Grunur um?

Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa beitt
þrjú börn sín hrottalegu ofbeldi.

Börnin bjuggu hjá föður sínum, móðirin hefur ekki búið á
heimilinu um skeið vegna veikindasinna sem fíkniefnaneitandi.

Börnin eru hjá ömmu og afa núna, þau eru 8 til 14 ára.

Áverkar eftir eggvopn voru á einu barnanna en talið er að hnífum
hafi verið kastað í það. Þá er einnig uppi grunur um langvarandi
hrottalegt líkamlegt ofbeldi. Engar vísbendingar hafa komið fram
um að börnin hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu föður síns.
Því hefur Barnahús ekki haft afskipti af málinu,
en einungis kynferðislegt ofbeldi kemur inn á borð þess.

Rannsókn á málinu er stutt á veg komin og verst lögregla frekari
frétta af því. Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa beitt börn
sín ofbeldi er ekki í haldi í lögreglu þar sem vísbendingar
barnaverndarnefndar um hrottalegt ofbeldi gagnvart börnunum
hafa ekki verið rannsakaðar að fullu.

Hver átti svo sem að hafa gert þetta ódæði. Ef einhver annar en faðirinn
gerði þetta, hvar var þá umhyggja hans? Nei ég bara spyr.

En er ekki sterkur grunur af hverju er maðurinn þá ekki í gæsluvarðhaldi?
Hvað skildi þessi maður ekki geta gert á meðan hann bíður eftir því að
þeir geti sannað ódæðið á hann.
Þessi maður er fársjúkur og þyrfti að vistast inni og fá hjálp.
Einnig er nauðsynlegt að börnin og amma og afi geti verið örugg.
Guð hjálpi þessari fjölskyldu allri.


Sá engin aldrei neitt athugavert við útlit þessara elsku barna,
eða er það bara eins og ég hef svo oft sagt, fólk vill ekki
skipta sér af þó það sé verið að murka smá saman lífið úr
börnunum, allavega sálarlífið.

FARIÐ NÚ AÐ VAKNA TIL LÍFSINS GOTT FÓLK:
VERIÐ MEÐVITUÐ: VIÐ VERÐUM AÐ STANDA ÖLL SAMAN
TIL AÐ UPPRÆTA OFBELDI AF ÖLLUM TOGA.


mbl.is Grunur um hrottalegt líkamlegt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona vitleysa elur bara af sér þrjá skemmda krakka. Hver djöfullinn veit af hverju það er ekki til alvöru-deild sem tekur svona menn úr umferð en þess í stað labbar hann um frjáls sem fuglinn, dauðfeginn að vera laus við börnin eflaust og helvítis mamman situr úti í horni að vorkenna sjálfri sér. Foreldrarnir báðir búnir að klúðra sínum tækifærum og þar við situr. Svona lið á einfaldlega ekki að fá þann rétt að vera hér á landi, nálægt börnunum "sínum". Þau eru betur sett börnin án þeirra og þurfa þar með ekki að horfa upp á allan viðbjóðin sem fylgir vímuefnaneyslu og hvernig fólk hegðar sér þegar það er háð einhverju meira en sínum "eigin" börnum. Mín trú er sú að ef foreldrarnir eru strokaðir út í eitt skipti fyrir öll og börnin fá þokkalegt uppeldi hjá ömmu og afa (að leggja þetta á fólk sem á að vera að fara í vinnufrí!), þá held ég að þau gætu hugsanlega komið út sem heilbrigðir einstaklingar, en ekki afrit af úrhrakinu sem gat þau.

Kveðja

Danni (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Milla mín, þetta er í einu orði sagt hryllilegt, að nokkur geti gert svona lagað, það skil ég ekki, þetta hlítur að vera stórlega sjúkur einstaklíngur og meira en það.

Kærleikskveðja

Kristín Gunnarsdóttir, 19.9.2008 kl. 09:48

3 Smámynd: Vilborg Auðuns

Þetta mál er rosalega sorglegt, og faðirinn er rosalega veikur einstaklingur sem þyrfti að komast sem fyrst undir læknishendur og fá hjálp. En hvað varð til að hann varð svona veikur?? Ég trúi því að þegar einstaklingurinn fæðist sé hann góð persóna og svo sé það uppeldið sem móti hvern einstakling.  Ég vona að guð gefi að börnin geti unnið úr þessum hörmungum sem þau hafa lent í.Og sendi þeim kærleiksljós.

Knús til þín Milla

kærleikskveðja Vibba

Vilborg Auðuns, 19.9.2008 kl. 10:28

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ótrúlegt að engin skuli hafa séð að eitthvað var að blessuðum börnunum. 

Ía Jóhannsdóttir, 19.9.2008 kl. 10:28

5 identicon

Það er sorglegt að það hafi ekki einhver verið búin að taka eftir því fyrr að það var eitthvað mikið að á þessu heimili.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:36

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Danni ég er sammála þér með það að foreldrarnir eru búin að klúðra sínum tækifærum, allavega faðirinn finnst hann beitti þau ofbeldi.
Dæmi veit ég um að fólk hafi drifið sig Upp úr eimdinni er höggið hefur komið,
En hvort það sé félagslega í stakk búið til að ala upp börnin sín, er svo stór spurning.

Þú talar um að þau eigi ekki heima hér á landi, hvert heldurðu að væri hægt að senda svona fólk?

Best væri náttúrlega að þau fengju gott uppeldi hjá ömmu og afa,
en þessi blessuð börn þurfa mikla hjálp til að trúa og treysta aftur.
Kveðja til þín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2008 kl. 11:13

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur það er rétt að sorglegt er það, og skondið að hugsa um að kannski er þetta bara í næsta húsi við ykkur og engin fattar neitt fyrr en of seint.

Mér dettur í hug stúlka sem sagði sögu sína í einhverju blaði hér á landi,
Bróðir hennar hafði misnotað hana kynferðislega og enginn sá eða hlustaði er hún reyndi að tjá sig.
þessi elska fyrirfór sér daginn sem blaðið kom út með greininni.

Það er sama hvert ofbeldið er allt jafn viðurstyggilega, óhuggulega,
vanvirðingalegt sem drepur allt í einni manneskju.

En eins og Vibba segir að allir menn fæðist góðir, kannski ekki allir, en flestir
og einhvertíman á lífsleiðinni verður fólk fyrir einhverju sem gerir það að skrímslum, afar veikum skrímslum.
Akkúrat þess vegna þurfum við öll að vera meðvituð.

Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2008 kl. 11:24

8 identicon

Ég græt alltaf í hjarta mínu yfir að sjá og heyra svona fréttir. Maður hélt

alltaf að svona lagað væri bara til í bókum... EN núna síðari ár er þeta óhuggulega nálægt okkur

Eigðu góða helgi Milla og takk fyrir minna mann á að lífið er ekki tómur leikur.

Hindin (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:43

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þetta er alveg skelfilegt að hann skuli hafa komist upp með þetta, en sem betur fer er búið að grípa inn í málið

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.9.2008 kl. 13:01

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar það er bara svo mikið af þessu að maður verður að vera
meðvitaður.
 Guðborg mannstu ekki eftir henni Björk úr Sandgerði sem fyrirfór sér,
Það er hún sem ég er að tala um hér að ofan.,
Manni datt aldrei neitt í hug, ekkert frekar en aðra ofbeldismenn sem þarna bjuggu.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2008 kl. 14:35

11 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Ég verð svo bálreið þegar ég les um svona viðbjóð gagnvart saklausum litlum börnum.  Hvers konar skepnur gera svona lagað, og það gagnvart sínu eigin holdi og blóði??? Maður spyr hvort virkilega enginn, ættingjar, kennarar, nágrannar hafi orðið varir við neitt??? Áverkar á börnunum, einkennileg hegðun o.s.frv. 

Knús til þín Milla.   Góða helgi!

Ragnhildur Þórðardóttir, 19.9.2008 kl. 14:41

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Ragga mín maður spyr sig og fær svörin engin vill skipta sé af þó að líf barna sé í húfi, ég veit þetta af minni reynslu í barnavarndanefnd í 8 ár, en það er langt síðan og ekki hefur þetta batnað.
Knús í helgina þína
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2008 kl. 14:48

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er alveg skelfilegt

Sigrún Jónsdóttir, 19.9.2008 kl. 19:50

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þarft að taka uppeldismálin fyrir stelpur, bloggaði um þau fyrir margt löngu
og fékk næstum engar undirtektir, en kannski hefur það breist.
Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.9.2008 kl. 20:07

15 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já Milla, ég man eftir henni og ég man líka hvað maður var hissa og orðlaus maður svo sem veit adreui hversu nálægt þetta er manni, þannig að það er bara best að fara varlega þegar um börnin okkar er að ræða

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:29

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðborg mín maður verður að vera meðvitaður ekki bara um sín börn heldur líka vinina.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.