Jólagleði, eða ekki.

Hjá flestum okkar ríkir mikil hamingja, tilhlökkun og gleði.
Við hugsum, Loksins er kominn aðfangadagur, eftir að vera búin að njóta aðventunnar
á þann hátt sem best verður á kosið, börnin kláruðu prófin sín með sóma,
og allir eru ánægðir með það, búið að kaupa allar jólagjafir
og senda út og suður, svo ég tali nú ekki um allan matinn sem er búið að
draga heim í bú.
Nú eru flest okkar  að fara í undirbúning á
jólamatnum, sem er hjá flestum okkar: ,, Forréttur, tveir aðalréttir, eftirréttur og
kaffi og konfekt á eftir fyrir utan ómælda sælgætið sem fólk treður í sig á eftir".
                                              " Falleg lýsing".

Bón eina stóra langar mig til að fara fram á við ykkur öll í bloggheimi.
Hún er sú að muna þá sem minna mega sín, þeir eru margir.
Margir geta ekki borðað vegna sjúkdóms.
Margir etja við mikla sorg.
Margir, margir eiga ekki neitt.
Margir eru of stoltir til að leita sér hjálpar, og sumir of veikir.
Kæru bloggarar viljið þið biðja fyrir þeim öllum,
þegar þið kveikið á öllum kertunum ykkar áður en jólahátíðin hefst,
sendið þá ljósin í bæn til allra sem minna mega sín og eiga við erfiðleika að stríða
sér í lagi til barnana  sem búa við svona aðstæður.

Eitt er það sem mig langar til að minnast á.
Það er ekki ætíð nægilegt að eiga peninga,
því ef maður á ekki kærleikann, til handa sjálfum sér og öðrum,
þá er maður fátækur.Halo
                                 Gleðilega jólahátíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð og þörf hugleiðing elsku Milla. Kærleikurinn er sú gjöf sem ég gef mest af þessi jólin Njóttu jólanna á Víkinni minni, væri til í að komast í göngutúr í bænum mínum, alein einhverntíman seint í kvöld. Geri það bara í huganum þegar ég legg mig til svefns.  Kærleikur til þín og þinna og kær kveðja til þeirra sem þekkja mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.12.2007 kl. 12:15

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðileg jól Milla mín, hafðu það sem allra best um hátíðina.  Takk fyrir skemmtilega bloggvináttu á árinu

Gif santa claus Images

Huld S. Ringsted, 24.12.2007 kl. 12:30

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðileg jól.

Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:31

4 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

Takk fyrir góðan pistil elskuleg. Nú lítur illa út með flug og kannski fer það svo að við mæðgur verðum ekki saman á jólum í fyrsta skipti í 14 ár. En jólin koma samt í allri sinni dýrð og við eigum góða að, bæði hér og fyrir sunnan, svo það mun ekki væsa um okkur. Við vinnum þetta svo upp þegar ég kemst suður til hennar. Þá koma jólin bara aftur

Gleðileg jól til þín og þinna mín kæra 

Rannveig Þorvaldsdóttir, 24.12.2007 kl. 12:54

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin kæru vinir, Ásdís mín það var nú frekar kalt hjá okkur í gærkveldi, en hefði verið í lagi að skreppa í smá göngutúr.
Við  vorum á  árlegum súpudegi  hjá Ódu og Óskari, fór þá að segja frá að við værum bloggvinkonur, og þú hefðir kannast við Húsavíkur svipi á skírnarmyndunum, Óskar var ekki lengi að taka við sér, kannaðist  strax við fólkið þitt.

Huld mín þakka þér fyrir það sem þú hefur kennt mér á árinu,
Guð veri með þér.  Milla.

Takk Þorkell, gleðilega hátíð til þín og þinna.

Elsku Rannveig mín vona að þið mæðgur hafið náð saman
fyrir hátíðina. Stóru snúllurnar mínar voru nú að tala við Maríu Dís,
en þú veist nú hvernig þær eru, segja aldrei neitt.
              Knús á ykkur  kæru mæðgur.
              Frá einni sem er alein vakandi hér á bæ. öll.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.12.2007 kl. 09:19

6 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir fallegan pistil.
Gleðileg jól og þökk fyrir bloggvináttuna.

Heidi Strand, 25.12.2007 kl. 15:28

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Heidi mín,.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.12.2007 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband