Það er nú ekki einleikið, svo mikið er víst.

      Karlmenn á sextugsaldri ölvaðir í umferðinni.

Já blessaðir þeir eru ölvaðir í umferðinni, tveir teknir,
og meira að segja próflausir, ekki er tekið fram hvort
þeir hafi nokkurn tíman haft fyrir því að fá sér próf
eða verið búnir að missa það.
En haus fréttarinnar, fannst mér benda til þess að
menn á sextugs aldri væru í meirihluta, 
þeirra sem eru drukknir í umferðinni.

                 ----------------------------

       Svo eru það blessuð samgöngumálin.

Ríkisendurskoðun vill breytingar í samgöngumálum.
Þeir vilja skipta þessu niður í þrjú svið.
Eigi er ég hissa á því, þeir valda þessu ekki eins og er,
en hvernig er það þarf þá ekki stærra húsnæði og fleiri
silkihúfur til starfa.
Kemur mér ekki á óvart að það þurfi að þróa reglur og
aðgerðir sem stuðla að nákvæmari og árangursríkari
framkvæmdum.
Er nú ekki undrandi á því að stofnunin sé ávallt innan
fjárlagaramma.
Held að fjármagnið fari mest í ringulreiðina,
allir vilja ráða og þetta er nú betri leið heldur en þessi
vill meina og lítið hægt að framkvæma.
Talandi um að samgönguáætlunum sé oft breytt,
Það er nú kannski ekkert skrítið, þegar allir vilja ráða.
                      --------------------------------
                 
         Nú má ekki skoða kerið í Grímsnesi.

Ekki má lengur fara með hópa að kerinu í Grímsnesi
vegna náttúruspjalla sem komið hafa undanfarin ár.
Ekki er ég nú undrandi á því og auðvitað þarf að vernda
kerið, þangað hefur maður komið síðan maður var bara smá
man ég ávallt eftir því er mamma kallaði, ekki fara of nálægt!
mér fannst þetta vera undur veraldar og finnst það ennþá.
Auðvitað eftir að maður er búin í áraraðir að ferðast um landið
hafa margir staðir bæst við sem eru stórkostleg náttúruundur.
Væri ekki hægt að setja merkta göngustíga við kerið?
Allir ferðamenn mundu virða það, nema Íslendingar.
Því miður þá kunna þeir ekki að umgangast landið sitt með virðingu.
En margar eru þó undantekningarnar
.

                                 Eigið góðan dag.
                                    Milla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, það er ekki spurt um aldur ef þeir keira drukknir.

Knus til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 27.6.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hvaða ker er það?

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.6.2008 kl. 09:00

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 27.6.2008 kl. 10:07

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar fréttin hljóðaði svona, þannig að ég bloggaði á það,
auðvitað veit ég að fólk á öllum aldri ekur drukkið, og er það að sjálfsögðu fordæmanlegt, en maður hefði nú haldið að menn á þessum aldri ættu að vera orðnir nógu þroskaðir til að gera ekki svona. veit eiginlega ekki hvað þeir halda að þeir séu, 18 ára eða hvað?
                          

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2008 kl. 11:19

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einmitt það sem ég hugsaði Hallgerður, fréttagildi.
Nú eru ekki lengur Ísbirnir eða annað fréttnæmt, þá tekur við gúrkutíð.hjá þeim sem eru hugsandi, en hugsa ekki nógu langt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband