Fyrir svefninn.

Jæja allt hefur gengið vel í dag, sko ég meina í lífstílsbreytingunni,
Við byrjuðum að undirbúa kvöldmatinn um þrjú leitið,
englarnir mínir afhýddu kartöflurnar og sneiddu, síðan vöru þær
settar í kalt vatn, ég undirbjó svínalundirnar, steikti og setti í bið.
undirbjó svo salatið, sem saman stóð af steiktum sveppum og hvítlauk,
vínber og melóna sett í sigti, allskonar salat set á stórt fat, niðursneidd
paprika, rauðlaukur, krydd, rétt áður en borðað var allt sett á fatið og
blandað saman mexicanskur ostur settur í bitum yfir og dassað með lífrænt
ræktaðri og kaldpressaðri olíu. þetta salat er æðislegt.
En maturinn var sem sagt svínalundir/Paprikusósa/gratíneraðar kartöflur
og salatið.
Þau voru hjá okkur í mat Milla mín og Ingimar með snúllurnar sínar.

Ámorgun byrja ég í nýu prógrammi til viðbótar nuddinu, það verður afar gaman
að komast að því hvað ég þoli af tækjaæfingum.
Síðan á þriðjudaginn fer ég aftur til læknisins míns.

Mig langar að minnast aðeins á börnin okkar, þau eru að byrja í skólanum.
Las afar góða grein, að ég held í fyrradag um einelti og mun tala um hana
á morgun, en langar til að rita ljóðið sem fylgir henni.
þessi grein er eftir Ingibjörgu Helgu Baldursdóttur.

                     Er nokkuð fallegra
                     en litla barnið þitt
                     á leið í skólann
                     í fyrsta sinn
                     með allt of stóra skólatösku
                     og pínu kvíða í augnaráðinu

                     Og svo leit barnið upp
                     og brosti
                     úr augum þess
                     mátti greina virðingu
                     og stolt.
   
                     Er eitthvað sem fyllir
                     hjarta manns
                     meiri gleði,
                     en hamingja
                     þess sem við elskum
                     mest af öllu í lífinu
                     barnanna okkar.
                              
                                   Inga Bald.

Fyrirgefðu Inga Bald, en mig langaði svo til að birta þennan
kærleik sem í þessum orðum felst.

                                         Góða nótt kæru vinir.Sleeping
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 24.8.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: M

Góða nótt

M, 24.8.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða nótt og góðan dag og gott kvöld og góða viku

Heiða Þórðar, 24.8.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Góða nótt

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 24.8.2008 kl. 21:52

5 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín

Erna, 24.8.2008 kl. 21:52

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Góda nóttt mín kæra og takk fyri gódann pistil .Ég naut ad lesa.

Gudrún Hauksdótttir, 24.8.2008 kl. 22:08

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Goða nótt elsku Milla mín og góða drauma

Kristín Gunnarsdóttir, 24.8.2008 kl. 22:21

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, hún Inga mín, þvílík sorg sem hún gengur í gegnum elsku stúlkan.  Knús og GN á þig Milluskott Hearts  Hearts

Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 23:38

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég verð nú bara svöng af að lesa þennan dýrðar matseðil og ætla sko að apa eftir salatið.

Þetta er falllegt ljóð....allt sem við hugsum og upplifum við fyrstu skóladagana.

Góða nótt ljúfan.

Solla Guðjóns, 24.8.2008 kl. 23:58

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Girnilegur matur og fallegt ljóð.  Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 00:08

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóður mínar, verði ykkur að góðu maturinn þetta er bara gott, og salatið eitt og sér er nóg sem hádegismatur.

Takk sömuleiðis Sigga mín það var ljúft að fá ykkur.

Knúsa þær frá þér er þær vakna , var sofnuð er þær komu frá Millu.

Kærleik í daginn ykkar.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.