Letidagur.

Og það er sko í lagi, ekki þurfum við að gefa börnum að borða eða neitt slíkt. Fórum nú samt á fætur í morgunmat og sjæningu, eigi gleymdi ég að fara aðeins inn á bloggið og facebokk, en bloggið hjá mér er eitthvað skrítið það koma ekki inn myndir og eða bannerinn fyrir ofan komenntin þeir halda hjá blogginu að þetta sé lélegt samband hjá internetinu, en hef nú ekki trú á því, mun tékka á því á morgun.

Undir hádegið komu þau Ásgerður og Finnur, en þau voru á tjaldstæðinu hér í nótt, fengum okkur hádegissnarl og spjölluðum, aðallega um gamla daga, mér finnst það svo skemmtilegt.

Þegar þau fóru lagðist Gísli minn í tölvuna og ég settist hér fyrir aftan hann og fór að sauma, og haldið ekki að ég hafi klárað engla sem ég var að gera í harðangur og klaustur, þeir eru yndislegir, á bara eftir að þvo og lakklíma. Ég tala um letidag vegna þess að þessi saumaskapur sem ekki er fljótgerður er sú mesta afslöppun sem ég fæ.

Við gamla settið sem alltaf erum með góðan mat og vorum með glæsilegt í grillinu í gær, fengum okkur bara pulsur í kvöldmatinn, nenntum ekki að elda, en eigum alltaf til pulsur að grípa í þó óþveri sé og mér er orðið hálf illt í maganum.

Fórum yfir byrgðir í kistunni í gær, og komst ég að því að tími er komin á kæfugerð, búið að safnast fyrir afgangsbitar, skólinn að byrja og þá er not fyrir kæfu.

Síðan þarf að sulta rabbbara, þarf einnig að gera chillý-hlaup, en byrja á kæfunni á morgun ef heilsan er góð, Gísli minn hjálpar mér að sjálfsögðu.

Góða nótt kæru vinir og líka allir hinir.
Milla
InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það var líka svona facebook vandamál hjá mér í dag.  GN darling

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband