Hugleiðingar

Verðugar hugleiðingar, að sjálfsögðu verðskuldar
einkalíf mitt athygli, hvað annað.
Stjörnuspáin mín í dag er þessi.

SporðdrekiSporðdreki: Einkalíf þitt verðskuldar jafn mikla
athygli og lífið í vinnunni. Taktu þetta með í reikninginn
og reyndu að líta sem best út.

Eins og ég líti ekki alltaf vel út, vaknar náttúrlega á hverjum
morgni með úfið hár og stírur í augunum, en samt svo sæt,
sætari verð ég samt eftir sjæningu, og fer hún fram svona eftir
nennu og getu.

þetta er nú samt ekki bara mitt einkalíf, ég á mína friðhelgi og mitt yndislega fjölskyldulíf, en einkalífið blandast því sem er að gerast í heiminum í dag og þá sérstaklega í landi voru og er það nú ýmislegt að mínu mati. Lítið verður nú um sjæningu ef maður á ekki fyrir make draslinu, en auðvitað fer í ver þegar ég þarf að velja á milli að kaupa lyf eða mat. Ef ég kaupi lyfin þá svelti ég og drepst á endanum, það sama er um matinn ef ég kaupi hann þá drepst ég því ég get ekki lifað án lyfjanna.

En elskurnar mínar skítt með mig ég er orðin svo gömul, læt bara leggja mig inn á stofnun sko svona elliheimili, þið vitið með einhverjum í herbergi, mun sko velja að hafa það karlmann þær eru svo fjandi leiðinlegar margar þessar kerlingar.

En hrikalega er ég orðin tuðsöm, mætti halda að ég væri komin á elliheimilið, en ég er búin að segja stelpunum mínum að ef ég verði eins og hún mamma á elliheimilinu þá er bara að taka af mér símann hætta að koma í heimsókn, en í öllum bænum að skaffa mér nóg af léttu, sígarettum og glansblöðum, ætla nefnilega að byrja að reykja og drekka á elliheimilinu, það er að segja ef vasapeningarnir "Duga" Kannski verða þeir ekki orðnir neinir er ég fer á slíka stofnun.

Góðar stundir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Milla mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 5.10.2009 kl. 07:50

2 Smámynd: Erna

Þú ert velkomin á deildina mína að vísu eru þar bara einbýli. Ég skal hugsa vel um þig og fara með þig í smókinn þegar þú vilt og fletta fyrir þig glanstímaritunum og þú mátt líka tuða út í eitt ef þér finnst það eitthvað gaman. Svo getur þú spilað bingo, farið í fótsnyrtingu, hárgreiðslu og handavinnu, svo eitthvað sé nefnt ég tala nú ekki um kráarkvöldin þar sem þú getur dansað og drukkið af list. Ég skal taka frá fyrir þig herbrgi með útsýni yfir pollinn og vaðlaheiði. Gangi þér vel að pakka og sjáumst

Knús í daginn Milla mín

Erna, 5.10.2009 kl. 09:11

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veit að þú hefur engu við að bæta Ia mín, ert svo sammála mér.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 09:18

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mikið ertu góð við mig elsku Erna mín, held ég þiggi þetta bara, þú veist að börnin mans þola mann ekki er þessi staða kemur upp.
Hlakka nú mest til kráarkvöldanna og fær maður allt þetta sem þú telur upp,
er það frítt??????

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 09:21

5 identicon

Það verður ekki ládeyðan hjá þér elliheimilinu það er nokkuð ljóst, ég kem í heimsókn og les í bollann þinn annað slagið. Það verður ekki amalegt að vera hjá henni Ernu vinkonu okkar.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 12:22

6 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Milla byrðaju strax að reykja og njóta lífsins, ég get sagt þér það að það er of seint þegar þú ert komin á elliheimili. 

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 5.10.2009 kl. 12:38

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín eins gott að við erum ekki á svipuðum aldri, ef við værum saman þá yrði okkur tvístrað vegna gáska, en Erna mun hugsa vel um mig þessi elska, enda engill í mannsmynd.

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 13:11

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásta mín ég nenni ekki að standa í því núna að drekka og reykja, þetta er svo mikill tímaþjófur, en er á elliheimilið kemur þá skiptir það engu máli sko þetta með tímann

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 13:13

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Daginn mín kæra, hafðu það sem best.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2009 kl. 13:13

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Ásdís mín, rigna yfir ykkur loftsteinar eða hvað er þetta, alltaf eitthvað að gerast hjá ykkur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 13:16

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og kram...:O))

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.10.2009 kl. 13:35

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Linda mín, ég er alveg viss um að þú kemur að heimsækja mig ef þú kemur til Akureyrar.
Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 13:36

13 identicon

Hún Erna myndi nú ekki gera annað en að þjóna okkur ef við værum tvær saman OMG hún myndi láta flytja okkur í sitthvort landshornið.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 17:41

14 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Knús í daginn Milla mín..

Ég asnaðist til að hætta í haust með moggabloggið..Var orðin leið á þrasinu..En svo er ég svo mikill fréttafíkill og mér finnst ég fylgjast betur með ef ég er á blogginu..Byrjuð aftur...

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.10.2009 kl. 18:00

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ansi hrædd um það Jónína mín, við mundum halda vöku fyrir margra hæða húsi, engin spurning með það

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 18:01

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er bara fegin að sjá þig hér einnig, það er bara gaman að þessu þó maður fái í sig leiða svona annað slagið.
Knús í Heiðarbæinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.10.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband