Súpur og smá tips.

Eins og margir vita eru pakkasúpur ekki hollar sökum
rotvarnaefna og salts sem sett er í þær.
Fyrir utan að mér persónulega finnst þær vondar nema að
maður bæti þær með kryddi smjöri og eða rjóma, þess vegna
laga ég al oftast mínar súpur sjálf.
bestar þykir mér þær þykkar að grænmeti og kjöti ef maður vill
nota það.
Hér er uppskrift að einni sem ég elda oft.

1 st. laukur
3 st. Sellerí stilkar
8 st. kartöflur.
1 st  sæt kartafla
4 st. gulætur
1 st. rófa.
1/2 h. hvítkál
1 st. blómkál
6 st hvítlauksrif.
1 ds. tómatar.
1 ds. tómatpurre
2 l. vatn
eftir smekk að grænmetiskrafti.
Allt skorið í smátt, sell í stóran pott, soðið í 25 mín.

Út í þessa súpu er hægt að setja að vild, lamba, nauta eða svínagúllas.
einnig er hægt að breyta grænmetinu að vild og setja pasta og steikta
kjúklinga bita, bringur.
Gott er að bera speltbrauð með, eða hvaða brauð sem hver og einn vill.

Hér kemur önnur, hún er aðeins hitaeiningameiri.
En það er allt í lagi svona spari.
Tælensk súpa
.

500 gr. k. bringur.
250 gr hvítkál gróft skorið.
150 gr gulrætur í strimlum.
1 st Paprika þunnt sneidd.
smá olía til sleikingar.
2 tsk. rautt karry pasté.
2 mask. ostrusósa eða fiskisósa.
ca. 1 l.kókósmjólk.
1-2 mask. sweet hot chilly sósa

allt hráefni steikt í djúpum potti kryddið sett út í
síðan mjólkin, látið malla í 10 mín.
bragðbætið eftir smekk með sama kryddi.
líka borið fram með góðu brauði.

Á eftir þessum súpum þarf ekkert nema góðan kaffibolla
og eitt konfekt með.

                                         Verði ykkur að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

milla min, þessar eru ábyggilega æði, verð að prófa þær. Kantu að setja þær inn á meilið mitt og senda mér uppskriftirnar, ég elska þig Millan mín

Kristín Gunnarsdóttir, 21.8.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þessar uppskriftir Milla mín ekki veitir mér af að elda mér svona súpur. Kær kveðja ljúfust

Kristín Katla Árnadóttir, 21.8.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.8.2008 kl. 17:17

4 Smámynd: Vilborg Auðuns

naammmmm.......... þetta ætla ég sko að prófa. Hrikalega girnilegar uppskriftir. Takk fyrir að deila þeim með okkur.

Kærleikskveðjur Vibba

Vilborg Auðuns, 21.8.2008 kl. 17:21

5 Smámynd: Brynja skordal

Rosalega girnilegar súpur og örugglega kraft og orkumiklar þarf að prufa þær nammi namm ennn þú flotta súpukona áttu nokkuð uppskrift af unaðslegri og kraftmikilli Gúllassúpu?? vantar svoleiðis uppskrift

Brynja skordal, 21.8.2008 kl. 18:04

6 Smámynd: Helga skjol

nammi þetta ætla ég sko að prófa, var að reyna að stela þessu af síðuni hjá þér en það er bara ekki að takast

Knús á þig Milla mín.

Helga skjol, 21.8.2008 kl. 18:09

7 Smámynd: Anna Guðný

Ég gerði nú bara copy paste og er komin með uppskriftirnar á worf skjal.

Takk fyrir flottar uppskriftir

Anna Guðný , 21.8.2008 kl. 18:19

8 Smámynd: Anna Guðný

word skjal átti það auðvitað að vera.

Anna Guðný , 21.8.2008 kl. 18:19

9 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir þetta Milla. Ég ætla að prófa þær báðar.
Ég eldi oft súpur og þeir eru aldrei eins. Nota aldrei uppskrift en það er slæmt þegar bóndinn segir að súpan er besta sem hann hefur smakkað og ég man ekki eftir hvað var í henni.
Kannski ég fer að skrifa niður og verða meira skipulögð.

Heidi Strand, 21.8.2008 kl. 18:30

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jammí jammm.... takk fyrir þetta, alltaf gott að fá súpu uppskriftir fyrir haustið.

Ía Jóhannsdóttir, 21.8.2008 kl. 18:35

11 Smámynd: Hulla Dan

Þar sem ég hata líka flest allar pakkasúpur en elska aðrar, á ég ábyggilega eftir að prófa þessa.

Takk fyrir að samþykkja mig Milla mín

Hulla Dan, 21.8.2008 kl. 20:28

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já verði ykkur öllum að góðu, þessar súpur eru bara góðar,
Það er líka gott ef maður á afgang þá að frysta í passlegum skömmtum
gott að eiga þegar maður hefur gleymt að huga að hvað ætti að vera í matinn þann daginn.

Brynja mín mun setja inn Gullach súpu á morgun..
Heidi mín ég notast heldur aldrei við uppskriftina þetta er orðið innbyggt.

Sko dóttir góð þér verður ekki að ósk þinni, enda meinar þú þetta ekki, en við gamla settið, dætur þínar, Milla og ljósin hennar vorum að borða kjúkling, grjón og franskar þau fengu sér súrsæta en ég sýrðan með chilly sósu út í.

Knús til ykkar allra
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.8.2008 kl. 21:10

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Vá æðislegt, takk kærlega fyrir þetta Milla. - Oh, hvað ég hlakka til að prófa að gera þessar súpur. Þakka þér enn og aftur. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.8.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband