Björgunarsveitamenn fyrir 45 árum.

Ég var nú ekki há í loftinu er ég fylgdist grant með og hafði áhyggjur af, er Geysir flugvél Loftleiða kom ekki inn til lendingar á réttum tíma, en sem betur fer voru allir heilir á húfi, en ekki ætlaði ég að segja frá þessu.
Þegar ég var ung og nýbyrjuð að búa, í litlu sjávarplássi, sem að sjálfsögðu hafði sitt lifibrauð að sjósókn. Einn daginn brast hann á með aftaka veðri og voru miklar áhyggjur hafðar af tveim trillum, sem komu ekki inn á tilsettum tíma, en þá kom önnur þeirra.
Allt var sett á fullt að leita, allir menn sem mögulega gátu gengið fóru á fjörur, vonandi að mennirnir hefðu náð landi.
Klæðnaður þessara manna var ekki upp á marga fiskana hjá sumum, ekki voru til svona flottir hlífðargallar eins og eru til í dag, en engin lét það á sig fá, þegar minn maður kom heim gat hann ekki opnað hurðina, heldur bara sparkaði í hana fötin hans voru frosin á honum.
Svona var nú þetta þá og allir tóku þátt í bæði gleði og sorg í þessu litla sjávarþorpi, sem og öðrum úr um allt land.

Ég fluttist síðan til Sandgerðis og tók strax þátt og mörg urðu slysin bæði á sjó og á landi, sonur minn byrjaði mjög ungur að vilja vera með í sveitinni og endaði með að verða í áhöfn á Hannesi hafstein er hann kom til Sandgerðis, ég hafði oft miklar áhyggjur af honum og öllum þeim sem komu að málum.
Öll vinna var unnin í sjálfboða-vinnu og er enn.

Mér datt þetta svona í hug í sambandi við umræðuna við blogginu mínu, Einum of, sem er á undan þessari.

Hugsið þið ykkur þróunina sem orðið hefur á öllum búnaði og hvað er hægt að gera í dag með allan þann búnað sem til er, það er langur vegur frá því er langa og langalangafar mínir voru að bjarga mönnum úr sjávarháska upp Látrabjargið með sama og ekkert til þess nema viljann.

Ekkert hefur breyst í þeim efnum, allir vinna saman ef eitthvað kemur fyrir, allir láta sig varða,
svoleiðis verður það vonandi um ókomna tíð.

Góða nótt kæru vinir
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband