Hvað er það með konur sem skilja?

Hef verið að hugleiða þetta afar lengi, horft upp á konur
vera á tánum ef sá fyrrverandi er að koma, til dæmis til að
ná í börnin, koma í afmæli eða að hún hafi boðið honum í mat,
svona bara fyrir börnin.
Þær gera í því að gera sig sætar og fínar, en það voru þær sem
skildu og mundu ekki vilja þá aftur, eða hvað?
Halda þær virkilega að það sé hægt að gera tvö fúlegg að nýjum?

þekki nýlegt dæmi, það er nú bara hlægilegt er hún sú fyrrverandi
er að vorkenna honum, Æ, hann greyið þetta og hitt og svo blótar
hún honum þess á milli.
Allt eru blessuð börnin látin hlusta á og þá kem ég að því,
hvað gerir þetta börnunum?

Ef fólk skilur geta þau þá ekki bara verið vinir, barnanna vegna?

Eitt sem ég hef lengi ætlað að tala um. Inn á allar síður koma
bloggarar og ekki bloggarar, þeir kommenta einhverju,
sem er þeirra skoðun, en svo koma þeir bara ekki meir.
Er þetta fólk spéhrætt, er það hrætt við mótkommentið. 
eða þarf það bara að hreyta einhverju úr sér,
og er jafnvel alveg sama um umræðuna?
Hvað hefur fólk út úr því.?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir þetta með þér, ótrúlegt hvað sum börn þjást vegna heimsku foreldra.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 12:09

2 Smámynd: Helga skjol

Sammála síðustu ræðumönnum og þér að sjálfsögðu líka Mílla mín.

Knús á þig inní helgina

Helga skjol, 27.6.2008 kl. 13:30

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sammála þér síðustu ræðumönnum.

Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 27.6.2008 kl. 13:49

4 identicon

Þetta virðist oft vera hið erfiðasta mál þegar fólk er fráskilið, það á samt að halda áfram að reyna að stjórna því hvernig hinn aðilinn er. Erum við ekki alltaf að reyna að ala hvort annað upp? Maður tekur við af tengdaforeldrunum í uppeldinu. Síðan reynir maður að stjórnast í makanum og öfugt. Það virðist ekkert breytast þegar fólk er búið að skilja. Kannski er komin tími á nýtt sambúðarform hjá okkur mannfólkinu.

Eigðu góðan dag Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 14:19

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já stelpur það er sko komin tími til að breyta, en fyrst og fremst þarf mannfólkið að læra að virða hvort annað.
                          
                        Knús til ykkar
                         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2008 kl. 14:45

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 Svipað sorgarferli fer í gang við skilnað og við dauðsfall. Með öllum þeim tilfinningasveiflum sem því fylgja... afneitun, reiði, depurð, einmanaleika o.s.frv.. 

Fólk sem skilur er yfirleitt í mjög miklu tilfinningaróti. Þrátt fyrir að öll skynsemi segi því að tala ekki illa um fyrrverandi og hvað þá fyrir framan börnin þá er oft hægara sagt en gert að ,,hemja" það.

Ég er þó 100% sammála því að besta leiðin er að fráskildir foreldrar eigi að reyna að vera vinir - eða í það minnsta ekki óvinir. Þannig er það í dag hjá mér þegar sárin eru gróin og börnin eru afskaplega ánægð með það.

Allt sorgarferli getur leiðst út í sjúklegt ástand og þegar reiðin er orðin ,,staðbundin" þá er það orðið sjúklegt. Margir (þá sérstaklega konur) vilja festast í reiðinni út í makann og þá fer það að bitna, fyrir alvöru, á börnunum.  Ekki dugar þeim að tala illa um föðurinn heldur fara þær að hindra umgengni hans við börnin. Þá er ekki lengur verið að hugsa um hagsmuni barnanna heldur er það hefndarhugur sem ræður gjörðum sem er auðvitað alrangt. 

Það þarf virkilega að brýna fyrir fólki að gæta sín í gjörðum og verkum gagnvart börnunum þegar það skilur. Það gæti t.d. verið hlutverk presta sem tala á milli hjóna...

Knús kæra Milla

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.6.2008 kl. 15:04

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér Jóhanna mín, ég veit til þess að prestar tala við fólk en það þarf að vilja og eða geta farið eftir því.
það væri hægt að ræða þetta endalaust, geri mér grein fyrir því.
Sem betur fer voru börnin mín uppkomin er ég skildi, er samt ekki að segja að það hafi ekki haft áhrif á þau, það gerir það ætíð.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2008 kl. 15:16

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt það væri hægt að blogga um þetta málefni, þarf ekki að vera persónubundið, en svo merkilegt sem það er þá eru fáir til að svara svona málum. Já fólk hagar sér eins og hálfvitar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband