Fyrir svefninn og morgundaginn.

Jæja nú er búið að borða og Ingimar farinn í sund með
dæturnar sínar, Milla, Dóra og englarnir eru í matar
undirbúning fyrir morgundaginn.

Það er svo sem búið að lesa yfir mér með það að ég ætli
ekki að kjósa, meira að segja englarnir mínir æstu sig og
sögðu að ég ætti að nýta mér þann rétt að ég mætti kjósa.
Skildi það allavega þannig, hló nú reyndar svo þau gáfust upp
þekkja þá gömlu, gef mig eigi svo glatt.

Veit ég vel að ég á þann rétt að kjósa, en tel einnig að ég eigi
þann rétt að kjósa ekki, fjandinn hafi það er konum var veittur
kosningaréttur, var það gert með semingi og út af fyrir sig
brosað í kampinn og gert smá grín yfir frekju kvenna, að fara
yfirleitt fram á það að fá þennan rétt.

Í  dag njótum við virðingar, svona næstum, við eigum okkar líf
og tel ég að ég hafi allan rétt á því að sitja heima, ég spyr ræð
ég mér ekki sjálf, jú og engin getur stjórnað í mínum gjörðum.

Jæja nú er ég búin að rausa nægilega mikið svo ég er hætt
kosningar á morgunn og mikið fjör í bænum, líka hjá mér.

Draumalandið

Ó leif mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng
þar angar blómabreiða
við blíðum fuglasöng.

Þar aðeins yndi fann ég.
Þar aðeins við mig kann ég.
Þar bætti mitt tryggðar band.
Því þar er allt sem ann ég.
Þar er mitt draumaland.

Jón Trausti.


Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Gleðilegan kosningadag, hvort sem þú nýtir hann eða ekki.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 25.4.2009 kl. 07:28

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég á minn rétt á því að sitja heima líka ef ég vil, hér er sko enginn sem skipar mér fyrir hvort ég fer eða fer ekki neitt.

Gleðilegan kosningardag.

Eina sem þú þarft að kjósa er hvort þú ferð að kjósa eða hvort þú kýst  að kjósa ekki, þannig að þú þarft að byrja á að kjósahvort þú ætlir að kjósa eða ekki. Vona bara að þú kjósir nú að kjósa rétt.... eða þannig

Sverrir Einarsson, 25.4.2009 kl. 10:40

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Dúna mín, er að fara í 40 ára afmæli til tengdasonar míns.
Knús á skerið

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.4.2009 kl. 14:26

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sverrir minn ég byrjaði daginn á að kjósa að kjósa ekki, skreið síðan upp í rúm aftur.
Kær kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.4.2009 kl. 14:27

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Hugs Glitter Graphic - 2

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.4.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband