Lesið þetta, bara gaman.

Það vöknuðu hjá mér vangaveltur er ég í mínum morgunmat
fletti blaði og sá þessa líka auglýsinguna, blasti ekki við mér
þessi fallegi maður, Bjarni Benediktsson að auglýsa það að
trúverðugasta leiðin til upptöku evru væri í samstarfi við ASG.
Ég fékk svona aulahroll, erum við ekki að selja okkur, erum
kannski löngu búin að því.

Ég fór að glugga í bækur og fann eina góða um Ólaf Thors.

Í henni les ég um kosningarnar 1921 og í þeim hlaut
Heimastjórnarflokkur Ólafs Thors 1463 atkv. Jón Þorláksson
kjörinn.
Alþýðuflokkurinn 1795 atkv. Jón Baldvinsson kjörinn.
C listi sjálfstæði og  Heimastjórnarmanna 1404 atkv.
Magnús Jónsson kjörinn.
Kjósendafélagið 965 og engan mann kjörinn.

Í þessum kosningum var aðallega lögð áhersla á, að hálfu
Heimastjórnarflokksins að gera fátæklingunum kleift að kaupa
kol, sykur og hveiti, síðan um fossvirkjanir þær skyldu vera eftir
þörfum landsmanna og þess iðnaðar og atvinnu sem í landinu var.



Síðan voru það stuðningsmenn Kjósendafélagsins sem stuðluðu
að stofnun sjálfstæðisflokksins hins síðari, má nefna, Bjarna frá Vogi
Sigurð Eggertz, Björn Ólafsson auk Benedikts Sveinssonar.

Stefna sjálfstæðisflokksins sem stofnaður var 1929 er þessi.

Stefna flokksins nefnist Sjálfstæðisstefnan en hún er tvíþætt: Annars vegar „að vinna að varðveislu hins íslenska lýðveldis, sjálfstæðis og fullveldis og hagnýtingu gæða landsins í þágu íslenskra þegna" og hins vegar „að efla í landinu þjóðlega, víðsýna og frjálslynda framfarastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis, atvinnufrelsis og séreignar, með hagsmuni allra stétta fyrir augum.



Ég spyr sjálfan mig að því hvort svo illa sé búið að fara með
fjármál þessa yndislega lands sem við eigum að við neyðumst
til að selja það, eða erum kannski nú þegar búin að því?
Er nú bara að létta af mér morgunhugleiðingum, ekki að ég sé
með miklar áhyggjur eða sé að ásaka einhvern sem á eftir að
dæma.
Við þekkjum öll máltæki: ,, Saklaus þar til sekt er sönnuð"


HEFUR EITTHVAÐ BREYST JA BARA SÍÐAN 1921?


 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, núna er árið 2009. Hæ Millu mús, hér er ég á ferð vona að þú hafir það gott gullið mitt. Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 17:29

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já hef það bara gott elskan, knús kveðjur til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.4.2009 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.