Kjólar frá, Hjá Báru.

Var að tala um Báru bleiku á síðunni hjá henni Jenný frænku minni, það var nú vegna þess að hún talaði um, óvart, London Dömudeild sem fáir kannast nú við í dag, nema við þessar ungu.
Kem hér með nokkra kjóla sem keyptir voru einmitt hjá Báru, samt ekki bleikir.

img_0001_new.jpg

Jæja ekki nógu góð þessi, en þarna er Sigga í hvítum kjól frá Báru
ég í grænum með kápu yfir, Gilsi bróðir með okkur, erum að borða
eitthvað gúmmiladi, heima hjá mömmu og pabba,
á leið á stórdansleik.

img_0002_new.jpg

Mamma mín eins og drottning að vanda.

img_0003_new.jpg

Ég kem gangandi, Inga mágkona mín við hliðina á Gilsa bróðir, en
hún er kona Ingós bróðirs.

img_0004_new.jpg

Gilsi bróðir og Dúlla konan hans, allt eru þetta kjólar frá Báru bleiku.
Þessar myndir eru teknar í kringum, ég held ´78

img_0005_new.jpg

Jæja mamma hætt að vera í fínu kjólunum, en er þarna með okkur
börnin sín, er hún varð 75 ára.
Þorgils, Jón, ég fyrir aftan mömmu í hjólastólnum, Guðni og Ingólfur

,img_0006_new.jpg

Svo kemur ein sem ég fann í fórum myndanna hennar mömmu
sem ég er að fara í gegnum, hún er af afasystrum mínum, þeim
Unni, Ingu og  Jóa manni Ingu.

Þetta myndablogg kom nú bara til út af bleiku skónum hjá henni
Jenný Önnu, en Unnur og Inga eru einnig afasystur hennar.

Jenný mín þú lætur pabba þinn vita af þessum, það koma svo
fleiri síðar, en þetta er bara ansi mikil vinna ef myndirnar eiga að
koma vel út.
Það þarf aðlaga þær til og Milla mín ætlar að hjálpa mér við það í vetur
og mun ég setja þær inn á sérstaka síðu sem ætluð verður öllum
ættingjum og vinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk elskan, yndislegar myndir.  Vá hvað þú ert geggjuð í þessum græna kjól kona.  Algjör fegurðardís.

Þetta voru miklir glamortímar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2009 kl. 22:10

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jenný það liggur við að maður sakni þessa tíma, bara, það var svo gaman að vera fínn, en það er öðruvísi í dag.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.9.2009 kl. 07:36

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Á ennþá korselett sem ég keypti hjá Báru á sínum tíma.

Sú kunni nú að máta á konur...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.9.2009 kl. 23:41

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já hún kunni það sko, og sá strax út hvað ætti við. Þú verður að varðveita korselettið þetta er antik

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2009 kl. 07:45

5 identicon

Mikið eruð þið flottar. Og mamma þín meira en glæsileg í hvíta kjólnum!

Ulla (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 19:55

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ulla, það er gaman að geta sýnt tísku fyrri ára og hafa tekið þátt í þessu, en gef nú ekki mikið fyrir snobbið sem var í kringum þetta, það var mikið skal ég segja þér.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.