Að gera sér grein fyrir.

SporðdrekiSporðdreki: Fegurð orðanna heillar þig. Gættu þín að vera
heiðarleg(ur) við sjálfa(n) þig í dag því annars verður þú fyrir
vonbrigðum.

Ég reyni alltaf að vera heiðarleg gagnvart sjálfri mér, en er búin
að komast að því að oft veit ég ekki hvort ég er heiðarleg eða
meðvirk, en það mun lærast.

Þó erfitt sé, þá veit ég að maður verður að læra að sleppa og
huga að sér sjálfum, og gera mér grein fyrir að ég lifi ekki
lífinu fyrir aðra.

Ég og allir aðrir þurfa að leifa öðrum að lifa og njóta sín og hafa
gaman með, ekki setja út á.

Tjái ég mig um eitthvað sem hvílir á mér, þá ætlast ég jafnvel ekki
til að fá ummæli eða ráð um hvað ég eigi að gera, en ef það er
gefið, sem er í lagi, þá þarf ég ekki endilega að fara eftir því,
málið er dautt.

Allir vita sem þekkja mig að fögur finnast mér orðin, og reyndar
einnig náttúran, hafið og bara allt sem fagurt er að mínu mati.
En fegurð er svo afstæð.

                                  Marmaramynd

                    (Michelandgelo Buonarotti
)
                                        1476--1564

                       Góður svefn, mín gæfa að vera steinn
                       í grimmum heimi og ekkert vita meira
                       af því sem ég vil hvorki sjá né heyra.
                       Hvíslaðu lágt, svo ekki vakni neinn!  

Helgi Hálfdánarson þýddi

kærleik til þeirra sem lesaHeart                       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband