ÆÐISLEGT! Við fengum silfrið

Eins og ég hef sagt undanfarna daga þá er silfrið bara gott,
getum við ekki verið þakklát fyrir það?
Ekki hægt annað, þeir eru búnir að standa sig eins og sannar
hetjur, strákarnir okkar.
Fólk segir: ,, það hefði verið gaman ef við hefðum farið alla leið
og unnið gullið", en það verður bara næst, að mínu mati gætir
smá vanþaklætis í þessu.
Við eigum að fagna silfrinu og strákunum okkar sem færðu okkur
alla þá gleði sem við erum búin að þiggja af þeim.

Takk fyrir mig strákar og hjartanlega til hamingju.


            *********************************

Dagurinn í dag byrjaði sko á því að engillinn fór á fætur kl 6.30
ég gat sem betur fer sofið til kl 7 borðaði þá skynsaman morgunmat
litla ljósið svaf eins og engill.
Ég fór aðeins í tölvuna og svaraði kommentum og eins á öðrum síðum.

Fór í morgunn sjæninguna og þá var leikurinn að verða búin ég horfði
ekki á þennan leik vissi að þeir mundu tapa, svo ég hlustaði bara,
enda ekki hægt að komast hjá því í hávaðanum hér á bæ.

Svo vaknaði litla ljósið, vildi aðeins fara inn á latabæ, kom síðan að
borða morgunmat og valdi hún pastarétt afgang síðan í gær.

Núna er hún að reyna allt til að vekja frænkur sínar, en amma segir
nei ekki strax.
Ætla að fara að lesa fyrir hana.

Kærleik og gleði inn í daginn ykkar.
Milla.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þetta er æðislegt og gaman að vera til.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 24.8.2008 kl. 10:20

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þetta var mjög gott með silfrið, en þetta var ekki spennandi leikur, maður sá fljótlega að þeir mundu tapa. Njóttu þín með ljósinu og englunum þínum Milla mín.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 24.8.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bara æðislegt hjá strákunum okkar.Og já það er gaman að vera til,tek undir því.

Knús á þig og Til hamingju með daginn elsku Milla mín.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.8.2008 kl. 10:26

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég er mjög ánægð og stolt af "strákunum okkar"!

Sigrún Jónsdóttir, 24.8.2008 kl. 10:43

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er mjög mjög ánægð með silfrið........veit samt að ég hefði sprungið hefði þeir náð gullinu.........en þeir eru búinir að vera svo frábærir allan tíman ......virkilega gaman að horfa á þá og sjá þennan frábæra móral sem þeir sýndu í leikjunum.

Hahaha litla skott að vekja......indislegt...

Solla Guðjóns, 24.8.2008 kl. 12:32

6 Smámynd: M

Er stolt af silfrinu

M, 24.8.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hallgerður mín, sko annað hvort hafragrautur með krækiberjum út í smá mjólk út á, afar gott, eða speltbrauð með smurosti og fullt af grænmeti ofan á, brenninetlute og sítrónuvatn endalaust allan daginn að sjálfsögðu.
Allar mínar skjóður til hamingju sömuleiðis með daginn, það er svo gaman að vera til og upplifa þennan sigur með strákunum, svo nýt ég þess í botn að vera með mínum englum, og hafa líf og fjör í kringum mig, ég þrífst ekki öðruvísi.

Milla og Ingimar komu hingað eftir góðan göngutúr, voru að sækja litla ljósið, fengum okkur kaffi saman þau fengu sér heimabakaða rúgbrauðið mitt og ég fékk mér hrísköku.
Dóra mín Aþena Marey sá alveg um að vekja frænkur sínar henni fannst nú ekki sanngjarnt að þær svæfu og hún hefði þær ekki til að leika við.

Knús kveðjur og skemmtið ykkur vel í dag.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2008 kl. 14:15

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 14:56

9 identicon

 Til lukku með daginn.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 15:37

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til lukku með strákana, þetta er frábært hjá þeim

Huld S. Ringsted, 24.8.2008 kl. 16:12

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skál fyrir strákunum

Ía Jóhannsdóttir, 24.8.2008 kl. 16:47

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þeir stóðu sig æðislega vel, og ég er svo stolt að vera Íslendingur í dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband