Lesa! Hugsa! Vakna!

Það er um svo margt að hugsa eftir góðan lestur greina
sem bæði birtast í blöðum, bloggi og á facebokk.
Málið er að það er eigi nóg að lesa og hugsa, það þarf
að vakna til lífsins með hvað og hvernig á að leysa úr
því sem lesið er um.
Ég hef eignast góða vini hér á blogginu, vini sem ég hef
kynnst og treysti, takið eftir treysti.
Grunnurinn af því að geta og vilja eiga vini er að þeim sé
treystandi
, eruð þið ekki sammála því?

Fólk sem svíkur traust er yfirleitt fólk sem er í einhverjum
vandamálum með sjálfan sig og hægt að lýsa því oftast með
orðunum: ,, þeim hefur ætíð vantað ást og umhyggju."
Eru jafnvel að kaupa sér vinskap með kjaftagangi, sem er
bæði sannur og upploginn.

Þetta vesalings fólk eignast aldrei sanna vini, því í raun vill
engin til lengdar eiga svoleiðis vini.

Mikið vildi ég óska þess að þetta fólk gæti skoðað inn í sjálfan
sig, unnið í sínum málum og komið svo fram og notað orkuna
sína í góðar þarfir. Það fer nefnilega heilmikil orka í það að búa
til sögur og reyna að halda því uppi að vera trúverðugur.

Ég hef orðið vör við miklar breytingar á blogginu á síðasta ári
margir hafa hætt og aðrir eru að hætta eða að minka að blogga
vegna??? Já það er stóra spurningin.

Í okkar heimi í dag eru að gerast ljótir hlutir eins og stríð, hrun
og höfum við eins og allir vita eigi farið varhluta af efnahagshruni
alheimsins og Íslands, þess vegna er afar nauðsynlegt að við
stöndum saman, séum einlæg í okkar skrifum og gjörðum.
Bloggið er góður miðill að tala um við vini sína hvað þeim er efst
í huga og liggur þyngst á þeim. Þetta má eigi skemma með
ljótum skrifum eða kommentum.


Börnin? Já það þarf að huga að þeim bæði í skólanum, heima
og ekki síst í frítímanum. Hvað eru þau að gera, eru þau dauf,
eða reið, skapill, hreykin og þá af hverju eða bara glöð sem væri
það yndislegasta.

Til þess að við getum sinnt þeim eins og skyldi þurfum við sjálf
að vera heil og glöð og hver getur ekki verið það með börnunum
hvort sem þau eru manns eigin eða annarra?

Ég gæti nú efalaust haldið áfram í allan dag, en þá myndi engin
nenna að lesa þetta hvað þá hugsa eða vakna.

Fagnið lífinu og njótið þess.
Kveðja Milla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góður pistill hjá þér Milla mín

Eigðu góðan dag, þín verður saknað

Huld S. Ringsted, 18.1.2009 kl. 10:42

2 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - góður pistill

Sigrún Óskars, 18.1.2009 kl. 10:46

3 Smámynd: M

Mikill sannleikur í orðum þínum og gott að hafa það hugfast inn í daginn <3

M, 18.1.2009 kl. 10:47

4 identicon

Mæltu heilust Milla mín.  Frábær færsla, orð í tíma töluð.  Ég byrjaði að kíkja inn á bloggið í nóvember og hef á þeim stutta tíma því miður séð það gerast sem þú ert að nefna.  En auðvitað er margt ofsalega gott hér líka.  En bloggið er að mínu mati þverskurður af mannfólkinu.  Allt það ljótasta þrífst og allt það besta.  Og allt þar á milli að sjálfsögðu.  Það á ekki að þegja um þetta og eigðu hrós skilið að þora að ræða þetta opinberlega.  Undir eigin nafni.  Meira en margur annar gerir.  Eigðu svo góðan dag mín kæra og njóttu hans í botns.  Kæra kveðja.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:02

5 Smámynd: Ragnheiður

Góður pistill Milla, eigðu góðan dag

Ragnheiður , 18.1.2009 kl. 11:10

6 identicon

Frábær pistill hjá þér Milla mín, svo mikið satt og rétt.  Ég vil einnig taka undir með Einari hér að ofan, snilldarlega vel orðað

Knús og kærleik í daginn þinn mín kæra

Auður Proppé (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:20

7 identicon

Mjög góður pistill hjá þér, Milla mín!

Knús til þín.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 11:33

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Eins og talað út úr mínu hjarta.  Takk fyrir þennan frábæra pistil Milla mín.  Orð í tíma töluð!   Eigðu góðan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 18.1.2009 kl. 11:39

9 Smámynd: Anna Guðný

Eins og talað úr mínu hjarta líka Milla mín. Sammála því sem Einar segir hér á undan, bloggararnir eru jú bara þverskurður af íslensku þjóðinni. Bara eins og alþingismennirnir eru líka þverskurður af íslensku þjóðinni. Þar sem er gott, er slæmt líka. Svo er það bara okkar að ákveða hvernig við tökum á því.

Ég hef líka orðið vör við þessa breytingar á því ári sem ég hef verið hérna. Þeir eru auðvitað sterkasti sem skrifa mest um þjóðfélagið dag. Það fer auðvitað mest fyrir þeim sem láta reiðina stjórna lífi sínu og málið er að þeir réttlæta þetta fyrir sjálfum sér.Og valta svo yfir þá sem eru að reyna að taka á jákvæðan hátt á málunum og byrja á sjálfum sér. Get skrifað endalaust um þetta en ætli sé ekki nóg komið.

Mun sakna þín í dag.

Anna Guðný , 18.1.2009 kl. 12:21

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 18.1.2009 kl. 12:30

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Góður pistill Milla mín. Hvar værum við stödd án vina? Úff.

Rut Sumarliðadóttir, 18.1.2009 kl. 12:49

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Huld mín knús frá mér á hittinginn í dag, við erum afar góður hópur
og ræðum skemmtilega saman

Takk fyrir þitt innlit Sigrún Óskars.

Takk fyrir það Emmið mitt

Búkolla mín eigðu góðan dag

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2009 kl. 13:28

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einar minn þakka þér fyrir þín orð, að vanda eru þau bara góð.
Bloggið er að sjálfsögðu afar gott og hefur verið nýtt til svo margra hluta í góðum tilgangi.
Hef nú ætíð komið til dyranna eins og ég er klædd og eigi verið feimin við það.
Og veistu við hér gamla settið erum bara að hafa það mjög gott þó veðrið sé slæmt, ég var til dæmis fyrst núna að borða hádegissnarl, vaknaði ekki sko aftur fyrr en 12.30 svo núna er ég að fara í sjæningu ef þú veist ekki hvað það er þá spyrð þú bara konu þína sendi ykkur gleði og kærleik inn í dagrest.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2009 kl. 13:38

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín sömuleiðis til þín ósk um góðan dag til þín og þinna.


Auður mín takk fyrir elskan, var að tala við þig á faecbokk í morgun,
ert þú kannski í vinnunni?
Ljós í daginn þinn stelpa mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2009 kl. 13:42

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nafna mín í Eyjum takk og knús

Ía mín er enn þá svona kalt hjá þér?
takk og knús yfir hafið

Sömuleiðis Sigrún mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2009 kl. 13:44

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín, ég vissi það við erum á sama máli um svo margt.
Takk elskan fyrir að vera það sem þú ert, knúsaðu alla á hittingnum í dag og sérstaklega Ernu mína er þú hittir hana, hún kemur held ég ekki í dag.
Ljós og kærleik yfir til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2009 kl. 13:47

17 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Góður og þarfur pistill, kveðja á Húsavíkina.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 18.1.2009 kl. 15:28

18 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Orð í tíma töluð. Takk fyrir mig.

Helga Magnúsdóttir, 18.1.2009 kl. 16:12

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dúna mín kveðja til baka í stórborgina, ertu ekkert á leiðinni til mín?
Það er alltaf heitt á könnunni.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2009 kl. 16:24

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín takk sömuleiðis
Kveðja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2009 kl. 16:25

21 identicon

Já bloggið er bara alveg eins og samfélagið Milla mín við getum sem betur fer valið okkur vini á hvorum staðnum sem er. En mikið er ég sammála þér í því að það er betra að eiga vini sem maður getur treyst í blíðu og stríðu. 

Ljós fyrir kvöldið þitt.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:21

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svoleiðis verður það að vera Jónína mín, vinina vill maður eiga góða og trausta, en svo getur maður átt kunningja sem maður talar ekki eins við.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.1.2009 kl. 19:41

23 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður pistill

Kveðja

Hólmdís Hjartardóttir, 20.1.2009 kl. 02:03

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Hólmdís og hafðu það gott.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.1.2009 kl. 08:16

25 Smámynd: Ingibjörg Helga

Sæl Milla mín og takk fyrir.

Ég er svo fegin að þú ert ennþá að. 

Kossar og knús

Þín Inga

Ingibjörg Helga , 22.1.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband