Fyrir svefninn.

Mér finnst þetta ekki mjög sanngjarnt eftir að hafa haft
stanslaust fjör í hálfan mánuð þá er bara grafarþögn í
húsinu og algjört tómahljóð því það fylgir þessum mæðgum
ekkert smá af dóti, er þær fóru heim í dag var bíllinn troðin
upp í topp, enda búið að versla eitthvað smá

Jæja afi ók þeim heim um hálf tvö og Ingimar og Aþena Marey
komu í kaffisopa, ég hef náttúrlega þær svo ég þarf ekki að kvarta.
Takk elskurnar mínar fyrir að vera svona yndisleg.

Á morgun koma miðvikudags vinkonur mínar og hlakka ég til þess.
Ég þarf einnig að fara að versla í brauðbakstur og svona ýmislegt í
sambandi við hollan mat eins og grænmeti í súpu og eitthvað í
morgunmat, maður þarf alltaf að vera að breyta til svo maður fái
ekki leið, finn út úr því á morgunn.


                         Skuldaskil.

Víst er ljúft að lifa, leika á þíða strengi,
þó eru manna meinin, mörg sem blæða lengi.
Það er gott að geta göfgað andans vilja,
leitast við að læra lífsins rök að skilja.
Enginn getur unað ævidaga glaður
ef hann ekki reynist einhvern tíma maður.
Ef hann ekki vinnur eitthvert verk sem stendur,
þó hann eignist aldrei auðn og stórar lendur.

Oft er gagn að eiga auðn og stórar lendur
en þó meir að eygja andans furðustrendur.
Eitt er auðna mesta, aldrei því að gleyma,
að standa hreinn í stafni, stríði tveggja heima.


Ei er segin saga sem þó miklu varðar,
hverjir sterkir standa, starfsmenn fósturjarðar,
hvaða hraustu hetjur heilsa björtum degi
þegar þyngstu björgum þoka skal úr vegi

Sorti sést í lofti, svipir margir þungir,
þið í þessum báti, þið eruð flestir ungir,
minnist þess að margur mjög því getur valdið
hvernig síðla að kveldi kallað verður gjaldið.


Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða nótt elsku mamma og amma og knúsaðu Neró sæta.

Dóra kroppur (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já það er sko tómlegt þegar að páskafrí fyllir húsið okkar :)       Knús til þín

Erna Friðriksdóttir, 15.4.2009 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband