Fyrir svefninn.

Ass, búin að vera bara þreytt í dag, ofgerði mér í gær, en það
er allt í lagi það var svo gaman hjá okkur.
Þurrkaði nú samt af og moppaði yfir allt, það er svo fljótt að koma
ryk, hafið þið orðið vör við það, eða er þetta bara hjá mér?

Fórum í kaskó í morgunn til að kaupa sykur í bláberja-sultuna
og eitthvað meira, síðan sultaði engillinn minn,
sett allar krukkurnar í vélina áður en hann jós sultunni í krukkur
sem enduðu í að verða 24. Æðisleg búbót.

Fórum síðan til Ódu að ná í rabbararann sem eins og ég sagði
um daginn
                        Hún rabarbara fór og hirti
                        hún lét mig vita að,
                        hún sett hann, hefði í frysti
                        hún áður skar hann í spað.

Eins og ævilega er við hittumst höfum við um nóg að spjalla,
núna voru það jarðskjálftar, aftur í 1934, síðan var það gömul
og góð matargerð, af ýmsu er nú að taka í þeim málum.
          ************************************
Smá um mína matargerð, er ég er að tala við vini og vandamenn
þá er okkur tíðrætt um matargerð, það er nú okkar hjartans mál,
finnst ykkur það skondið?
Nei Nei sko núna er talað um heilsusamlega matargerð.
Ég til dæmis, steiki aldrei grænmeti upp úr olíu, heldur bara
eigin safa heldur aldrei hakk eða kjöt, aldrei fisk heldur,
og er ég segi frá þessu verða margir hissa.
Það er miklu betra að nota frekar dass af olíu út á matinn heldur
en að steikja upp úr henni.
Maður á heldur ekki að brasa neitt því það er bara vont, maður grillar,
sýður, gljáir, gufusíður og bakar í ofninum.
Þetta er afar auðvelt er maður byrjar og miklu betra.

Mér gengur afar vel, er alveg hissa hvað í raun þetta er auðvelt,
en tek það fram að engillinn minn styður mig og borðar líka það
sem ég borða, ég hef heldur engin börn að taka tillit til í matargerðinni
Við förum saman í búðina og það er ekkert keypt inn sem má ekki borða.
Stuðningurinn og viljinn er allt sem þarf
.

                                        Góða nóttSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Nú er ég forvitinn Milla ! Notarðu ekki einu sinni lífræna olíu til þess gerða að steikja upp úr? - Og ef þú gerir það ekki viltu þá segja mér hversvegna. - Kær kveðja til þín Lilja.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  Alltaf gott að kíkja í Golan ekki satt.  Vildi að ég væri komin í krukkurnar hjá þér.  Knús og góða nótt elskið mitt  p.s. Halldóra, dökkt súkkulaði er hollt. Cinco Dancer  Chocolate

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gangi þér vel í breyttu mataræði Milla mín og góða Nótt

Sigrún Jónsdóttir, 19.8.2008 kl. 22:52

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt mín kæra

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.8.2008 kl. 23:01

5 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt Milla mín

Brynja skordal, 19.8.2008 kl. 23:54

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

´Góðan daginn skjóðurnar mínar.
Hún Dóra mín er alltaf með húmorinn á lofti, sko á meðan súklaði er hennar veikleiki er allskonar álegg minn.

Lilja mín ef þú notar ólífuolíu sem ég nota ætíð, þá breytir þú henni í harða fitu eftir að hún er komin upp í 60.% þá er hún orðin óholl
fyrir utan það finnst mér bara grænmeti og fyskur betri eldað í eigin safa, þá fyrst kemur rétta bragðið í ljós.

Ásdís mín þú færð ristað brauð með bláberjamarmilaði er þú kemur norður, Golan er ætíð vinsælt, við erum aldrei að tala um neina vitleysu út í loftið við Óda.
USS það dugar nú henni Dóru minni ekki að fá sér suðusúkulaði,
en hún er nú ætíð að djóka.

Silla mín ég hef ekki notað smjörlíki síðan 1975, taktu eftir því.
Allt var bakað úr smjöri og sólblóma, mér finnst smjörlíki frekar ógeðfelt.

Takk Sigga mín

Takk sömuleiðis Sigrún mín
 varstu ekki að tala um að breyta smá til?

Brynja mín knús

Hindin mín rykið kemur þá ekki bara hjá mér?
það er svo satt hjá þér, þetta með matartalið, en í minni fjölskyldu hefur ætíð verið talað mikið um mat, en núna er bróðir minn sem ég tala nú við á hverjum degi búin að vera í lífstílsbreytingu síðan í maí,
og ég alltaf að ræða við hann um matarræði, en byrja ekki sjálf fyrr en núna, svo núna tölum við bara um hollan mat.
En konur velta sér allt of mikið upp úr mat og hafa áhyggjur af hvað aðrir halda í staðin fyrir að vera þær sjálfar.

Knús í daginn til ykkar allra
Milla
                Heartbeat Beating Heart Heartbeat 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband