Fyrir svefninn.

                     Hauskúpan.

Einu sinni var tekin gröf í kirkjugarði nokkrum, og kom
upp mikill gröftur. En eins og vandi er, var hann látinn
niður með kistunni. Um nóttina dreymdi konu
Kirkjubóndans, að kvenmaður kæmi til hennar; Hún
Kvað:
        ,,gengið hef ég um garðinn móð,
        gleðistundir dvína,
        hauskúpuna, heillin góð,
        hvergi finn ég mína."

Síðan lét konan leita, og fann hauskúpuna fyrir utan
Kirkjugarðinn, er hundar höfðu borið út úr honum,
meðan beinin lágu uppi, án þess því væri veitt eftirtekt.
Konan lét jarða kúpuna og svaf síðan í næði

       **************************

Jæja á sunnudaginn er bloggvinahittingur á Akureyri og læt
ég það eigi eftir mér að fara, veit hvað það mundi kosta heilsuna.
Ég byrja á að taka þetta lyf í kvöld sem á að hafa áhrif á
taugaendana, bara vonandi því þá get ég hætt að fara á svona
Íbúfen kúra, eða vonandi. Ég þoli ekki að taka svona verkjalyf,
finnst alveg nóg að þurfa að taka þessi blessuð hjartalyf.
En þetta nýa lyf trappar maður upp í fullann skammt á nokkrum dögum
,
það er að segja ef ég fæ ekki aukaverkanir sem ég trúlega fæWink

ofnæmispúkinn sem ég er.

Hér fáið þið eina góða eftir hana Ósk.

Munaður
.

Gert á þeim tíma þegar Jóhanna Sigurðardóttir
andskotaðist sem mest út af spillingunni í
bankakerfinu.

Ég elska að lifa og leika
laxinn að veiða og reika
um ókunna strönd
og allskonar lönd,
upphefst þá öfundin veika.

Þú mátt ekki veiða eða veita
vinunum tár eða leita
á fallega strönd
með frúna við hönd,
en hver myndi kræsingum neita.

Að stöðunni stærri og meiri
stefni ég ótrauð og keyri
svo Jóhönnu á
þá jaðrana má
og lifi svo flott eins og fleiri.


Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skemmtu þér vel á Akureyri

Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hólmdís mín ég fer ekki þori ekki að kúldrast í bíl þessa leið út af bakinu.
Knús í helgina þína
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Anna Guðný

Leiðinlegt að þú kemst ekki Milla mín en við munum hugsa stíft til þín.

Góða helgi.

Anna Guðný , 16.1.2009 kl. 21:28

4 identicon

Góða kvöldið mín kæra.  Hauskúpan var hressandi.  Leiðinlegt að heyra hvað skrokkurinn þinn er að láta illa við þig.  Svona by the way, takk fyrir beiðnina á "bókinni", hún er í nefnd áður en ég svara.  Sé þar líka hvað þú ert vel menntuð í fótboltanum í Englandi og sjálfsögðu búinn að gefa þér mitt álit á því.  Reyndu svo að hvílast vel í nótt og njóta helgarinnar eftir bestu getu.  Knús og kveðjur úr Mosónum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 21:34

5 Smámynd: egvania

 Milla þú verður bara að hugsa eins og ég það er andskotans sama hvar ég er ég finn alltaf jafn mikið til.

Vina mín bara að bryðja verkjalyf.

egvania, 16.1.2009 kl. 21:42

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Leitt að þú missir af bloggvinahittingi Milla mín.  Góða nótt

Sigrún Jónsdóttir, 16.1.2009 kl. 22:16

7 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín ég fer að setja keðjurnar undir

Erna, 16.1.2009 kl. 22:46

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já svona er það Anna Guðný mín þegar ég hef ekki einu sinni farið niður í búð síðan fyrir jól, þá er það slæmt.
Verð með ykkur í huganum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2009 kl. 08:51

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn takk fyrir að telja mig vel menntaða í fótboltanum, en fjölskyldan er búin að vera afar greind síðan börnin mín komust á fótbolta-aldurinn. Já búin að sjá dóm þinn á facebokk, Takk,
Mun bara njóta þess að vera heima um helgina.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2009 kl. 09:01

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ásgerður mín þetta er nefnilega svolítið meira en venjulega, kæmist ekki einu sinni upp stigann
Knús til þín og takk fyrir alla baráttuna, þú ert yndisleg

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2009 kl. 09:02

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín það kemur hittingur eftir þennann, svo get ég hitt þær næst er ég fer til Akureyrar,

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2009 kl. 09:04

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Erna mín það er búið að moka allt svo þú þarft engar keðjur, enda ertu á Subaró

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2009 kl. 09:05

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý það er ekki hollt fyrir þig að fara svona seinnt að sofa

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband