Þjóðsögur og munnmælasögur.

Hér fyrr á öldum, var ævilega haldinn upplestur á kvöldum.
stundum úr þeim bókum sem til voru eða það voru sagðar
munnmælasögur, það er sögur sem gengu á milli manna og
urðu sumar hverjar af þjóðsögum.
Feitasti bitinn þótti vera er förufólkið bar að garði, dvaldi það
þá iðulega dá-nokkra daga og sagði sögur sem það hafði lapið
upp á hinum ýmsu bæjum.
Voru þær að sjálfsögðu ýktar mjög og eftir því sem förufólkið var
trúverðugt í sínum ýkjum fékk það að vera lengur, eins ef það
hafði skemmtilega frásagnargáfu.

Til dæmis þær sögur og vísur sem ég hef verið að færa ykkur úr
Íslenskri fyndni, má örugglega mínusa um helming, en fjandi
eru þær skemmtilegar.


Í gærkveldi er ég var að fara að sofa, glaðvaknaði ég við þá hugsun
hvernig ætli framtíðar förusögurnar verði?
Jú þótt trúlega við aldrei förum aftur til þeirra fortíðar að í torfbæjum
búa þá verða förusögurnar ætíð til.

Þær verða nú örugglega færðar í skemmtilegar sögur af þeim sem
gaman hafa af að segja til.

Við vitum nú líklegast hvernig þær verða, jú, um fjárglæframenn,
útrásarsnillinga, bankamenn, stjórnmálamenn/konur, Gala og
glimmer, hástéttir og annað það hyski sem nú hefur komið þjóðinni
á kaldann klakann.
Og það verður lágstéttin sem segir frá að vanda, í gegnum aldir.

Það verður gaman fyrir barnabarnabörnin okkar að hlusta á þennan
ósóma, ef landið verður þá búið að rétta úr kútnum við skulum athuga
það að hástéttinni gæti bara fundist svo flott að trjóna enn hærra en
það gerir í dag að það haldi bara þessum aðstæðum, en hjálpi mér
nú er víst minn hugsunarháttur komin aftur í fornöld.

Eigið góðan dag kæru vinir
Milla.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag Milla

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 07:17

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Hallgerður mín, er ég ekki dugleg að vakna svona snemma?
Var reyndar tilneydd

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2009 kl. 07:22

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Knús í daginn Milla mín

Huld S. Ringsted, 14.1.2009 kl. 08:03

4 Smámynd: Brynja skordal

Góðan og blessaðan daginn Milla mín Hef verið ansi löt að nota mbl bloggið en það hlýtur að koma hafðu ljúfan dag elskuleg

Brynja skordal, 14.1.2009 kl. 09:47

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Eigðu góðan dag Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 14.1.2009 kl. 11:03

6 Smámynd: Anna Guðný

Upplestur á kvöldin er mjög vinsæll á mínu heimili.

Hafðu það gott í dag Milla mín.

Anna Guðný , 14.1.2009 kl. 12:33

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Hann var einnig vinsæll á mínu heimili, en við völdum lesefnið Anna Guðný mín takk allar fyrir innlit
Knús í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.1.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.