Fyrir svefninn.

Þegar ég var stelpuskott átti ég heima á Laugateig 15 í
Reykjavík, ég hef verið er þetta gerðist um 8 ára og var ég
ætíð að hjálpa mömmu minni eitthvað, var svo mikil búkona
eins og ríkt hefur verið í minni fjölskyldu allar götur.
Það voru að koma jól allt á fullu búið var að baka alla dalla
fulla af smákökum og var það afar vinsælt hjá mér og bróðir
hennar mömmu sem bjó hjá okkur að fara fram í eldhús og
reyna að nappa í nokkrar kökur, en oftast heyrðist í mömmu:
" hvað eruð þið að gera" hún þekkti nú sitt heimafólk.

það hagaði þannig til í þá daga að loka mátti stofum, eigi var
allt opið eins og í dag.
Á aðfangadag fórum við mamma inn í stofu og vorum að gera
eitthvað, það mátti engin koma inn og sjá jólatréð fyrr en kl 6.
Við læddumst út aftur og ég var á eftir mömmu og lokaði
hurðinni, einhver fyrirstaða var, svo ég opnaði aftur og skellti
svo að öllu afli aftur hurðinni, guð þá heyrðist þetta hryllilega
öskur, við mamma inn í stofu, hafði þá ekki Nonni bróðir 4 ára
laumað sér inn og ætlaði nú vel að skoða er við lokuðum hurðinni
aftur, en eigi fór eins og hann hafði ætlað hann stóð bak við hurðina
og hafði sett litlu puttana sína í falsinn á hurðinni, þarf nú varla að
taka það fram hvað hann klemmdist rosalega og ég finn ennþá til er
ég hugsa um þennan atburð.
Ekki fékk hann neinar skammir litli prinsinn, því hann meiddi sig svo
mikið, Gilsi bróðir var næstur mér og svo Nonni, Ingó og Guðni komu síðar.

Maturinn þetta kvöld eins og öll önnur aðfangadagskvöld voru rjúpur
súpa á undan og fromage á eftir.
Svo maturinn hefur ekkert breyst í áranna rás.

Það sem hefur breyst er að núna njótum við allra jólaljósanna á
aðventunni og gerum allt mögulegt skemmtilegt saman.
fjölbreyttari matur og gjafirnar eftir því.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Milla fyrir svona fallega og sanna kvöldsögu.  Frábær lesning um góðar tilfinningar sem við öll, að ég vona, þekkjum.  Góða nótt á móti.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Minningar æskuáranna eru svo mikilvægar og m.a.s. slysin verða ljúfsár ef þau ollu ekki varanlegum skemmdum

Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 10.12.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Tiger

  Úffff. .. ég fékk bara fyrir hjartað og fann gríðarlega mikið til í fingrunum þegar ég las um hurðaskellibjöllu og litla bróður!

En guði sé lof fyrir að ekki varð úr mikið slys samt. Sammála Sigrúnu hér uppi - minningar æskuáranna eru mikilvægar og gulls ígildi - og þá með talin óhöpp og slys ef þau eru ekki alvarleg.

Hjá mér er sami matur og var þegar ég var barn - öðruvísi gjafir og umstang en sömu siðir þó!

Takk fyrir ljúfar minningar úr æsku Millan mín - sendi þér hlýjar kveðjur inn í nóttina!

Tiger, 11.12.2008 kl. 01:13

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir innlitin kæru vinir.

Einar hvar stendur formannshúsið?

Heilsist henni vel henni Jónu okkar Dóra mín.

Auður mín ljós til þín

Sigrún mín ljúfa kona, það urðu eigi varanleg meiddi, hann varð allavega húsgagnasmiður fyrir rest.

Lady Vallý það var aldrei farið í kirkju heima hjá mér á aðfangadagskvöld

Já hurðaskellibjalla var ég svo sannarlega Tiger míó míó, hlutirnir áttu sko að ganga upp og það strax.

Við ættum kannski öll að koma með okkar minningar úr æsku það er svo gaman að lesa þetta, maður hverfur aftur í tímann og verður litill aftur.
Ljós í daginn ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.12.2008 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband