Er að stelast.

Hæ krúsirnar mínar allar, er að stelast til að aðeins,
að láta vita af mér.
Fór til Reykjavíkur 15 nóv. morguninn eftir vaknaði ég,
og komst ekki hjálparlaust á WC.
Ég vissi alveg hvað var að gerast, og að það væri ekki neitt að
gera nema hvíla, röllta um og nota olíurnar hjá henni dóttur minni.
Aldrei komst ég í skírnina hjá litla manninum mínum,
en þau komu með hann í Garðabæinn svo amma gat
knúsað hann, hann er algjör rjúsína.
Við fórum síðan heim á sunnudegi, þá var ég fryst niður
með fjórum tegundum af olíum, gekk það
stórslysalaust fyrir sig.
Hef aldrei verið fegnari, að koma heim og í mitt rúm.
Búin að komast í sjúkraþjálfun og tala við lækninn
um þetta og eins og ég vissi var ég bara að gera rétta hluti
með kunnáttu minni frá Reykjalundi, og olíunum, teijum og
æfingum, til öryggis vildu þeir að ég tæki Ibúfen,
í nokkra daga, tek annars aldrei verkjalyf.
Nota bara olíur.
Vona að ég geti farið að blanda mér í bloggið aftur.
Búin að sakna ykkar. Les hjá ykkur seinna.
Huld mín takk fyrir að kommentera á síðunni
hjá mér um ADHD, að því að ég hafði ekki tíma
til þess sjálf. Allt sem þú segir er bara satt.

Fjóla velkomin í bloggvinahóp minn.
Góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gaman að sjá þig aftur Milla mín, vonandi hressist þú fljótlega en farðu vel með þig

Huld S. Ringsted, 24.11.2007 kl. 22:09

2 identicon

Vona að þú jafnir þig fljótt. En leiðinlegt að þú gast ekki farið í skírnina :( 

Hvað heitir svo litli prinsinn?

Þorgerður (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 02:05

3 Smámynd: Ragnheiður

Gott að sjá að þér er farið að líða ögn skár.

Gaman að sjá þig aftur, kær kveðja

Ragnheiður , 25.11.2007 kl. 08:53

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn. Litli prinsinn minn í Njarðvíkunum

heitir Sölvi Steinn,og hann er bara flottur,

það koma bráðum nýjar myndir af þeim öllum 9. sem ég á.

Þorgerður mín ekki nóg með það að ég kæmist ekki í skýrnina,

en hún amman þín lærbrotnaði og er í gifsi upp í nára,

með öllum þeim hefðarfrúar-kröfum sem því fylgja,

þú kannast við það kæra mín, hún er nú ekki kölluð

síðasta hefðarfrúin í Reykjavík fyrir ekki neitt.

Jæja þeir segja að þetta verði fljótt að gróa,

hreint og fallegt brot, en hún segist vera með svæsna lungnabólgu og örugglega brotin á báðum mjöðmum,

öll kolsvört af mari, og nefndu það bara, ef maður vogar sér að út tala sig eitthvað um málið, þá kemur:

,,Tala við þig seinna, bless"

Er þetta ekki líkt þessari elsku???

Það sem ég ætlaði nú að segja var að ég komst aldrei til hennar heldur, verð bara að fara er ég verð betri.

Kær kveðja til ykkar elsku frænka Þín Milla og CO.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2007 kl. 12:35

5 identicon

Ahhh......mikið er leiðinlegt að heyra þetta. Aumingja amma. Vonandi jafnar hún sig fljótt :(

Þorgerður (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband