Góðan daginn snúðar og snældur.

Það er svolítið mikið að gera hjá mér þessa daganna, svo
ég verð að biðla til ykkar um að vera umburðalind við mig
vegna kommentaleysis, en það fer brátt að losna um tíma
hjá mér, en á meðan englarnir mínir eru hér, þá eru þær
mér allt, og fá allan þann tíma sem þær vilja.
Við þurfum afar að spjalla, skoða síður með fötum, að
sjálfsögðu á Pullip dúkkurnar, þvílíkur heimur af dýrð, mig
dauðlangar að kaupa mér svona dúkku, en ætli ég láti ekki duga
að njóta þess með þeim, að tala um hönnun, arkitektur og fl.


En eins og ég sagði í gær, þá byrjaði ég í æfingum í morgun,
og ég get svarið það stelpur ég er að byrja eins og um ungabarn
væri að ræða. 3 mín í einu í þrem æfingum var alveg nóg til að byrja
með sagði þjálfarinn minn.
Þetta kemur svo smá saman.


100 5971Hér kemur mynd af dúkkunum sem ég er að tala um, þær hafa hannað flest fötin sjálfar á þær.

Þær eru svo með síðu sem þær setja inn myndir af þeim og pullip eigendur um allan heim kommenta og skipts er á upplýsingum um hin ýmsu málefni.
Aldurinn á söfnurum er alveg frá 15 ára og upp úr,
eftir hví sem dúkkan er eldri er hún verðmætari,
því bara viss fjöldi er framleiddur af hverri dúkku.

Þannig að þetta er fjárfesting ef þær mundu vilja selja þær, sem ég veit að verður aldrei.

Knús í daginn ykkar.
Milla.Heart














« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Goðan daginn Milla mín, gott að eiða tímanum með englunum. Krúttlegar dúkkur og stelpurnar duglegar að hanna á þær.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Njóttu bara vel!

Ía Jóhannsdóttir, 25.8.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góðan daginn Milla mín og njóttu samvistanna með barnabörnum

Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 14:08

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ja, hérna hér, það er nóg að gera og allt frekar skemmtilegt. Gangi þér vel í æfingunum.

Eva Benjamínsdóttir, 25.8.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband