Atburður sem situr í minningunni.

þessi minning kom upp í huga mér, er talað var
um virðingaleysi gagnvart börnum í gær.
Þannig var fyrir mörgum árum síðan, kom ég ætíð
á sveitabæ nokkurn hér á landi.
Nú að gömlum og góðum sveitasið var boðið upp á kaffi
og með því, og ekki stóð á því á þessum bæ.
Einn faðirinn í hópnum sagði við börnin, farið þið út að leika ykkur
meðan við drekkum.
Þá sagði húsmóðirin, hér ræð ég, fyrst gef ég börnunum að drekka
síðan fáið þið, á meðan þau drekka setjist þið inn í stofu og spjallið,
því eins og þið hljótið að muna þá hafa börn,
enga þolinmæði til að bíða eftir mat, en þið eruð fullorðið fólk
og getið beðið.
Þetta er og verður það viskulegasta sem ég hef heyrt.
Það mættu margir þaka þessa vitru konu sér til fyrirmyndar.

                                  Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér Búkolla mín það er eins og börnin séu oft sett til hliðar.
Eins og þau eru yndisleg, en við verðum að koma og tala við þau af virðingu.
                          Knús í daginn Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2008 kl. 09:56

2 Smámynd: Erna

Það er satt  Milla það mættu svo sannarlega fleiri taka þessa konu til fyrirmyndar.Börn eru fólk.

Erna, 1.4.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Brynja skordal

já við krakkarnir fengum alltaf fyrst að drekka í minni sveit góður siður þar ...Enda byrja ég alltaf á því að hugsa um að gefa krökkunum fyrst svo borða ég eða drekk

Brynja skordal, 1.4.2008 kl. 10:10

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Börn eiga altaf fyrsta rétt

Knus á þig

Kristín Gunnarsdóttir, 1.4.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.