Akureyrarferð með hundinn.

Ég og maðurinn með dóttur mína og barnabarn + hundinn,
fórum á Dýraspítalan Lögmannshlíð í dag hundurinn var orðinn fárveikur í eyranu sínu,
var búinn að vera á lyfjum enn ekkert gekk höfðum ekki farið þarna áður
þvílíkar móttökur þau eru æðisleg þarna létt og kát og hafa allt til alls
svo við munum fara þangað aftur ef þörf er á.
Hann var svæfður og átti voða bágt við líka þegar búið var að gera honum til góða
fékk hann mótefnissprautu svo hann svæfi ekki í allan dag, en litli Neró okkar var ósköp valtur í allan dag og vildi ekkert borða.
Síðan fórum við í búðir ekki mátti gleyma að borða og gerðum það á NINGS
Síðan heim.                          Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

veslings hvutti, honum batnar þá . Gott að vita af svona góðum dýralækni þarna ef maður á leið um með hvuttana og eitthvað kemur upp á.

Ragnheiður , 10.8.2007 kl. 10:36

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Hrossið mitt, Neró er betri í dag fréttum af honum í morgun þegar dóttir mín fór í vinnuna, en tvíburarnir mínir eiga frí í dag svo þær kúra með hann hjá sér
og vorkenna honum og sjálfum sér í leiðinni.
Síðan kemur fjölskyldan í mat í kvöld þá fær hann ennþá meira dekur.
Við gamla settið, verðum að passa hann næstu daga þær mæðgur eru að vinna
fram á mánudag, þær eru að vinna 8-10.tíma vaktir svo það er ekki hægt að hafa hann einan heima. Litla dekurrófan okkar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2007 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband