Jólaljós og gott viðmót.

Jólaljósin þau gera heilmikið, ég átti tíma hjá lækni í gær svona
aðallega til að ræða sneiðmynd sem ég fór í um daginn og þeir
vildu nú helst taka mig í einhverja mílógrafíu
sem er leiðindamyndataka og ég sagði strax að ég mundi vilja
tala við minn lækni áður en ég segði já við því að fara í þetta bara
þarna daginn eftir,
ég spurði minn lækni hvað yrði hægt að gera ef eitthvað kæmi í ljós
dýpra en við vitum úr  sneiðmyndinni sem eru festingar við
mænurótarenda, ég vissi nefnilega svarið.
það er að afar sjaldan og eigi fyrr en allt er komið í þrot að farið er í
inngrip vegna svona festu, því þeir vita ekki hvort nokkur bati muni
fást við aðgerðina og jafnvel gæti ég orðið verri.
Held að ég sé að útskýra þetta rétt.
Sko það borgar sig ætíð að spyrja ekki bara að segja já og amen við
öllu sem þeir leggja til, ekki að ég sé að setja út á þá verð nú bara að
segja að starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri er yndislegt.
Nú mun minn lækni leggja myndir og sögu fyrir bæklunarlækni á Akureyri
og fæ ég nú ekkert að vita um þetta fyrr en eftir áramót.
Síðan viktaði hann mig og hafði ég þyngst um 400 gr. en hann var nú ekki
að skamma mig fyrir það þessi elska, því ég væri á svo góðri leið og eitt
sem væri gott við mitt áform að ég væri ekki að missa móðinn þótt á móti
blási.
hann spurði mig hvort það væri eitthvað að íþyngja mér?
Þá sagði ég honum bara sannleikann um Írisi mína og þessar milljónir og
svínaríið á sonum Gísla sem hafa fallið á hann einnig dónaskapinn
frá þeirra hendi gagnvart pabba sínum.
Jæja svo ég fékk smá sálfræðihjálp í leiðinni.
þessi læknir minn er sá flottasti sem ég hef vitað, hann vílar ekkert fyrir
sér og fórnar sér fyrir fólkið sitt. Við erum afar heppin að hafa hann.

En svo ég komi nú aftur að jólaljósunum þá er ég kom út að gá hvort
Gísli væri fyrir utan, (en ég hafði nefnilega farið út til að segja honum
að það yrði nokkur seinkun því það hefði komið eitthvað upp á hjá
læknum hvort hann vildi ekki bara fara á pósthúsið og svo heim ég
mundi hringja er ég væri búin)
þá sá ég jólaljósin út um allt og hann bíðandi í bílnum og Neró
dillandi sér er hann sá mig og er við ókum niður í bæ blöstu við mér
jólaskreytingar um allt og ég fylltist bara gleði við þetta,
Gísli spurði eigum við að fara beint heim? Nei sagði ég: ,,Við skulum
koma í Kaskó og kaupa okkur eitthvað gott að borða", og gerðum við
það svo er heim kom blöstu við mér jólaljósin hér heima í öllum gluggum, 
síða tendraði ég á kertum á meðan Gísli hellti á góðan kaffisopa, á
meðan ég var að drekka kaffið fór ég að hugsa hvað ég ætti gott
því ég á svo góða fjölskyldu.

Jólaljósin og gott viðmót bjargaði deginum mínum.

Hugsið um ljósið kæru vinir.
Milla.
Heart



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hafðu góðan dag, jólaljósin gleðja og veita byrtu í sálartetrið.

Ljós til þín Kv Brynja og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 11.12.2008 kl. 08:19

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já þau ylja jólaljósin. 

Ía Jóhannsdóttir, 11.12.2008 kl. 08:37

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan daginn elsku vinkona og ljúfar kveðjur:):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.12.2008 kl. 09:45

4 identicon

´Þau eru flott í skammdeginu ljósin og það er góð ráðstöfun síðustu ára hjá borginni að láta þau lifa eitthvað inn í þorra. Hafðu það sem best ljúfust.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 09:47

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Halltu í bjartsýnina mín Elskuleg.. Vertu sterk í bæninni þinni.  Þú ert rík, haltu því á lofti.  Þar ert þú sterkust..Veraldleikinn er annað, en ekki óttast hann.  Ljós og kærleikur til þín inn í daginn og til þíns fólks. 

Sigríður B Svavarsdóttir, 11.12.2008 kl. 11:18

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir hlý orð skjóðurnar mínar já þau eru yndisleg jólaljósin og dýrðin í kringum þau, en fjölskylda og þið vinir mínir eruð ljósin allt árið.
Knús í krús til ykkar allra
Milla sem lagði sig aftur og var að vakna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2008 kl. 11:20

7 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Sigríður B Svavarsdóttir, 11.12.2008 kl. 11:40

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Milla, ég sé fyrir mér litla bæinn minn, ljósum prýddan og á sama tíma sé ég fyrir mér jólaljósin eins og þau voru 1965 og þar um kring, þá var stór bjalla yfir götunni hjá Kaupfélaginu og alltaf spennandi þegar hún kom upp. Kær kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 12:09

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Æ, knúsí músí .. það skiptir auðvitað öllu máli að hafa almennilega lækna sem tala mannamál (og eru helst svolítið mjúkir) .. það finnst mér a.m.k. 

Gangi þér svaka vel og ég sendi hlýju og ljós og bara allan pakkann eins og hann leggur sig til þín.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.12.2008 kl. 12:14

10 identicon

Takk fyrir kæra Milla að deila hugrenningum þínum með okkur.  Varðandi Formannshúsið, gerði smá rannsókn í hádeginu.  Það stendur við Garðarsbraut 2 við bakkann. Samkvæmt Fasteignamatinu er það byggt 1898, sem sagt eldri en blessaða kirkjan. Já, þarna sleit ég víst fyrstu hvítbotna gúmmiskónum mínum.  Hér er mynd af því.  Af svona hálfu leyti, eina sem ég fann i bili.  Eigðu ofsalega góðan dag.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 12:51

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já jólaljósin gleðja. 

Já Einar Formannshúsið er orðið svo fallegt í dag.  Hefurðu séð það nýlega?

Millaa mín njóttu ljósadýrðarinnar.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.12.2008 kl. 15:14

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín takk fyrir þín orð stundum nær maður ekki taki, en ég er nú að verða sjóuð í því sem betur fer og treysti á minn styrkleika í bæninni og trúna á hið góða.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2008 kl. 15:42

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ljós til þín Ásdís mín
Milla

Takk fyrir pakkann Jóhanna mín fann fyrir honum er hann kom
ljós til þín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2008 kl. 15:44

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nú veit ég Einar þetta hús er bara undurfallegt bæði að innan sem utan.

Það stendur á hinu horninu á móti Pálshúsi, því sem dóttir mín á.
hennar hús heitir Héðinsbraut 1 í dag.
ég segi við þig eins og Ásdísi komin tími á að koma norður og skoða sig um  bærinn okkar er bara yndislegur.

Hólmdís ekki væri nú verra ef allir gætu komið á sama tíma, það yrði fjör hjá okkur. Þið stefnið að þessu.

Ljós til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2008 kl. 15:53

15 identicon

Þau gera mikið jólaljósin í öllu þessu myrkri ekki veitir okkur af að hafa jólalegt í kringum okkur. Það er að hvessa hér á suðvesturhorninu en vonandi fjúka ekki öll fínu jólaljósin niður hjá þeim sem eru búin að setja þau upp. Mér finnst eins og útijólatrén séu líka stærri en oft áður og á fleiri stöðum það er líka gott.

Já Milla mín það er ekki gaman að vera að borga skuldir sem aðrir hafa stofnaði til, skil vel að þú sért ekki ánægð með það.

Ljós og gleði til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 17:11

16 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Leiðinlegt að heyra þetta með skuldirnar sem hafa fallið á ykkur, það er hverjum manni nóg að borga sínar eigin skuldir  fæða sig og klæða og fl. En jólaljósin gleðja. Hér á mínu heimili eru komin jólaljós í hvern glugga og útiljós líka. Takk fyrir hlý orð á minni síðu. Kærleikur til þín Milla

Ps. Vona að læknarnir geti hjálpað þér. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 17:33

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Jónína mín já ég sá að það á að hvessa hjá ykkur, það er eiginlega það eina sem ég horfi á það er veðrið, aðrar fréttir eru bara niðurdrepandi nenni ekki að hlusta á þetta rugl.
og satt er það að ekki er neitt skemmtilegt að vera að borga fyrir aðra,
það er bara spurning hvað maður getur það lengi með þessu áframhaldi.
Annars reddast þetta allt er ég vinn í víkingalottóinu
Ljós til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2008 kl. 20:15

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sólveig Þóra mín takk fyrir þitt innlegg.
Guð veri með þér og þínum.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2008 kl. 20:17

19 Smámynd: Heidi Strand

Þú ert heppin að hafa svona yndislegan læknir og fjölskyldu.
Jussi Björling kom mér í jólaskap í dag.

Heidi Strand, 11.12.2008 kl. 20:52

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hei på dig Heidi var finner jag  Jussi Björling er han på tou tupe.
Hjertlig hilsen
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband