekki frekar en skoðanir annara.Hvað þú eða aðrir kalla geðdeildir skiptir mig eingu máli. Það sem skiptir mig máli er að komið sé fram við fólk þar einsog manneskjur.Lifðu heil.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 21:42

9 identicon

Ef eg verd ekki haettur ad reykja thegar eg veikist og thetta bann mun taka gildi tha er ekki sens ad eg eigi eftir ad fara tharna inn.. Frekar tek eg mina sensa og dey hamingjusamur heima hja mer :)

stebbi (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 01:32

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jón Bragi ég held að þú ættir að lesa bloggið mitt orð fyrir orð þá mundir þú kannski skilja betur það sem ég er að segja, í upphafi var ekki verið að tala um geðfatlað fólk, bara sjúklinga sem fara í innlögn í nokkra daga.
´Þú skilur nú ekki alveg, en einu sinni enn, skoðanir þínar eru þínar og þú mátt að sjálfsögðu láta þær í ljós en ég má líka hafa mínar án þess að þú eða aðrir moki yfir þær. Svo er hægt að ræða skoðanir hvors annars í góðum tón, því bíddu hægur, ekki erum við óvinir geðdeilda.
Ég er nú meira hörkutól enn það að ég bíði eftir klappi á bakið.
Veist þú hvað margir eru í vanlíðan hvort sem þeir reykja eða ekki, út af
öllu mögulegu, vanlíðan eru kvalir er það ekki? É þekki fullt af fólki sem er í vanlíðan og gerir ekkert í sínum málum til að laga það. Mundir þú ekki reina að laga það sem hægt væri að gera heldur enn að hanga í vanlíðan? Jú það held ég.
Það kemur reykingum ekkert við. Svo legg ég til ef þú lest þetta,
að þú hættir minn kæri að búa til persónu úr mér sem ég er ekki
Ég vona að þú búir á fallegum stað í Svíþjóð,
horfðu út í náttúruna og hugsaðu um ljósið, alheimskraftinn og kærleikann.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.8.2007 kl. 20:46

11 identicon

Satt segir þú mín kæra.

Ég hef kannske farið dálítið offari og eignað þér skoðanir sem þú ekki hefur og er þá ekki annað að gera en að biðjast afsökunar á því.

 Ég varð svo hoppandi vondur yfir þessari árás á fólk sem þarf að dvelja á geðdeildum sem mér finnst þetta reykingabann vera, og fannst mér að þú værir að taka undir það en sé nú að það er ekki rétt.

Varðandi vanlíðan, þá reyna vel flestir að gera eitthvað til þess að þeim líði betur eða alla vega eitthvað til að lifa af. Víst má segja að menn séu sinnar eigin gæfu smiðir, en menn eru mislagnir við smíðar, smíðaefnið er misjafnt og þeir grunnar sem byggingin á að standa á misgóðir.

Jú, það er víða fallegt í Svíþjóð og það sem gefur mér mikið er að sjá andarungana hér skríða úr eggjum og fylgja síðan stoltri móður útá ánna sem rennur hér gegnum bæinn.

Ég legg síðan til að við leggjum niður þessa "milliríkjadeilu"

Hafðu það sem best

Jón Bragi (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 06:36

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jón Bragi, bara áður en við endum milliríkja-deiluna,
(reyndar hefur deila aldrei verið í mínum huga)
Ætla ég að þakka þér fyrir þín síðustu skrif til mín, þau eru frábær.
Ég er svo lánsöm að búa við ríkt fuglalíf og þar á meðal eru andar hjón sem koma alltaf og fá brauð hjá okkur og ef það er opið út á pall þá koma þær inn og kvaka í okkur þar til þær fá brauð, og ekki stendur á því. Það sem þú segir um andalífið í hringum þig, segir mér hvaða mann þú hefur að geima.
                              Góðar kveðjur til þín og hafðu það ætíð sem best.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.