Fyrir svefninn

Þetta er saga af langafa og ömmu í föðurætt og hversvegna
afi og bræður hans tveir heita allir Sigurðar.

Árið 1887--'98 bjó á Hvallátrum bóndi, sem hét Guðmundur
Sigurðsson. Hann var fæddur á Neðra vaðli á Barðaströnd
sumarið 1835. Faðir hans var Sigurður Sigurðsson, sem kallaði
sig Breiðvíking, enda ættaður úr Breiðuvík. Feður þeirra Össurar
Össurarsonar, voru hálfbræður. Sigurður Breiðvíkingur var mikill
hagleiksmaður og víðkunnur bátasmiður,og var bæði vandvirkur
og stórvirkur.Kona hans og móðir Guðmundar hét Þórdís.
Hún var dóttir Jóns bónda í Botni í Tálknafirði.
Guðmundur var kvæntur Helgu Beatu Árnadóttur. Faðir hennar
var Árni Thoroddsen, sonur Jóns bónda Thoroddsen sem lengi
bjó á Hvallátrum, en áður á Hvalsskeri í Patreksfirði, og var
Árni þar fæddur. Árni á Hvallátrum og Þjóðskáldið Jón Thoroddsen
boru bræðrasynir.
Árni bjó í Kvígindisdal í Patreksfirði frá 1862--'70, en fluttist síðan að
Hvallátrum og bjó þar til æviloka, síðustu árin sem húsmaður.
Hann var kvæntur Sigríði Snæbjörnsdóttur frá Dufansdal, systir
Guðrúnar seinni konu Össurar, og Markúsar á Geirseyri.

Guðmundur og Helga voru gefin sama  árið 1885, og bjuggu þau
síðan í Hænuvík þar til þau fluttust að Hvallátrum.

Þau eignuðust þrjá sonu og sá fyrst fæddist 1886 og var skýrður
Sigurður Andrés. Ári seinna fæddist sonur tvö og var hann skýrður
Sigurður. Sá yngsti fæddist 28/7 1893. hann var skýrður tveim nöfnum
eins og sá elsti og var það Sigurður Jón, og er það afi minn.
Undarlegt að skýra þrjá syni sína sama nafninu, en það voru ástæður
fyrir því. Þegar langamma gekk með sitt fyrsta ætlaði hún að yngja upp
föður sinn, en hana dreymdi skömmu eftir að hún ól drenginn, að til
hennar komu tveir menn. Annar kvaðst heita Sigurður Jónsson og
hafa búið í Breiðuvík, hinn Sigurður Sigurðsson, Breiðvíkingur, það
vissi hún að voru komnir feðgarnir afi og langafi drengsins.
Sigurður leit son sinn óhýru auga og sagðist vilja ganga fyrir með
nafnið og eiga það einn, ég skal bíða sagði hinn. þegar langamma
varð vanfær í annað sinn kom til hennar Sigurður Breiðvíkingur og
sagði, þú manst eftir mér nú bíð ég ekki lengur.
þar með var drengurinn skýrður Sigurður.
Þegar afi minn fæddist þá hélt nú langafi að hún vildi skýra eftir föður
sínum, en nafnið var Sigurður Jón.
Svona er sagan sú. Þrjóskan í vestfirðingum hefur löngum fræg verið.

                                          Góða nótt.HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Og ég hélt að fólk hefði oft skýrt börnin sín sama nafni til að vera viss um að eitthvert lifði.  Til dæmis átti langafi minn þrjár systur sem allar hétu Guðrún. Ég kann ekki söguna hvers vegna, man bara eftir að þær voru skylgreindar, Gunna litla, Gunna heyrnalausa og Gunna fyrir norðan.

Margt er skrýtið í kýrhausnum, kvitt og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 19.11.2008 kl. 21:19

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekta vestfirskt......draumanöfn. Fólk þorði ekki annað en að hlýða. 

Góða nótt

Hólmdís Hjartardóttir, 19.11.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Merkilegt að allir þessir menn heita það sama og bræður í þokkabót.

Ja hér. Hafðu það gott.

Kv frá kuldanum á Spáni, Gleymmerei og Emma.

Takk fyrir kvittin á síðuna mína.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 19.11.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Erna

Gaman að þessari sögu  Fengum góðar og jákvæðar fréttir í kvöld og erum öll bjartsýn eftir samtal við læknir. Guð gefi þér góða nótt elsku Milla mín og mikið hlakka ég til að hitta þig

Erna, 19.11.2008 kl. 23:10

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skemmtileg saga.  Góða nótt Milla mín.

Sigrún Jónsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Góð saga. Góða nótt Milla

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:06

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 20.11.2008 kl. 09:08

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar. Já Dúna mín margt gerðist hér áður og fyrr sem við erum eigi alveg að skilja

Ein frægasta persóna í ,, Pilti og stúlku,” eftir Jón Thoroddsen er Gróa á Leiti , alræmd kjaftadýfa og slúðurkerling. Hún hafði að orðtaki, ,, ólyginn sagði:
Auður mín þar getur þú lesið um Gróu á leiti. Nafnið Gróa á leiti er fargammalt  og þær sem fengu þetta viðurnefni voru eigi vinsælar, nema til að segja sögur á bæjunum. Ennþá dag í dag eru til svona persónuleikar, en ná engum vinsældum nú til dags nema hjá sínum líkum.
En nú fer ég í leitir af svona sögum

Já Hólmdís mín fólk var hlýðið hér áður og fyrr, allir lifðu þessir menn vel og lengi.

Ljós til þín Gleymmerei mín

Já hann var sko yndislega góður maður hann langafi þinn
elsku Dóra mín

Erna mín gott að þið fenguð góðar fréttir og hlakka mikið til að knúsa þig

Ljós til ykkar Sigrún, Sólveig og Huld.

Ljós og kærleik í daginn ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2008 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband