Samskipti manna tekur á sig ýmsar myndir.

Komið í veg fyrir hvalveiðar á Faxaflóa.
Í brýnu sló milli Eldingar og Skutuls í gær.
Sögðust menn Eldingar, einungis hafa ætlað að ná
myndum af atburðunum og koma þeim fyrir almenningssjónir,
þá gæti fólk dæmt sjálft.
Allir eru búnir að sjá myndir af svona veiðum, sumum finnast
þær miður og öðrum finnst ekkert til þess koma þó að hvalir séu
drepnir.
En hvað voru menn frá Alþjóðadýraverndunarsjóðnum að gera
um borð, er eitthvað í því fyrir einhverja?


Er ekki búið að veita leifi fyrir að veiða x marga hvali?
Og þegar búið er að veita leifi þá á að virða það,
alveg sama hversu ósanngjarnt einhverjum kann
að finnast þau leifi vera.

Það er fyrir ofan minn skilning að menn skuli ekki geta hagað sér
eins og vera ber. Nei það er alveg nauðsynlegt að fara í smá
Sandkassaleik og hnútukast.
Ég tel nú að menn skutuls hafi farið rétt að með því að snúa heim.
Sá víkur sem vitið hefur meira.

Tek fram að ég á enga hagsmuni að gæta í þessum málum.
Mér finnast hvalirnir stórkostlegar skepnur, horfi iðulega á þá frá
pallinum heima hjá mér í kíkir, er þeir leika listir sínar á okkar
yndisfagra Skjálfandaflóa.
Hitt er svo annað mál, hvernig verða hlutföllin í sjónum ef við
veiðum ekki hvali eins og allan annan fisk

                       Góðar stundir.



mbl.is Komið í veg fyrir hvalveiðar á Faxaflóa í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Hæ.   Mér finst sannarlega að það eigi að drepa alla Hvali hér við land, eru þeir ekki að éta upp allt sem að aðrir sjómenn gætu nýtt sér........  Semsagt ekki Hvalavinur :(     Hvað þá Ísbjarnarvinur he he heh e

 Bestu kveðjur til þín Milla mín

Erna Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 13:32

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Erna mín ég er nú ekki Ísbjarnavinur, nema vera skildi Ísbjarnarblúsinn hans Bubba.
Er ekki alveg með það á hreynu hversu mikið hvalirnir eru að borða af fiskinum sem við þurfum til að lifa af, eða hvort fiskurinn er horðin að öðrum ástæðum, eða bara eitthvað, ég veit bara að sjá hvalina leika sér og skökkva upp í loftið er stórkostlegt.
                       Bestu kveðjur á Hvammstanga.
                              Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.6.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sæl Milla ........... Auðvitað veit ég ekki hversu mikið hvalirnir éta af fiski , rækju eða öðru,, en þetta eru stór rándýr........ sem að þurfa að éta eðlilega,  þessvegna vil ég bara að þau verði felld.  miða við mitt litla byggðarlag sem að ég flutti í 1973  ( sko pabbi minn heitinn var sjómaður)   , þá var hér allt fullt af rækju og fiski    enn í dag er bara sjávarútvegurinn næstum því að heyra sögunni til :(      sem að mér finst ömurlegt ....   Kveðja   smá sjómennsku stelpa .... he he eh he

Erna Friðriksdóttir, 21.6.2008 kl. 14:02

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín rækjan og fiskveiði hefur hrunið um allt land, ég bý hér á Húsavík og er tengdasonur minn sjómaður, pabbi hans á útgerðina,
ég bjó á Ísafirði frá 1997- 1995, þar áður í Sandgerði í 27 ár.
Ég fylgdist með risa uppgangi og þá var sko gaman að lifa, fiskurinn flaut út úr stigunum, stanslaus vinna alla vertíðina, og á sumrin var unnin rækja, humar og fiskur.
Síðan hef ég fylgst með leiðinni niður á við. það er að segja öllum soranum í kódabraskinu, aflaleysinu á bæði rækjunni og fiskinum.
Ég veit að þetta hefur ekki verið neitt öðruvísi hjá ykkur og auðvitað verða allir argir og leiðir.
Mér hefur ætíð látið þetta varða, því sjómennskan er okkar líf Erna mín.
                    Knús og kram
                      Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.6.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband