Mælt af munni fram.

Fyrir alla, en sér í lagi þá sem ekki lesa Bændablaðið.
Margir hafa eflaust lesið þessar vísur, en góðar vísur eru aldrei of oft kveðnar.
Vísurnar voru eitt sinn ortar á hagyrðinga kvöldi á Akureyri.
Það voru þeir  Jóhannes Sigfússon bóndi á Gunnarsstöðum í þystilfirði
og Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit sem ortu um danska konu sem
varð 120 ára og þakkaði  þennan háa aldur því að hafa aldrei drukkið
áfengi, aldrei reykt og aldrei stundað kynlíf.
Jóhannes orti:

                             Þetta er orðin aldur hár,
                             enn er hún samt að tifa.
                             En til hvers var hún í öll þessi ár
                             eiginlega að lifa.

Friðrik hafði skýringu:

                             Allir verða eitthvert sinn
                             Amorskalli að hlýða.
                             Hún er ennþá auminginn,
                             eftir því að bíða.

Þá sagði Jóhannes:

                             Náttúran er söm við  sig.
                             Svona lífið tíðum gengur.
                             Ef sú gamla þekkti þig
                             þyrfti hún ekki að bíða lengur.

Friðrik átti lokaorðið:

                             Skyldi hún enda aldur sinn
                             engum manni náin,
                             og missa að lokum meydóminn
                             hjá manninum með ljáinn.

Ef þessar vísur eru ekki tær snilld, þá veit ég ekki hvað er snilld.

                             Góða nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

tíhíhíhíhíhí já tær snilld það er rétta orðið hehehe

Ragnheiður , 27.12.2007 kl. 22:57

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni:

Hér við sjáum hreina snilld,
heila beint úr glóðum,
finnst mér þessi sköpun skyld,
skálda bestu ljóðum.

Lesandi (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara gargandi snilld, enda góðir menn á ferð þarna. 

Ásdís Sigurðardóttir, 28.12.2007 kl. 00:39

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þetta finnst mér dásamleg skemmtun, að vera gefið að geta kastað fram vísu jafn brilliant fram einsog þessir gullmolar eru í nokkrum orðum, og við ýmis tækifæri, er tær snilld...

Takk fyrir mig (kannski frænka).

Ps.. Bróðir minn var skáld og Hvalaskytta og Pabbi hagyrðingur, sjómaður og fisksali, vel heima í fræðunum.

Eva Benjamínsdóttir, 28.12.2007 kl. 03:25

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir skemmtileg komment, og fyrir góða vísu lesandi góður,
eigi tel ég hana verri hinum.

Tær snilld Ragga mín, og Ásdís þetta eru höfðingjar, kenni ég reyndar bara Jóhannes á Gunnarsstöðum, en heyrt af hinum.
Eva já eru ekki allir undan hvor öðrum þarna fyrir vestan, við erum örugglega skyldar langt aftur í ættir, en það skiptir ekki máli ef maður finnur fyrir skyldleikanum í umræðu við hvort annað.

Þú mátt til að tjá þig betur um bróður þinn og föður.

           Kveðja og takk fyrir mig.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.12.2007 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband