Fyrir svefninn.

Afmælisgrein var rituð í tímarit um Pétur bónda í Reykjahlíð.
Þar var þess getið, að hann væri athafnamaður mikill og
þúsund þjala smiður.
Þuríður heitir kona hans og er skörungur mikill.
Um greinina var kveðin þessi vísa, og er
Egill Jónasson á Húsavík talinn höfundur hennar.

                Það er að segja um þessa grein,
                þar er ei missögn sem heitið getur.
                En þjalirnar eru þúsund og ein,
                því Þuríður gleymdist á bak við Pétur.

                                         Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Æ, þær eru ansi margar hvundagshetjurnar sem gleymast en Þuríður gleymdist ekki alveg, sem betur fer.

Hef haft það rosalega erfitt en gott alla vikuna og styrkst heilmikið í göngunni, ánægð með það. Hér er unaðslegt að vera þótt ég fái ekki rjóma út á skyrið.

Hef ekki opnað tölvuna fyrr en í dag, það er ágætt líka.

Góða nótt Milla mín elskulega frænka og í tilefni dagsins færðukv.eva

Eva Benjamínsdóttir, 14.2.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var ekki Pétur bóndi í Reynihlíð? einhvernvegin minnir mig það.  GN.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 01:12

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís lesa allt þá sérðu það að Pétur var bóndi í Reynihlíð
Eva mín gaman að heyra í þér, mér fannst gott að hafa það erfitt þá vissi ég að eitthvað var að virka.
knús á þig kæra frænka mínMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2008 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband