Einelti, sorg og aðrir fylgifiskar.

Hallgerður vina mín var með frábæra færstu um einelti í gær.
Langar aðeins að koma inn á einelti frá öðru sjónarhorni.
Sjónarhorninu hvað gerist og hvar byrjar það?

Oft er þetta þannig að einn byrjar, stundum vinnur þessi
bara einn, en stundum fær hann með sér nokkra aðra,
taka sig til og leggja einn eða fleiri í einelti, en af hverju
byrjar þessi eini?

Ástæðurnar geta verið margar og mis alvarlegar.
til dæmis getur hann hafa orðið fyrir þessu sjálfur, kannski
á leikskóla, heima hjá sér því staðreyndin er sú að mörg börn
verða fyrir því að lítið er gert úr þeim alveg frá því að þau eru lítil.
Sum eru hreinlega alin upp í því að það sé allt í lagi að vera
leiðinlegur við aðra, og sum fá aldrei þá athygli sem börn þurfa.

Ég þekki dæmi þess að barn hreykti sér ævilega af því að hafa gert
þetta eða hitt við börn og fullorðna í skólanum,
Móðir hans hló að þessu og gerandinn fékk þá athygli sem hann þurfti.

Hvað gera svo þessi börn?
Jú annað hvort verða þau sjálf  fyrir einelti eða gerast gerendur sjálf.

Allt snýst á ógæfuhliðina fyrir bæði þolendur og gerendur.
Gerendur eru orðnir fastir í eineltismunstrinu, vilja kannski alveg losna,
 komast ekki út, gæti það ekki verið að því að margir foreldrar vilja
ekki kannast við það að barnið þeirra geri neitt rangt.
Tel það vera stóra ástæðu.

Hvernig væri að þeir foreldrar sem eiga börn sem kvartað er undan mundu
vakna til lífsins og gera það sem er rétt í málinu, því þau skulu ekki halda að
börnunum þeirra líði vel með sínar gjörðir.

Styðjum Líf án eineltis.

Fáum eitt gott ljóð eftir Sten Selander.

             Hið visna tré.

     Og tréð hið visna hóf þá grein til himna
     úr hrjóstri dauðra kvistar, er ein var græn,
     sem hefði fakírs aflvana ormur stirðnað
     í örvæntingarbæn.

    Gef regn gef regn, ó lát mig blóm bera!
    Ó blakka ský, ég hrópa upp til þín!
    Sjá lauf og brum er hérna ennþá eftir!
    Skal aldrei framar blómgast krónan mín?

    Og svarið kom, það kom þó ekki í flóði.
    Það kom sem elding, með hinn felda dóm.
    Og visna tréð varð allt í einu blómi,
    varð eldglóandi risablóm.

Eigið góðan dag
Milla
.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þeir sem leggja aðra í einelti eigi mjög bágt sjálfir það er eitthvað sem gerist heima hjá þeim sem veldur því að þau fara með vanlíðanina áfram til annarra, þurfa að hefna sín á öðrum. Oft er þetta einhver barátta á milli foreldra og barns gæti ég trúað að annað foreldrið eða bæði eigi erfitt og lætur það bitna á barninu  í einhverju formi.

Þetta er samt svo ríkt í okkur mannfólkinu, það má vera svo vakandi fyrir þessu í öllum samskiptum til dæmis á vinnustöðum, það þarf ekki nema að það komi manneskja sem ENGIN þolir vegna einhvers og þá er byrjað að hvískra og pískra og þagnir verða þegar manneskjan birtist í dyrunum síðan er gengið í burtu þegar hún kemur og hún/hann fær ekki að vera með í samræðum.

Þetta er ótrúlegt en ef fólki er ekki bent á þetta bara sí svona þá heldur þetta áfram en sem betur fer er tekið á þessu strax á mínum vinnustað ef eitthvað svona er byrjað að gerjast.

Ég hef líka lent í því sjálf á vinnustað að manneskjur hafa lagt mig í einelti með því að hundsa mig og setja út á allt sem ég gerði. Ég var nokkrum sinnum á næturvöktum með henni og hún talaði ekki við mig allan tíman fannst ég örugglega langt fyrir neðan sína virðingu og gaf það sko fyllilega í skyn sem látbragði og hegðun án þess að segja neitt.  Ég var reyndar ekki sú eina sem hún hagaði sér svona við en ég ætla ekki að reyna að lýsa því hvernig mér leið þessar næturvaktir sem ég þurfti að vinna með henni. Tek það fram að þetta var ekki á þeim vinnustað sem ég er á núna.

Knús til þín Milla mín og eigðu góðan dag.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:29

2 identicon

Það er margsannað að einelti gagnvart fullorðnum og fullorðnir t.d kennarar sem leggja börn í einelti hefur ekki verið viðurkennt. Hef farið á fyrirlestra í sambandi við það og það virðast ekki vera til svör einu sinni við því og því oftast kveðið niður. Hörmulegt og eitthvað sem vert er að skoða og pæla í að einhverju viti.  ein sem talar af reynslu Gagnvart kennara til barns...:=(

hindin (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:30

3 identicon

Vil benda ykkur á blogg sem hún Martasmarta skrifaði í gær og hvað ykkur finnst um það og svörin sem þar koma fram. http://martasmarta.blog.is/blog/leshringur/entry/648525/

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín fullorðið fólk viðhefur einelti vegna þess til dæmis að aldrei hefur verið tekið á vandamálum þeirra manneskju frá barnsaldri.
Einelti skapast einnig af hroka í fólki, það þykist yfir aðra hafið.
Knús til þín Auður mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 11:28

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín einnig elsku Dóra mín, ég er að fara í vinnu, ert þú ekki að vinna?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir gott innlegg Jónína mín, er hjartanlega sammála þér.
Auðvitað getur við sagt frá mörgum dæmum um þessi anstygðar mál, en aðalatriðið er að stoppa þetta strax.
Knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 11:32

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hindin mín kær veit um svona dæmi þó nokkur og er þetta það ljótasta af öllu ljótu er kennarar og annað starfsfólk skóla viðhefur slíka vanvirðingu.
Knús á þig
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 11:34

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Auður mín það er erfitt að skilja það, en það verður bara að leysa þetta og stoppa.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 11:36

9 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góð umræða her. En maður getur líka orðið fyrir einelti af eiginmanni  eins og öllum öðrum, það mætti líka koma í umræðuna, ég held að það sé mjög slæmt einelti að búa við

Kristín Gunnarsdóttir, 23.9.2008 kl. 13:46

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einelti er alltaf slæmt Stína mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 16:15

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Einelti er alls staðar. Eineltið dafnar af því að þeir sem verða fyrir því þora ekki að segja frá. Það verður að skera upp herör í þessum málum og gera öllum ljóst að einelti er EKKi viðurkennd hegðun.

Helga Magnúsdóttir, 23.9.2008 kl. 16:19

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Helga mín stuðlum að því
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband