Hvað eru vandamál?

Það eru snúin svör við þeirri spurningu, enda eru það ekki svörin heldur hvernig þú vinnur úr og leysir vandamálin.

SporðdrekiSporðdreki: Þú efast um getu þína til að kljást við snúin vandamál þessa dagana, alveg sama hversu mikla reynslu þú hefur að baki. Gefðu þér tíma til þess að undirbúa þig.

það er svo satt að ég hef mikla reynslu að baki, enda rétt að verða 67 ára fékk þennan líka póstinn um það allt í gær, nenni ekki að lesa hann því ekkert sem þar stendur mun standast í framtíðinni, læt ykkur vita ef það gerist.

Vandamálin mín í gegnum lífið er að hafa verið afburða stjórnsöm, þá meina ég að ég bæði stjórnsöm og að ég hafi stjórnunarhæfileika, en ekki alltaf er það metið eða sú reynsla sem ég hef talin sú rétta, en það er ekki mitt mál, eða er það.

Það er nefnilega þannig að hvorki ég eða aðrir hafa rétt til að stjórna eða að segja til um hvernig aðrir eiga að vera, ekki rétt til að fara fram á að fólkið sem er í kringum þig sé eins og þú vilt. Ég get gefið ráð ef ef ég er beðin ekki annars, og þá segir maður: ,, Ég mundi hafa þetta svona og svona, ekki, þú átt að hafa þetta svona og svona."

Fullkomnunaráráttan mín hefur einnig verið vandamál og það stórt, er aðeins að slaka á með það núna, en á afar bágt með að þola óreiðu, þá meina ég ekki þó að það sé drasl og dót eftir mig og fleiri, heldur bara óábyrgt tal og lygi sem er svo algengt í hinu daglega lífi fólks, af hverju er bara ekki hægt að segja sannleikann eða bara þegja.

Eitt stórt vandamál á ég, það er trúgirni og að vorkenna fólki sem vælir utan í mér, en mikil ósköp það hefur nú slípast í gegnum árin hæfileikin til að sjá út þá sem virkilega þurfa og þá sem setja á laggirnar drama fyrir mann.

Nenni nú ekki að tala um karlamálin ég segi:
,,Karlmenn eru undantekningarlítið vandamál,
í flestum tilfellum eiga þeir svo bágt að við verðum
að strjúka þeim klappa eða að þeir fara bara í fýlu."

Nú svo eru það þjóðfélagsvandamálin og ætla ég ekki að fara út í þau núna, enda að fara í þjálfun,
á eftir að fara í sjæningu og þið vitið dúlla mig upp svo ég líti betur út en ég geri nývöknuð.

Hvað eru vandamál og hvað eru
tilbúin dramastykki?

Knús knús

MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þetta hljómar eins og ekta sporðdreki hehehe.... ég kannast við þetta allt saman.  Kveðjur norður á hjara veraldar.

Ía Jóhannsdóttir, 6.10.2009 kl. 08:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er bara byrjað að pæla á fullu um leið og augun eru opnuð.  Gott hjá þér.

Knús í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2009 kl. 08:33

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín, veit að þú kannast við þetta. Það er sagt að þeir sem búi með sporðdreka losni aldrei frá þeim, þeir eru svo frábærir.
Tek undir þetta, ég er frábær.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.10.2009 kl. 08:46

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jenný mín, alltaf reiðubúin í pælingarnar, við erum ekki ólíkar frænkurnar með það.
Til hamingju með dótluna þína

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.10.2009 kl. 08:49

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2009 kl. 12:43

6 identicon

Ætli þetta sé nú ekki svona með okkur flest Milla mín með stjórnsemina að maður reynir að stjórna leynt og ljóst og það ótrúlegustu hlutum sem manni koma bara ekkert við. Kannski er þetta sporðdrekinn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 15:21

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég er fiskur og reyni eiginlega ekki að stjórna neinu, ekki einu sinni sjálfri mér.

Helga Magnúsdóttir, 6.10.2009 kl. 17:39

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús á þig Ásdís mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.10.2009 kl. 19:19

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína við erum báðar sporðdrekar og þú þekkir þetta, þú talar um að við stjórnum leynt og ljóst og auðvitað kemur okkur ekkert við margt af því, sem við stjórnum í og með, en ef það snertir mig og það sem ég vil í lífinu, þá segi ég bara: ,,Taktu því bara eða farðu." Mér er nefnilega nokk sama um sumt og það má hverfa alfarið úr mínu lífi.
Ég er ekki að segja að það sé í gangi núna, en afar auðvelt á ég með að þurrka bara fólk út.

Það er nefnilega þannig að aðrir hafa heldur ekki leifi til, og fólk á að segja:
,,Ég mundi hafa þetta svona, en ekki þú átt."

Þú skilur þetta svo vel kæra vinkona
Kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.10.2009 kl. 19:28

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín það er gott að vera svo þroskuð að vera ekkert að stjórnast, er þá nokkur að stjórnast í þér?
Kærleik til þín flotta kona
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.10.2009 kl. 19:30

11 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Bara að kvitta fyrir innliti

Ólöf Karlsdóttir, 6.10.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband