Kraftur Deans og aðrir kraftar.

Allar hamfarir eru hræðilegar, það versta við  fellibyli, flóð og aðrar náttúruhamfarir
á þessum slóðum er að blessað fólkið getur ekkert farið, það er bara þarna og
býður örlaga sinna og eru þau yfirleitt afar slæm.

Mér hefur oft dottið í hug, á okkar litla yndislega landi höfum við að
sjálfsögðu ekki svona veðurfar, en samt getur það verið nógu vont við okkur.
Ekki berum við tilhlýðilega virðingu fyrir því, nei nei ef við þurfum að fara á milli bæja,
þá bara skellum við skollaeyrunum við því að það séu endalausar viðvaranir í R.U.V.
Förum bara af stað, þurfum svo að láta aðra þ.e.a.s. björgunar-sveitamenn,
vegagerðina og hjálparsveit skáta koma og bjarga sér svo er fólk alveg hissa á að
það skyldi  ekki komast sjálft á leiðarenda og stígur jafnvel út úr bílnum sínum
bara á blankskónum.

Ein stutt sönn saga.
það  var útkall einn sunnudagsmorgun,
sonur minn dreif sig í gallann ég út í bíl að aka honum 
hann hámaði í sig brauð  og saup úr mjólkurfernunni á leiðinni sem voru
nú bara 5. mín.
Mamma mín þetta er bara smá útkall ég verð kominn í hádeginu aftur.
Hann kom k.l.23.00  glorsoltinn og þreyttur,
þeir voru inn á Reykjanesbraut allan daginn að  bjarga bílum
sem voru afar bjartsýnir á að komast leiðar sinnar.
Sér í lagi einn sem þurfti þrisvar á hjálp að halda, hann var úr vogunum,
hann ætlaði sér í  sunnudags-kaffi til Keflavíkur.
Er þetta eðlilegur hugsunarmáti svo ég taki nú ekki stærra upp í mig.
Þetta var eini frídagur björgunarsveitarmanna  frá sinni vinnu
og allir voru þeir í sjálfboðavinnu.
Björgunarsveitamenn þurfa út um allan heim að vera til taks,
þegar neyðin kallar, notum þá ekki í leikaraskap.

                                      Góðar stundir.


mbl.is Kraftur Deans eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þörf og góð áminning.

Björgunarsveitarfólk á mikið hrós skilið fyrir sitt mikla og góða sjálfboðastarf. Ég hef enn ekki þurft á aðstoð þeirra að halda enda nokkuð veðurhrædd en það er samt gott að vita af þeim

Takk fyrir innlitin til okkar systranna og falleg orð.

Ragnheiður , 18.8.2007 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.