Fyrir svefninn.

Einu sinni komu þrír Reykvíkingar í kauptún úti á landi.
Þeir lögðu leið sína á hótel staðarins og báðu um kaffi.
Viljið þið hafa það sterkt eða milt? Spurði stúlkan.
Einn vildi hafa það sterkt, annar milt en sá þriðji sagði:
" það skiptir ekki máli með styrkleikann,
bara að það sé í hreinum bolla."
nokkru seinna kemur stúlkan inn með þrjá kaffibolla
og segir: " Hver bað um hreinan bolla?"

Ógift stúlka var spurð að því hvað hún væri gömul.
"29 ára" svaraði hún.
"Nú ég man ekki betur en þú hafir sagst vera 29 ára
fyrir þremur árum." " Já ansaði stúlkan.
"Ég er ekki ein af þeim sem segir eitt í dag og annað á morgun."

                         
                 Nú lifi ég þessu lífinu fríða,
                 um lauslæti hugsa ég ekki par.
                 Fer snemma að hátta, er hættur að ríða
                 og hugsa um dyggðir og þess konar.

                                            Sigurður Ívarsson.

                Ó, mér gengi allt í vil
                ef ég fengi að ríða.
                Mig hefur lengi langað til
                lítinn dreng að smíða.

                                           Tryggvi Kvaran.

 Góða nótt
.HeartSleepingHeart       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Elsku Milla mín, bestu þakkir fyrir að taka svona ljúflega á móti "innrásarliðinu" í dag.  Hlakka til að hitta þig einhvertíma yfir kaffibolla en þangað til knús og góða nótt mín kæra

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Erna

Góða nótt elsku Milla

Erna, 18.9.2008 kl. 21:36

3 identicon

Það hefur verið þunnt kaffið í hreina bollanum, en einhver staðar sá ég að það væri bara þurrkað aðeins af leirtaui á hótelum í USA sem sagt, það væri ekki þvegið, þetta átti að hafa sést í falinni myndavél.  Eins gott að drekka ekki kaffi á hótelherbergjum þar nema að þvo bollana fyrst. 

Góðan daginn þegar þú lest þessi skilaboð.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Brynja skordal

Góða nótt og hafðu yndislega helgi Elskuleg

Brynja skordal, 19.9.2008 kl. 00:29

5 Smámynd: Helga skjol

Knús

Helga skjol, 19.9.2008 kl. 06:20

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar.
Alltaf gott að fá innrásarlið svo fremi að ég þurfi eigi að stinga að hætti sporðdreka.
Jónína eins gott að Dóra drekkur ekki kaffi verandi að fara til Ameríku.

Góða helgi til þín Brynja mín.

Knús Helga mín
Knús Erna mín

Sjáumst á eftir Dóra mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2008 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband