Fyrir svefninn.

Það er ekkert betra en að eiga góðan dag og það er
ég búin að eiga í dag.
vaknaði reyndar með mikla verki, en vitið þeir hverfa
er fyrsta ljósið kemur til mín. Í morgun klukkan níu
hringdi síminn, það var Milla mín að bjóða okkur í kvöldmat.
Nú ég heyrði litla rödd segja: ,,Ég vill fá að tala við ömmu
hæ, hæ elskan ert þú að fara á leikskólann? já og amma
viltu biðja afa að sækja mig því ég ætla að vera hjá ykkur
í dag." Er eitthvað til yndislegra, afi sótti hana klukkan tvö.

Vinkonur mínar sem koma til mín á miðvikudögum voru
hressar að vanda og það var mikið hlegið, svo hátt heyrðist í
okkur að Gísli minn lokaði herberginu sem hann var í að horfa
á þingfréttir, hann má helst ekki vera án þeirra.

Nú hann afi sótti síðan ljósálfinn í fimleika, en ók okkur litla ljósinu
til Millu fyrst,
Við fengum æðislegan kjúklingarétt að borða, ekki nóg með það
þá fengum við með okkur heim hrogn, lifur, rauðmaga, steinbít
karfa og þorsk.
Það er veisla fyrir mig að fá svona fisk, ekki borða ég ýsu.
Bara yndislegt takk fyrir okkur elsku Ingimar og Milla.

                   **************************

Ég hef sett þetta ljóð inn áður,
geri það aftur og aftur ef mér lýður þannig.
Þetta er svo gefandi ljóð.

Að sigra

Stundum kemur örvæntingin
til mín eins og refsinorn
og öskrar í eyru mín
þú getur ekki gengið
þú getur ekki notað
hendur þínar.þegar sorgin sker í hjarta mitt
heyri ég hlýja rödd hvísla:
Hugur þinn skynjar heiminn
í sárustu sorg og dýpstu gleði.

Og ég finn kærleikann umvefja mig
í nálægð vina minna
eins og stjörnur jóla
sem lýsa sáttfúsum augum okkar.
og lífsgleði mín kemur á ný
og sigrar.

Ásdís Jenna Ástráðsdóttir.


Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða nótt, elsku Milla mín, eigðu ljúfa drauma

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Góða nótt, Milla mín. Gaman að eiga svona skemmtilega daga endrum og eins.

Helga Magnúsdóttir, 18.2.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 22:42

4 identicon

Takk fyrir daginn Milla mín og góða nótt. Kærar kveðjur frá okkur hér.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:57

5 Smámynd: Tiger

 Já satt er það að maður gleymir öllum eimslum og verkjum þegar maður fær í fangið blessuð börnin með sakleysi sitt og glaðværð. Það er gott að heyra að  þú áttir góðan dag Milla mín. Vina/vinkvenna hittingur er alltaf af hinu góða og nú á tímum bara nauðsynlegur því það léttir lundina og maður gleymir kreppunni um stund.

Fiskurinn að tarna er mér ekki alveg að skapi. Borða bara Þorskinn, hrogn og get borðað steinbít ef hann er steiktur í kókosmjölraspi. Hitt er ég ekki hrifinn af þó ég geti alveg borðað það. Ýsuna borða ég samt með fínni lyst - þó hálfgerð hrææta sé .. mmmm!

Knús og kram inn í nóttina ljúfan og hafðu það gott - og já - það er öllum nauðsynlegt að hrista stundum útaf harðadiskinum svo ekki klikki allt kerfið. Slíkt geri ég af og til - en safna aldrei þar inn einhverju sem ekki á heima þar ..

Tiger, 18.2.2009 kl. 23:57

6 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Namm mig langar í hrogn og lifur. Kvitt og knús

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 19.2.2009 kl. 01:04

7 Smámynd: Auður Proppé

Auður Proppé, 19.2.2009 kl. 08:54

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn kæru vinir.  já það er sko gott að fá svona beint úr sjónum, hvað varðar smekk Tigers míns á fiski er bara best mál ég borðaði líka alltaf ýsu en varð alltaf ómót af henni og það endaði í ofnæmi.

En piparsteiktur steinbítur er lostæti, en verð að prófa kókósmjölsraspið það er náttúrlega bara gott.

Knús til ykkar allra
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.