Fyrir svefninn.

Jón litli,  fimm ára, var á gangi með eldri bróður sínum,
sem var miklu stærri. Maðurinn sem mætti þeim,
sagði við Jón: ,, Þú ert miklu minni en hann bróðir þinn."
,, það er von," svaraði strákur,
,, Því við erum bara hálfbræður."

Prestur er að tala um fyrir drykkjumanni og segir:
,, Ég veit til þess, að menn hafa orðið blindir af að
drekka áfengi."
Þá sagði drykkjumaðurinn:
,, Það er alveg öfugt farið með mig.
Ég sé tvöfalt, þegar ég er drukkinn."

Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri Véladeildar S.Í.S.
sagði eitt sinn við viðskiptamann, að stefnt væri
að því, að ekki þyrfti annað en að styðja á
hnapp til að gefa kúnum.
Út af þessu orti Hjörtur Eldjárn:

                  Að því Hjalti er að keppa
                  með einum hnapp að gefa kúnni.
                  Þá er hart að þurfa að hneppa
                  þremur til að sinna frúnni.

                                      Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Alltaf gott að að koma til þín og lesa.

Góða nótt elsku Milla mín

Kristín Katla Árnadóttir, 1.5.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Erna

 Þessir voru góðir,ég er nú bara ekkert syfjuð lengur eftir þennan lestur. Takk Milla mín og góða nótt

Erna, 1.5.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Góða nótt mín kæra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 2.5.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Ásgerður

Góða nótt kæra frænka

Ásgerður , 2.5.2008 kl. 00:58

5 Smámynd: Tiger

Knús og klemmerí á þig mín kæra Milla og takk fyrir mig hérna. Eigðu ljúfa og draumfagra nótt og yndislegan föstudag.

Tiger, 2.5.2008 kl. 02:57

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elskurnar mínar, ég svaf bara vel í nótt eftir góðan kvöldmat hjá Millu og Ingimar.
vona að dagurinn verði ykkur góður, ég ætla allavega að hafa það hlýtt og gott hér inni hjá mér, því veðrið er svona eins og í gær.
Stendur til bóta um helgina.
                     Knúsí knús til ykkar allra
                        Milla. Kisses 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.5.2008 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband