Einum of.

Þarna dó maður og allir vita að það er vont að missa sína.
Neitað um þyrlu vegna sparnaðar er ófyrirgefanlegt, hugsið
ykkur höfnunina sem fólkið verður fyrir bæði fjölskylda hins
látna og björgunarsveitarmenn, sem eru að leggja sig í hættu
vegna þessa hörmulega atburðar.

Var ódýrara að leiga þyrlu frá Norðurflugi, jú líklegast.

Sendi fjölskyldu hins látna samúðarkveðjur.


mbl.is Neituðu að senda Gæsluþyrluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Þú verður líka að hafa í huga að þyrlubjörgun er áhættubjörgun. Það að fljúga þyrlu um óbyggðir Íslands er líka stórhættulegt. Þetta er alltaf erfitt mat hvenær á að nota þyrlu og hvenær ekki og þar verður öryggi björgunarmanna alltaf að vera í fyrirrúmi, umfram öryggi annarra. Þarna þarf að velja á milli öryggi björgunarmanna á jörðu niðri á móti öryggi þyrluáhafnarinnar. En þegar ákvarðanir eru teknar um hvernig skuli komið blessuðum manninum til byggða mega peningar aldrei verða úrslitaatriði. Ef að peningar eru orðinn þáttur sem að Landhelgisgæslan þarf að taka tillit til í björgunaraðgerðum þá er eitthvað mikið að. En höfnun??? come on? breytir það þig virkilega einhverju máli hvernig lík náins ættingja kemur til byggða?

Jóhann Pétur Pétursson, 23.8.2009 kl. 15:38

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við erum á sömu nótum.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 15:54

3 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Jóhann... Það er alger staðreynd að það er áhættuminna að fljúga yfir háldendið heldur en að klífa snarbrattar hlíðar Herðubreiðar fyrir utan það að komast að því...

Björn Magnús Stefánsson, 23.8.2009 kl. 16:25

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásdís mín, vissi það alveg

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2009 kl. 16:58

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhann já come on sjálfur, það mundi skipta mig máli.
Þú veist ekkert um aðstæður og þess vegna skalt þú ekki úttala þig um þær.
Skoðaðu Landakortið. Og svo ekki orð meira um það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2009 kl. 17:01

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Björn Magnús, og rétt er það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2009 kl. 17:02

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Milla, nú er ég ekki sammála þér og er hissa á að þú sem býrð í sjávarplássi værir til í að þyrlan væri send í sendiferð og hugsðu þér ef neyðarkall kæmi utan af sjó á meðan sigmaðurinn væri niðri að binda um "pakkann" og gæslan þyrfti að segja ,, sorry þyrlan er að sendast inn á hálendi" ég veit að þú sérð þetta öðruvísi þegar þú hugsar málið.

Skipstjórum hefur verið neytað um að þyrlan sækti lík um borð.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.8.2009 kl. 17:03

8 identicon

Galið að þyrlurnar séu ennþá í höndum stofnunar á borð við gæslu þessarar. Hreint brjálæði.

Halldór (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 19:48

9 identicon

Alveg sammála höfundi.  Högni sem betur fer eigum við fleiri en eina þyrlu. Það var nú stóra málið um árið, að eiga fleiri þyrlur til að geta sent í útkall samtímis ef að með þyrfti. Þetta hefur oft komið upp og áður gátum við stólað á Kanann í slíkum tilfellum. Eftir að hann fór Þurfum við að bjarga okkur sjálf.

En þetta er skandall, á sama tíma og við borgum stórfé fyrir aðra þjóðir að koma hingað og þjálfa heri sína. Og ljúga svo að þjóðinni að þeir séu að gæta loftrýmissins hér. Nei sá peningur ætti fyrir löngu að vera kominn í okkar Landhelgisgæslu og infrastuktur.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 19:48

10 identicon

Sorglegt að við skulum ekki hafa haft þessi mál í lagi síðan herinn fór.

halldór (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 19:49

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Högni minn ég veit allt um þessi mál og veit að oft hafa komið fyrir atvik sem umdeild hafa verið og jafnvel ekki hægt að gera neitt í.
Ég tel að það eig að vera til fleiri en ein þyrla sem er að sjálfsögðu til.

Um borð er líkið þar til skipið kemur í land, en uppi á Herðubreið geta ekki menn bara beðið og það er ekki gott að fara þarna niður.

En það á ekki að neita neinum sem eru í hættu hvort sem það eru hjálparsveitamenn eða þeir sem eru hjálparþurfi.

Kær kveðja til þín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2009 kl. 19:52

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Halldór svo sammála þér skömm að við skulum ekki hafa betri stjórn á þessu,
það vill nefnilega alltaf fara svona er þeir ætla að stjórna sem ekki hafa vit á.
Takk fyrir þitt innlegg.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2009 kl. 19:55

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Arnór gæti ekki verið meira sammála þér í þessum málum, og hef ég talað um það áður að við loftferðareftirlit höfum við ekkert að gera.

Þó ég hafi verið á móti hernum ( þó ekki mönnunum) þá gerðu þeir svo marga góða hluti fyrir okkur í björgunar-málum að þjóðin er örugglega búin að gleyma flestum.

Hvað með það þessi mál þurfa í betri jarðveg og það sem allra allra fyrst.
Takk fyrir þitt innlit.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2009 kl. 20:01

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er sammála ykkur að þessi mál eru í ólestri, en..........................nei. Ég hefði sagt nei hefði ég svarað í símann, þarna þvælist fólk upp í algerri erindisleysu og gat bara tekið samferðamann sinn með sér niður, nú eða dysjað hann þarna, hann hefur sjálfsagt verið hinn ánægðasti með það miðað við þetta áhugamál að fara á fjöll.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.8.2009 kl. 20:42

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Högni þó, þú veist að það er bannað að dysja menn bara hvar sem er.
Vinur minn það er verið að ná í erlenda ferðamenn og og nota þyrlurnar í allskonar tilfellum.
Hvað með þá sem hafa sjómennsku að áhugamáli, og báturinn bilar og er að sökkva á þá bara að láta hann eiga gröf á hafsbotni?

Ég er nú eiginlega svolítið undrandi á skoðun þinni.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2009 kl. 21:15

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

já það er rétt það þarf að breyta því auðvitað ætti að mega dysja fólk á fjöllum, nei nei það á að veita aðstoð í neyð þess vegna átti ekki að senda gæsluvélina því að það var ekki neyð, en það eru til þyrlur í landinu sem hefði verið hægt að fá bæði hjá norðurflug og þyrluþjónustunni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.8.2009 kl. 21:23

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Högni lastu ekki alla fréttina það var svo send þyrla frá Norðurflugi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.8.2009 kl. 07:46

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jú jú ég las hana og hávaðinn er vegna þess að gæslan á að hafa neytað um þyrlu í fyrstu, en það þurfti ekki neinn hávaða, eftir að gæslan hafði neytað um þyrluna í "neyðarútkall" vor fleyri möguleikar þ.e. að fá þyrlu frá Norðurflugi eða Þyrluþjónustunni sem gæslan gat þá líka hæglega bennt á og vegna þess að það er peningalaust hjá gæslunni, sem er jú ólýðandi ástand, þá verða menn þar að forgangsraða og þarna var einfaldlega verkefni sem átti að beina strax til Norðurflugs eða Þyrluþjónustunnar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.8.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband