Fyrir svefninn.

Merkilegt hvað fólk getur drottnar, já drottnað yfir fólki,
Hafið þið ekki orðið vör við það? JÚ víst bara ef þið hugsið smá.
Drottnar yfir öllum sem eru fyrir þeim á einhvern hátt,
En ég er svo vitlaus að það er engu lagi líkt,
þess vegna hef ég aldrei látið drottna yfir mér.
Jú ég skrökva því, en eftir þau ár tók ég það í mig að engin
skyldi fá að drottna yfir mér oftar, held að ég hafi staðið
mig í því.
Ég tek mig bara til og þurrka þá út sem reyna að drottna yfir mér,
það kallast bara heimska , er það ekki annars?

                        Skapadægur.

            Hann gerði sér hest úr hugarviti,
            svartan hest úr sorg,
            söðul úr skapadægri,
            beisli úr baktali og rógi.
            Stekkur stoltur á bak
            stolta hestinum góða,
            geysist með gusti og gný
            og góða vininum, Téra
            Æðir út með ströndu,
            öslar í votum sandi
            heim til mildrar móður.

                           Góða nótt
.HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er alltaf verið að reyna  að drottna yfir mér. En það tekst ekki ég er svo þrá.

Góða Nótt Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2008 kl. 21:22

2 Smámynd: Unnur R. H.

ja, ég held að ég hafi allaf látið drottna yfir mér ég kalla það að stjórna mér. Verð að fara að skoða þetta alvarlega

Unnur R. H., 24.9.2008 kl. 22:13

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Fyrirgefðu hvað ég kem seint inn en ég fór á stelpuflandur með góðum vinkonum.  Var að senda þér mail.  Góða nótt vinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 24.9.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Hún Dóra er frekjudolla,passaðu þig á henni árið eitthvað man ekki

Kveðja gamli villingurinn 

Ólöf Karlsdóttir, 25.9.2008 kl. 00:05

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín ég var sko í báðum flugstöðvunum gömlu og nýju er svo gömul

 kveðja ég

Ólöf Karlsdóttir, 25.9.2008 kl. 00:11

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Góðan daginn Milla mín, læt sko engan drottna yfir mér lengur

Kristín Gunnarsdóttir, 25.9.2008 kl. 07:59

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn allar skjóðurnar mínar.
Að drottna er að stjórna allavega túlka ég það þannig og ég skal alveg segja ykkur í trúnaði,( Dóra er nefnilega farin í vinnuna) að þær þessar elskur mínar segja míg stjórnsama, en ég er nú bara að láta hlutina fara betur, nei alsekki eftir mínu höfði

Þú ert nú ekki neitt eldri en ég Óla mitt gamla Hró og við erum sko ekki gamlar.þÚ VEIST NÚ EKKI HVAÐ ÉG BÝ VIÐ, SKO MEINA ÞESSA HÉR AÐ OFAN DÓRU.

Auður þó að það sé ekki hægt að drottna yfir manni þá þýðir það ekki að við drottnum yfir öðrum.

Unnur farðu að endurskoða

Stína mín það veit ég þú ert orðin svo sterk

Gott hjá þér Katla mín

Lady Vallý nú verð ég að fara að taka stelpu rassgatið í gegn,
segja það hér á blogginu að hún ráði yfir mérþoli þetta nú ekki.
Sendi þér svar Ía mín.

Knús til ykkar allra
Millaguys.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.9.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.