Súrefnisskortur í lest.

Hvernig getur það orðið? Menn eru alltaf að vinna í lestum skipa,
svo það er einhver ástæða fyrir svona slysi.
Gæti það verið að það hafi verið notað sýruvask eða eitthvað álíka
til að þrífa lestina, ef svo er þarf að viðhafa sérstaka varúð.
Hvernig sem þetta gerðist þá er þetta afar sorglegt.


mbl.is Létust af völdum súrefnisskorts í lest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarn er afar mikill hiti á þessum slóðum sennilega um 20 til 25° á þessum tíma ég var þarna jálfur 87 og er makríllin feitur fiskur og það er ljóst að kolsýringur myndast hraðar þarna en hér þar sem rotnun fisksins er mikill sérstaklega þar sem um feitfisk er að ræða þetta er hlutur sem sjómenn verða að vara sig á og eru oftast meðvitaðir um en slys gerast og gera ekki boð á undn sér í flestum tilfellum en gas og lofttegundir sem eru þyngri en súrefni safnast neðst í tanka og hlaðast upp og því er hættan mikil ef að menn ná ekki upp úr gufunum öfugt við reyk sem stígur upp vegna hita þar bjargar að skríða lágt en þarna er hættan mest og það að bjarga manni við þessar aðstæður krefst reykköfunartækja því það er ekkert súrefni niður við gólf tanks eða botn hans.

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Ásgerður

Sorglegt alveg.

Ásgerður , 27.12.2007 kl. 15:08

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæl frænka mín, vona að þú hafir haft það gott um jólin.
                                      

Guðmundur takk fyrir útskýringarnar, en fyrirgefðu að ég spyr:
,,Hefði ekki átt að útskýra hættuna"? Makríllinn er feitur fiskur,

hef borðað hann, afar góður, en var einhver fiskur í lestinni?
var ekki verið að þrífa?

                              Kveðja.
                    Frá einni forvitinni.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.12.2007 kl. 16:05

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ svona slys eru alltaf óhugnaleg!

Huld S. Ringsted, 27.12.2007 kl. 17:53

5 identicon

Makríll er fiskur sem er ríkur af olíu og sem slík skilur hún sig að hluta út í sjóinn í kælitönkunum sem verður síðan eftir þegar búið er að landa ásamt öðærum slorefnum úr fiskinum sem strax og kælinginn er farinn eftir löndun byrjar að rotna því þarna skeður allt miklu hraðar  vegna hærri hita andrúmsloftsins .það mátti steikja egg á hvalbakknum þegar ég var þarna ekki hægt að ganga berfættur á dekkinu eða vera í plastsandölum þeir bráðnuðu bara.

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 20:08

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir mig Guðmundur, held ég láti mér þetta nægja.
Þetta er bara afar sorglegt, votta ég fjölskyldum þessara manna
samúð mína.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.12.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.