Minningaskjóðan.

Er svona skjóða sem maður hendir ofan í, minningum um sorg leiðindi, gleði, kærleika og hvað eina sem  upp á kemur í lífinu, kemur fyrir að skjóðan fyllist, það flæðir út úr eins og fossinn Hverfandi í fullum skrúða, ekki hættir að fossa, fyrr en yfirfallið lækkar, stundum tekur það tíma.
Eins og þið vinir mínir vitið þá hefur reiðin verið hér í heimsókn og ekki ætlar henni að linna, það gengur ýmislegt á í þessum bankamálum og ekki stenst það sem sagt er, í gær fékk ég svona bréf.

img_907607.jpg

Svo sætt, er ég augum það leit í fljótheitum, hugsaði ég
bleik slaufa, örugglega verið að safna fyrir krabbameinsveik
börn, en er ég las setninguna, Ekki gleyma reikningunum!
þá fóru nú að renna á mína tvær grímur, því ég skulda ekki neitt.
opnaði herlegheitin þá kom þetta, ætlaði að setja inn mynd af rukkuninni
en það kemur ekki, en þetta var orkureikningur.
Innheimtuviðvörun. Frá intrum
gjalddagi 16.08 2009 kr 10597 eindagi 01.09 2009 bréfið dagsett
07.09 2009 .
Ég í heimabankann til að sjá stöðuna á greiddum reikningum þá hafði
þessi reik. verið gr. 08.09 vegna þess að við vorum að skipta um greiðslu
aðferð og það gleymdist að fylgjast með fyrstu færslum, af
þjónustufulltrúanum. Ég hringdi að sjálfsögðu í orkuveituna, vita brjáluð,
þið vitið og skildi nú ekkert í útliti umslagsins,
tjáði mig um það að þetta væri ekki smekkleg
umslög því innan tíðar mundu allir vita, og segja okay þessi er bara alltaf
að fá bréf frá Intrum, það eru nefnilega margir sem fá svona í dag og tala
nú ekki um ef farið er að senda innheimtuviðvörun eftir 7 daga.

Ég held að maður fari bara að skipta um banka eða borga bara allt sjálfur
í heimabankanum, allavega nenni ég ekki svona þjónustuleysi lengur.
Hvar er öll hjálpin sem átti að veita fólkinu í landinu


Annars var þetta um minningarskjóðuna og að sjálfsögðu á allt sem gerist
lengri sögu, svo nú þarf ég að leifa Hverfanda að streyma niður, og vona ég
að það taki ekki langan tíma.

Kærleik til ykkar
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Milla mín ég skil þig, hef lent í svona álíka. Þetta er gremjulegt og það að vera að borga fyrir þjónustu sem ekki er veitt er ekki nógu gott.  Ég hætti með þessa þjónustu og sé sjálf um mínar greiðslur í heimabanka mínum og hef ekki þurft að lenda í neinu svona eftir það, plús það.... að það kostar ekki neitt.

Kv Erna Einis.

Erna Einisd (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús og teldu upp að tíu ljósið mitt,

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.9.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Erna mín, er bara að hugsa um að gera það, en það þurfa víst báðir aðilar að samþykkja svoleiðis breytingar, en ætla að standa á mínu, eða bara fara alveg yfir í minn banka sem er besti bankinn á landinu. Sparisjóður s.Þing
Knús í daginn inn kæra vinkona
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2009 kl. 08:08

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku frænka, stundum er erfitt að ná því, ég er frekar fljót upp ef um óréttlæti er að ræða, og þetta er það, þá er ég aðallega að tala um umslagið, fólk sem fær það og er í sárum eftir hrunið á þetta ekki skilið.

Lov you
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2009 kl. 08:12

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Milla mín við stöndum í stríði við öfl sem við ráðum illa við.  Vonandi verður fljótlega farið í að setja skikk á þetta allt saman, og færa réttin tíl fólksins.  Þetta gengur ekki lengur.  Svo mikið er víst.  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2009 kl. 08:41

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín, nei það gengur ekki lengur að niðurlægja fólk í það óendanlega, það er alveg sama þó við séum bjartsýnar og höldum okkar striki, þá er það ekki hægt endalaust.

Knús til þín ljúfust
milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband