Afhýdd og kramin

Já segi það og meina, kannski ekki eins og k.mús, en næstum. þegar maður flettir ofan af sjálfum sér, uppgötvar við lestur góðra pósta, að feluleikurinn hefur verið algjör, í tuga ára hefur meðvirknin eyðilagt svo mikið, en maður vissi bara ekki betur.
Fullkomið heldur maður að allt sé, nú stóð maður sig ekki vel, í vinnu, heima, gagnvart vinum og fjölskyldu jú jú mikil ósköp, en var ég hamingjusöm í raun?

Auðvitað var og er ég hamingjusöm með það sem ég hef og á.
Ég þakka Guði fyrir það á hverju kvöldi, þakka ég einnig fyrir
þá sem komu mér á þá braut að fletta ofan af sjálfum mér
og byrja batann, ég á langt í land, en eftir tuga ára reynslu
vona ég að batinn komi fljótt, kannski er ég meðvirk núna,
en þá verð ég bara að reka mig á.

Það vita allir fíklar að það er alveg sama hvað þeir reyna að
afsaka sýnar gjörðir í gegnum árin, þá er það ekki hægt.

Merkilegt eins og með mig, sem er búin að þola ýmislegt í
gegnum árin, engin hefur beðið mig fyrirgefningar á því, en
ég er búin að fyrirgefa sjálfri mér fyrir það sem ég lét ganga
yfir mig, en þá hef ég ekki höndlað MATARFÍKNINA.
Þegar ég var ung var ég eins og spýta 1973 var ég 123 kíló.
1975 datt ég niður í 65 kíló og var nærri dauð, fór í
garnastyttingu, tengd aftur 1982 og hélt mér bara fínni í mörg
ár, en fór samt í 83 ca.
Skellurinn kom 2004, fékk hjartaáfall, átti svo bágt, mátti sko
alveg borða, en það kostaði að ég er komin í 120 kg í dag
og svo held ég að ég geti bara sagt, en þetta var svo erfitt.

Já þetta var erfitt og matarfíkn er sjúkdómur sem ég verð að
höndla og það strax annars get ég valið gröfina, en ég held
að ég velji að læra á sjálfan mig, og það geri ég með hjálp
góðra vina og staðfestu sjálfra mín, engin gerir það fyrir mig.

Ég skrifa þetta til að losa um hnútinn sem var og er, kemur
aftur og aftur þar til ég er búin af afhýða og opna sjálfan mig
og viðurkenna  að ég sé ofæta.
Ég heiti Guðrún Emilía Guðnadóttir og er OFÆTA.

Kærleik til þeirra sem lesa
Mi
lla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Milla þú ert ótrúleg, já þær eru margar afsakanirnar fyrir því að borða. Þetta er ákveðið varnarkerfi, áfengi, ofát, spilafíkn, eiturlyf og svo mætti lengi telja meira að segja það að fara út og hlaupa verður að fíkn hjá mörgum sem byrja á því en kannski ekki slæm fíkn fyrr en eitthvað gefur sig í líkamanum alveg eins og hjá matarfíklinum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:58

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskan, við förum nú ekki að taka upp á því að hlaupa, of erfitt.
Ég þarf nú ekkert að segja þér að það hefur opnast fyrir ansi margt hjá mér undanfarið, þú veist og skilur, en í morgun þá brast örugglega bara smá af stíflunni, svo ég varð að tala um það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2009 kl. 10:03

3 identicon

Ég heiti Ásdís Emilía Björgvinsdóttir og ég er OFÆTA!

Takk fyrir þetta, Milla mín, frábært hjá þér.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 11:20

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis elsku vinkona, gangi þér alltaf vel í þínu fráhaldi.
Veistu að núna ætla ég að hugsa þetta þannig, að ég er að borða mér til heilsubótar, með því næ ég tökum á (vonandi) mínu lífi.
Knús knus
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2009 kl. 11:49

5 identicon

Milla mín.Þú ert frábær einstaklingur.Kveðja.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 13:03

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka þér elsku Ragna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2009 kl. 15:08

7 identicon

Ég ætla heldur ekki að fara að hlaupa Milla mín, þá fyrst þarf að fara að athuga mig ef ég tek upp á því. En ég get alveg skilið þetta með afhýðinguna og að ýmislegt sé að gerast hjá þér núna. Það er allt í gangi hjá mér líka eftir þessa Póllandsferð og aldrei að vita hvað gerist á morgun eða hinn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 19:22

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er málið Jónína mín, við vitum ekki hvað mun gerast, karmað okkar getur tekið völdin og gert eitthvað allt annað en við ætluðum.

Held samt núna að ég sé búin að velja, vona að allt haldist þannig að það standi og ég þurfi ekki að gera breytingar núna. Mér leiðast þær frekar, en ef lífið er leiðinlegra en breytingarnar þá breyti ég að sjálfsögðu.
Þú skilur þetta.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2009 kl. 20:59

9 identicon

Gott kvöld Milla mín !

Ég hef kafað djúft í mitt eigið sjálf og komist að því fyrir löngu að ég er ekki bara OFÆTA heldur er ég líka ALÆTA.

egvania (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 21:35

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Egvanía mín, ert þú ofæta það sést nú ekki á þér, en ekkert er að marka það.
Alæta ertu nú ekki, ræðum það þegar við hittumst næst.

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2009 kl. 07:25

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Knús og kveðjur til þín yndislega duglega kona

Ragnhildur Jónsdóttir, 17.9.2009 kl. 15:53

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Ragnhildur mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.9.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.