Reiðina á brott.

Oft á morgnanna er ég sit yfir morgunmatnum og les gott efni í bók, þá reikar hugurinn, í morgun bar á góma í bókinni, reiðin, hvenær hún byrjar, hversu djúp hún er, hvaða áhrif hún hefur, sér í lagi ef maður hefur ekki tækifæri á að henda henni út.

Kemur stundum fyrir að ég fyllist reiði og sársauka, spyr mig, af hverju? Í morgun reikaði hugurinn og mér datt í hug atvik sem gerðist er ég var 17 ára þá var ég á lýðháskóla í Svíþjóð, veiktist og sofnaði inni hjá vinkonu minni og svaf þar alla nóttina. Daginn eftir var ég kölluð á teppið til formanns nemandaráðs, sem tjáði mér, sárlasinni, að það ætti að reka mig úr skólanum, ég hefði haldið partí í herberginu mínu kvöldinu áður, Ég leit á manninn með algjörum aula svip og var nú ekki að skilja það, reiddist, hvæsti, og klóraði þar til ég var búin að koma mannfjandanum í skilning um að ég væri veik og hefði bara sofnað í öðru herbergi, málið var skoðað betur, og ég ekki rekin og enginn því þeir gátu ekki sannað hver hefði verið að verk. Löngu er ég búin að henda þessari reiði í ruslið, enda fannst mér þetta nú bara fyndið.

Svo er það reiðin út í þann sem gerði mér lífið leitt, þannig að maður tiplaði á tánum og lét stjórnast af aðstæðum, ég hélt að ég hefði svo mikið að passa sem voru börnin mín, en þar feilaði ég mig, auðvitað vissu þau hvað var að gerast, ég bara vissi ekki að þau vissu, og hefði átt að hafa meiri kjark, en hræðslan var skynseminni yfirsterkari

Reiðin vegna andlegs og líkamlegs ofbeldis er slæm og gerði ég mér fljótlega grein fyrir því að hana þurfti ég að hreinsa út, byrjaði að vinna í því, taldi mig nokkuð á veg komna með það, en komst að því í morgun að betur má ef duga skal, en eftir þá uppgötvun sem ég fékk við lestur þessa góða kafla í bókinni, létti mér stórum, komst að því að þó svo að reiðin muni dúkka upp endalaust þá er auðvelt að losna við hana er ég er orðin meðvituð, en ekki meðvirk.

Bróðir minn sem býr í Japan sendi mér skilaboð á facebook í gær þar sem hann er að senda mér diska með efni sem ég mun segja ykkur frá síðar, en hann ritaði:

"Hae Milla min, eg er buinn ad kaupa thetta og er ad send ther thad sem fyrst. Nadi i baedi Qi Gong og Tai Chi DVD, bara skella theim i og byrja, en byrjadu haegt Milla min, ekkert ad flyta ser. Elska thig og bid fyrir thinum bata og heilsu, thu hefur svo margar godar asteadur til ad lifa langt og gott lif, BARNABORN og komandi barna-barnaborn og thannig! Og svo godur kall (loksins) sem elskar thig og ser vel um thig. Heyrumst.. "

Er þetta ekki fallegt, þetta er litli bróðir minn, reyndar fæddur 1958, en hann er yngstur og var ég sú fyrsta sem fékk hann í hendurnar er búið var að gera honum til góða, mamma átti hann heima eins og okkur öll.

Þarna kemur hann með, að ég eigi góðan karl sem elskar mig og sér vel um mig, það er svo rétt og ég elska hann líka, hann er búin að hjálpa mér afar, og ég honum, en það má aldrei gleyma því í góðum samböndum (Ekkert samband er fullkomið) að maður er ekki undirlægja, stendur ekki í þakkarskuld, gerir bara hlutina án orða og kröfulaust, það er kærleikurinn.

Já það er margt sem leitar á hugann og mér þykir afar gott að skrifa um það, ég segi: ,,reiðina verða allir að losa sig við, hún er bráðdrepandi og gildir í allri okkar hegðun, fyrirgefum sjálfum okkur fyrir að leifa veiku fólki að fara illa með okkur og biðjum góðan guð að sýna þessu fólki umburðalyndi eins og hann sýnir okkur."

Kærleik sendi ég ykkur inn í góða helgi
Milla
Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær og virkilega umhugsunarverður pistill hjá þér Milla mín.  Ég er alveg sammála því reiðin á ekkert erindi inn í hugskotið okkar eða hjarta.  Hún er eyðandi afl.  Það er líka mikið þroskamerki að takast á við hana og henda henni út.  Knús á þig inn í helgina mín kæra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2009 kl. 10:30

2 identicon

Það er víst þannig Milla mín að ef við erum reið þá bitnar það bara á okkur sjálfum en ekki þeim sem við erum reið við þannig að það er eins gott að losa sig við reiðina með öllum tiltækum ráðum. Þó ekki sé annað en að fara út og öskra í einrúmi ef maður er alveg að kafna. En mikið er þetta fallega sagt hjá honum bróður þínum. Ætlar þú nú að fara að æfa Qi Gong?

Knús inn í daginn þinn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 10:36

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis til þín elsku Ásthildur mín og það er svo satt að reiðin er eyðandi, ef maður getur sleppt henni hlotbast manni svo margt í satðin sem er að sjálfsögðu betra

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2009 kl. 14:35

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta vitum við báðar Jónína mín.
Já ég held að hann meini þetta alveg og já fallegt af honum er það.

Það var kona sem vinnur í heilsuhúsinu á Glerártorgi sem fór að tala um að ég gæti kannski notað Qi gong hreyfingarnar, bara að fara varlega til að byrja með svo ég bað Guðna að kaupa fyrir mig diska og nú eru þeir á leiðinni.

Ekki veitir af því ég verð að minnka sjúkraþjálfun niður í 2-3 skipti í mánuði, hef ekki efni á að borga fyrir meir, ekki að svo stöddu. það er nýtt hjá þeim þessum háu í heilbrigðis ráðuneytinu að þeir sem eru með skerta tekjutryggingu hljóti að vera með svo góðar tekjur annar staðar frá að auðvelt sé að borga þjálfun.

Kærleik til þín kæra vinkona
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2009 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband