Fyrir svefninn.

100_7666.jpg
Þær komu í dag tvíburarnir mínir og rétt á eftir kom litla ljósið
manna hennar og pabbi voru að fara á borgarafund.
Það var mikil gleði er þær hittust frænkur eins og ævilega.
Dóra kom í bæjarferð til að versla inn til matar og er hún var búin
að því þá fengum við okkur Brunch.
Nú þær fóru svo heim um 5 leitið og litla ljósið mitt fór að gráta
hún vildi ekki missa þær, en þær lofuðu að koma næstu helgi og gista.
Ég kláraði að horfa á Anastasíu með henni, aðeins í tölvuna, síðan
hún inn á You Tube til að dansa með Sollu úr Latabæ.
Þegar afi kom heim fórum við í mat til Millu og Ingimars, fengum að
sjálfsögðu gourmet mat hjá þeim.

                ******************************

Hér kemur smá gott frá henni Ósk.


Að vera með eitthvert vol á
vísnakvöldum þar sem Pétur Pétursson
er hefur enga þýðingu. Ég sá fyrir mér
hvernig hann mundi orða það.

Sé ég í anda sótraftinn
segja, nú brúkaðu kraftinn
í stað þess að vola
og stand' eins og rola
þá opnaðu andskotans kjaftinn.

Eftir einhverja smánarhækkun á kjörum
öryrkja.


Öryrkjarnir mega muna
misjafnt gengi liðin ár.
þeir sem vilja ei vesöld una
verða að gifta sig til fjár.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 17.1.2009 kl. 21:20

2 identicon

Frábært að dagurinn hafi verið svona góður hjá ykkur öllum.  Góðar vísur og eiginlega orð að sönnu...góða nótt.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:37

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Fallegar ungar dömur..Góða nótt Elskuleg..

Sigríður B Svavarsdóttir, 17.1.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt elsku Milla mín þú átt falleg barnabörn.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2009 kl. 22:17

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 17.1.2009 kl. 23:05

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Flottar prinsessur Er að skríða saman þetta er búið að vera hreint helvkveðja og knús Óla

Ólöf Karlsdóttir, 18.1.2009 kl. 00:43

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Góðan daginn Milla mín, Skemmtileg færsla hjá þér og flottar skvísur. Eigðu góðan dag

Erna Friðriksdóttir, 18.1.2009 kl. 06:00

8 identicon

Þetta er skemmtileg mynd af þeim frænkum, englaljósunum þínum.

Knús og mikið ljós til þín svona eldsnemma.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 07:41

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk öll fyrir innlitið, já dagurinn er ætíð yndislegur er við erum saman fjölskyldan.

Það er nú bara rétt að ég trúi því að Jónína sé komin á fætur, en það er ein skýring: ,,annar hvort er hún farin í vinnuna eða hún hefur verið að koma af næturvakt.

Vísurnar eru sannleikur

Dóra komin á facebokk, þá sér maður hana ekki mikið á meðan hún er að vista allt sem hún þarf, en þetta er bara gaman.

Ljós inn í ykkar dag
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2009 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.