Að sína öðrum gleði sína.

Það að koma svona fram og sína í verki gleði sína yfir
einhverju er alveg stórkostlegt, en þetta sem Dorrit
gerði var að sjálfsögðu ekki bara eitthvað, hún var að
fagna sigri Íslendinga á Pólverjum.

Ekki var gleðin minni er þeir sigruðu Spán í gær, og þær
myndir sem birtust á skjánum hjá okkur landsmönnum
urðu til þess að maður bara hágrét með strákunum okkar.
Þeir eru að uppskera eftir mikla vinnu og áralanga
þjálfun. Ég hef ætíð verið stolt af þeim, en núna á ég engin
orð til að lýsa tilfinningum mínum, ég er bæði stolt, og svo
skil ég svo vel gleði þeirra og þakklæti sem í þeim býr fyrir
að ná fram öllu því besta sem í þeim býr.
Til hamingju strákarnir okkar.

             ********************************

það var svo gaman hjá mér í gær, til mín komu tvær konur
önnur var Sigga bloggvina mín frá Akureyri og hin var
frænka hennar Þórsís sem býr hér á Húsavík.
Siggu hef ég hitt áður og Þórdísi er ég búin að þekkja síðan
ég flutti hingað, hún vann hér í Apótekinu.
Nú helt var á kaffi og sátum við og spjölluðum um okkar hugarmál.
Er þær ætluðu að fara að fara, var leikurinn að klárast og ekki var
hægt að sleppa síðustu mínútunum, svo við nutum þess að horfa á
sigurinn saman, höfðum horft á leikinn með öðru auganu meðan við
vorum að spjalla.
Takk fyrir yndislega heimsókn kæru vinur.

             *********************************

Síðan fórum við í búðina að versla ég og snúllurnar, það vantaði svona
hitt og þetta, en aðallega ekki neitt.
þær fengu sér svo pítu í kvöldmat á meðan við gamla settið, borðuðum
kjúklinga-afganginn síðan kvöldinu áður, elska svona kaldann kjúkling.
Við fórum frekar snemma að sofa, eða um 10 leitið.

Knús inn í daginn ykkar kæru vinir.
Milla.Heart


mbl.is Þegar Dorrit veifaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Mér finnst  ótrúlega krúttlegt hvað hún er einlæg í gleðinni, hún Dorrit. Hún er bara krútt. Við Íslendingar eigum það til að vera alltaf að passa að sýna ekki of mikið af tilfinningum, allavega ekki út á við. En mér finnst þetta vera að breytast,,,eða kannski er ég bara að breytast

Allavega er ég búin að vera með gleðitárin í augunum og gæsahúð af hamingju síðan í gær. Og hef ekkert verið að fela það,,og það er svo frábært. Ég trúi því að við vinnum gullið og eigum það alveg skilið.

Knús á þig frænka

Ásgerður , 23.8.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Brynja skordal

Góðan dag Milla mín mikið hefur verið gaman að fá skvísubloggvinkonur í heimsókn og horfa á þennan frábæra leik saman Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 23.8.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín. Yndislegt að þú fékkst Siggu og frænku hennar í heimsókn. Það var náttúrulega æði að þeir unnu strákarnir okkar, hlakka mikið til að horfa á þá í fyrramálið, mun ekki sofa yfir þeim leik.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 23.8.2008 kl. 10:15

4 Smámynd: Erna

Þetta var alveg dásamlegt og ekki hægt annað en að gráta af gleði með strákunum, eins og þú segjir, þá liggur að baki gífurleg vinna, sem þeir eru að uppskera núna þessar elskur allir sem einn. Vona svo innilega að gæfan verði þeim hliðholl á morgun og að þeir og við fáum að heyra Þjóðsöngin okkar leikin út í Peking, þá fyrst verður nú grátið á islandi. Ég segji nú bara eins og ljúflingurinn hún Dorrit Ísland er stórust. Eigðu góðan dag Milla mín

Erna, 23.8.2008 kl. 11:21

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín það er rétt að við höfum ætíð verið til baka, en þetta er að lagast, ég hef alltaf verið afar opin í minni gleði og stundum hef ég fengið augngotur, en mér er bara alveg sama.

Já hún Doritt er svo einlæg og það besta við það er að hún dregur
Ólaf út úr stífleikanum.
Knús til þín kæra frænka mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2008 kl. 12:26

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Brynja mín það var æðislegt að hittast og spjalla og kynnast betur.
Kveðja til þín eigðu góða helgi.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2008 kl. 12:28

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stína mín þú sofnar nú ekki yfir þeim leiknum, já það var svo ljúft að fá þær í heimsókn.
Knús til þín inn í góða helgi.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2008 kl. 12:30

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við erum allavega ekki lokaðar Silla mín báðar svo kátar og léttar, já við erum heppin með Doritt., og yndislegt er hún sagði að við værum stórust.
Knús til þín og þinna Silla mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2008 kl. 12:33

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek svo sannarlega undir orð okkar allra ekki hægt annað en að gráta og ég meira að segja grét yfir fréttunum í gærkveldi og skammast mín ekkert fyrir það.
Ég vona þeirra vegna að þeir vinni gullið, en fyrir mína parta eru þeir búnir að færa okkur mörg gull.
knús til þín Erna mín.
Milla og co.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2008 kl. 12:37

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Segir þú það Dóttir góð með eins marks mun, þú ert nú vön að vera sannspá.
Knús á þig duglegust.
Mamma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2008 kl. 15:34

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já heldur þú það ekki, annars held ég að hún sé alveg að verða búin að bræða hann.
Hún er svo mikil dúlla.
Knús á þig Hindin mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2008 kl. 15:36

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 23.8.2008 kl. 18:40

13 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 23.8.2008 kl. 18:48

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Milla mín og svo Áfram Ísland

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.8.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband