Moldvarpið er okkur tamt

Ekki hef ég mikið úttalað mig um hrun, kreppu eða fjármálavandann yfirhöfuð, Fyrst var maður svolítið hlessa og vissi eiginlega ekki hvað hafði gerst eða mundi gerast. Eitthvað var maður að reyna að fjasast út í hitt og þetta, en fljótlega bara gafst ég upp.

Endalaust komu/koma fræðingar, bæði heimamenn og erlendir, sem sögðu að þetta væri svona og svona, engin sagði það sama, en allir vildi það besta fyrir land vort, en voru í raun að skarta sinni málhæfni okkur til handa, við áttum nefnilega að trúa þeim. Heimskulegt af þeim, sérstaklega er þeir komu fram sem höfðu verið með í að búa til hræringinn, sem engin skilur því hann er svartur, en okkar er ljós.

Að sjálfsögðu hafa verið umræður á mínu heimili eins og annarra, þá er verið að úttala sig um það sem þessi og hinn sagði, ég spyr alltaf: ,,Höfum við vit á því hvað er rétt og rangt?" Nei það höfum við ekki því ef þeir vita það ekki þá ekki við.

Sagt er að ríkisstjórnin sé að gera góða hluti, það taki bara tíma mér finnst það vera búið að taka of langan tíma að sinna því sem mér þykir liggja mest á (sko nú tel ég mig vita best) og það eru atvinnumálin og leiðrétting til handa heimilunum í landinu, er einhver heil brú í þessu ferli, nei og allir vita það en gera ekkert í því. Allir vita hvaða áhrif það hefur á keðjuna ef nokkra hlekki vantar, jú hún hrinur.

Eitt er sem, alltaf verðu til í krísum hjá fólki, það er sjálfsvorkunnar-ástandið og ekki er ég að gera lítið úr því ástandi, það er versti sjúkdómur sem fólk fær, fyrirgefið, en þetta er sannleikur.
Flest okkar (ekki öll) ráðum vel við og getum hrist okkur út úr þessu, en ef fólki finnst þægilegt að láta vorkenna sér þá verða þau að vera þar, engin getur hjálpað þeim nema þeir sjálfir.


Fjöldi fólks er í  svokallaðri millistétt, það er fólk sem á ekki mikið af peningum en hefur alltaf borist mikið á og skuldar mikla peninga, en er í mikilli afneitun er í því að ganga í augun á og sýnast fyrir öllum sem þau umgangast. Væri ekki nær fyrir þetta elsku fólk að opna augun, koma inn í raunveruleikann og borga frekar skuldir, en að eyða peningum og það jafnvel með frekari skuldsetningu.

Svo eru náttúrlega þeir "ríkustu" ???????????????????????????

Ég er ekki að dæma, ég ber virðingu fyrir öllum, fólk ræður að sjálfsögðu
hversu hamingjusamt það er, en þeir sem ekki taka á sínum málum,
viðurkenna og framkvæma verða aldrei hamingjusamir, mín skoðun.

Það sem ég er að reyna að segja er, við þurfum að vinna þetta sjálf,
fyrir okkur finna gleðina í okkur sjálfum og því sem við eigum, því
ekkert er í lagi ef við missum hana.
Hvað er það mikilvægasta í lífinu?
Það er gleðin sem kemur frá hjartanu, án hennar erum við snauð,
svo endilega finnið hana. Það er ekki erfitt.

Kærleik til allra sem lesa þetta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ég er algjörlega sammála þér með að gleðin kemur frá hjartanu.

Ragnhildur Jónsdóttir, 20.9.2009 kl. 20:24

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragnhildur mín ef hún kemur ekki frá hjartanu þá er hún ekki heil og það er fullt af fólki sem gerir sér ekki grein fyrir því hvað gleði er í raun.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2009 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband