Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Vonandi farsæll endir.

Það var yndislegt að sjá í Kastljósi í gær, hvað unga
stúlkan var klökk yfir því að fá hundinn sinn aftur,
en svo er alltaf spurningin hvort Dimma fær aftur traust
sitt á manninum, þá er ég ekki að meina eigandanum,
heldur þeim sem gerðu Dimmu þetta.
Þeir sem þekkja til hunda vita að það getur orðið erfitt,
Dimma mun ætíð vera á varðbergi, því hún mun ekki gleyma.

Ég vona svo sannarlega að gerendur í þessu hræðilega ofbeldi
náist, en því miður verður trúlega ekki mikið unnið í rannsókn
þessa máls, þetta er nú BARA hundur munu sumir segja.

Ég er ekki að segja að lögreglan muni ekki gera eins og þeir geta,
en þeim eru settar hömlur vegna peningaleysis.

Almenningur ætti nú að huga svolítið að þessu, hjálpa til,
Dimma stökk út úr bíl, voru engin vitni af því?
Sá engin Dimmu á vappi, var henni bara varpað inn í annan bíl,
eða hvað gerðist.?


mbl.is Hvolpurinn afhentur eigandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Ónefndur maður sat með kunningja sínum á Hótel Borg
og drakk fast, en var þó dapur í bragði.
,, Af hverju ertu svona sorgmæddur á svipinn?"
spurði kunningi hans.
,, og minnstu ekki á það," svaraði hinn.
,, Ég er að drekka til að gleyma konunni minni,
en svo sé ég hana bara tvöfalt, þegar ég kem heim
."

Í Nesi við Seltjörn var kona ein í vetrarvist,
og þótti hún frekar grönn, hvað greind snerti.
Á sama heimili var karlmaður, og þótti að sumu leiti jafnræði
með þeim, enda fór svo, að mannfjölgun varð hjá þeim
eftir veturinn. Eitt sinn fór húsbóndinn að spyrja stúlkuna,
hvar þau hafi verið, er þau komu sér saman um þetta,
en hún vildi ekkert segja og varðist allra frétta.
Bóndi sagði þá:
,, Þú þarft ekki að segja mér það. Ég veit, að þið voruð
í hlöðugeilinni."
Þetta varðist stúlkan ekki og sagði:
,, þetta hélt ég alltaf, að einhver væri uppi á stabbanum."

Smá eftir hana Ósk.

                    Ýmsum spurningum svarað.

                    Hverjir hænast mest að þér?

                        Ástin geymir ýmis stig
                        þráin í mér blundar.
                        Einna helst þó elska mig
                        ungabörn og hundar.

                                             Góða nóttSleeping
                       


Malbikunnarstrákarnir, Úl la la.

Stelpur munið þið eftir malbikunarstrákunum fyrir tíma gsm.
þá höfðu allir betri tíma til að horfa á þessa sætu stráka,
og þeir á okkur.
Þeir standa þarna berir að ofan í góða veðrinu, sveittir og
brúnir af sólinni, og eru bara flottir.

Nú er hraðinn orðin svo mikill á öllu og gsm símarnir komnir
og þá ef þeir eiga smugu eru þeir komnir í símann.

Núna er verið að malbika um allan bæ til mikilla armæðu fyrir
suma, sem sagt þá sem ætíð þurfa að vera að kvarta og
segja til um að það hefði nú verið betra að gera þetta svona
eða hinsegin, mikið getur landinn verið óþolinmóður,
það er nú verið að gera þetta fyrir okkur ökumennina,
sem að hluta eru búnir að spæna upp malbikið með
nagladekkjunum allan veturinn.

Ökumenn verið kátir brosið til næsta manns og keyrið varlega
framhjá malbikunargenginu.
Þeir eru bara að vinna vinnuna sína þessar elskur.

Gaman væri að fá komment á malbikunargengið.

                    ----------------------------------

Bara að láta ykkur vita að ég verð ekki við tölvuna í dag,
snúllurnar mínar, það á að grilla og hafa það gott.
Í dag er yndislegt veður, og er ég lýt hér út um gluggann þá sé
ég fiðrildin fljúga um og skógarþrestina tína sér orm í túninu.
                   Eigið góðan dag kæru vinir.
                    Kveðjur Milla.


mbl.is Bikað og fræst í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Það er búið að vera hálf tómlegt hér í dag, Milla, Ingimar,
ljósálfurinn og litla ljósið fóru í bústaðin í gær.
Annars væri nú einhver lítil búin að koma og segja:
,, amma ég er komin! svo fer hún inn knúsar Neró fyrst
síðan afa sinn, síðast mig, en svo spjöllum við oft heilmikið."


Ingimundur hét bóndi í Norðurkoti í Grímsnesi.
Þá var prestur í klausturhólum sr. Þórður Árnason.
Var talið að hann héldi við dóttur Ingimundar,
Guðrúnu að nafni. Hún varð þunguð, og var altalað,
að sr. Þórður ætti barnið, en hefði fengið mann nokkurn
til að viðgangast það fyrir sig.
Einu sinni sem oftar gisti sr. Þórður í Norðurkoti og svaf
þar í baðstofu með heimilisfólkinu.
Um morguninn sagði Ingimundur við prest:
,, Ég hefði nú orðið skelkaður í nótt og allt mitt heimafólk,
ef ég hefði ekki haft prestinn undir mínu þaki, því ég sá
engil, bláan að neðan og hvítan að ofan,
fara upp í til hennar Guðrúnar dóttur minnar."

    Jafnréttissiðferði?
    Tilefni þessa kvæðis er, að oft hef ég verið sögð
    orðljót í kveðskap, þótt ég telji sjálf að ég hafi
    aldrei sagt neitt annað en það sem karlmenn
    hafa sagt átölulaust um dagana.

                 Siðferðið sýnist mér blandað
                 sumu fær tíminn ei grandað,
                 en eitt er þó kvitt
                 að orðbragðið mitt
                 er yfirleitt andskoti vandað.

                 karlar á konurnar leita
                 og kerlingin á ekki að neita,
                 sú þrífætta stétt
                 þeir hafa rétt
                 orðbragði illu að beita.

                 það er óþarfi sannleik að segja
                 því sífellt má úr honum teygja,
                 á vísunum sést
                 að væri þó best
                 ef kerlingar kynnu að þegja.

                 Ég oft hef í raunir ratað
                 af ráðnum hug ykkur platað,
                 hjá Óskari sef
                 en aldrei ég hef
                 meydómi mínum glatað.

                 En synirnir valda mér vanda,
                 velsæmið fær þó að standa
                 sem María hlaut
                 ég miskunnar naut
                 og hjálpar frá heilögum anda.

Eftir hana Ósk, hverja aðra?
                                                    Góða nótt
.Sleeping
                 
                


Fjórar konur kjörnar í bæjarstjórn Reykjavíkur.

Já en þetta var fyrir 100 árum. gaman að lesa þetta.
Kosið var um 18 lista, hugsið ykkur 18 listar í kosningum til
Bæjarstjórnar Reykjavíkur.

24/1 1908. kosningar til bæjarstjórnar Reykjavíkur fara fram í dag.
Samkvæmt lögum frá 22. nóv. 1907 skal kjósa nýja bæjarstjórn frá
rótum, alls 15 fulltrúa. Hiti hefur verið mikill í kosningaundirbúningi
og mörg félög og samtök ýmissa stétta lagt á það áherslu að
eignazt fulltrúa í bæjarstjórn.
Sést það gleggst á því, að alls hafa komið fram 18 listar,
sem kjörnefnd hefur tekið til gilda.
það er og nýlunda við þessar kosningar,
að fram hefur komið sérstakur kvennalisti, og eru á honum nöfn
fjögurra kvenna.
                          -----------------------------------
26/1        Úrslit eru nú kunn í bæjarstjórnarkosningunum.

Frægastan sigur hefur kvennalistinn unnið. Fékk hann flest atkvæði
allra listanna, og kom öllum að fjórum fulltrúunum -- öllum, sem á
listanum voru. Er þetta í fyrsta sinn sem konur taka sæti í
bæjarstjórn Reykjavíkur.

Þetta eru myndarkonur og vildi ég að ég gæti tekið myndirnar upp
og sýnt ykkur, en nöfnin eru.

Frú Þórunn Jónassen.           Forstöðukona Thorvaldssens félagsins.
Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir.   Ritstjóri Kvennablaðsins.
Frú Katrín Magnúsdóttir
Frú Guðrún Björnsdóttir


Samskipti og orðalag.

Hef oft leitt hugann að, og fylgst með samskiptum og
því orðalagi sem sumt fólk notar á aðra.

Sumir eru yfir aðra hafnir, það er að segja, þeir halda sig á
einhverju fyrirfram ákveðnu plani um samskiptahegðun og
orðalag við allt fólk sem það vill vita af.

Þeir eru ætíð góðir með bros á vör, segja aldrei ljótt orð,
ætíð einlægir í sinni sannfæringu um að þeir hafi rétt fyrir
í einu og öllu, ef einhver ekki sannfærist um þeirra skoðanir
þá er brosað, og sagt, en þetta er svona eins og ég segi,
eða bara labbað í burtu og ekki talað meir um það.

Er þeir labba svona í burtu, er það veikleikamerki að mínu mati.
Að brosa yfirlætislega við fólki er andlegt ofbeldi, vegna þess að
þeir sem gera svona sætta sig ekki við annað en að allir lúti
þeirra skoðun.

Skoðanir fólks eru misjafnar, og öllum ber að virða skoðanir hvors
annars, en þeir sem hafa þessi samskiptaform, sem um ræðir,
hafa bara eina skoðun í farteskinu, og það er þeirra skoðun
hverju sinni.
Þeir meira að segja, leggja sig í líma klukkustundunum saman
til að koma fólki í skilning um að þeirra skoðun sé rétt.

Það versta við svona fólk er að það elur börnin sín upp í að
hlusta og meta sjálft allt sem gerist í kringum þau,
Þau eiga að vera nógu þroskuð til að skilgreina sjálf það sem
gerist. Ekki tel ég það nú vera skynsamlegt, börn eru jú bara
börn og það verður að útskýra fyrir þeim hina ýmsu hluti.
Þau börn sem alast upp við svona samskipti verða ætíð
einmanna, því það er ekkert annað barn sem skilur það,
Þau fá í rauninni aldrei að vera bara börn.

Málið er það að engin getur haldið þessu striki, nema að
ekkert víðsýni sé til í hugum þeirra, og auðvitað er það þannig,
því fólk með almenna skynsemi og víðsýni, þó það væri ekki
annað en, bara aðeins út fyrir sinn ramma,
mundi ekki nota þennan samskiptamáta.

Það versta er að þeir kenna ætíð öðrum um sínar ófarir,
Já ég sagði ófarir, því það gerist þegar þeir eru komnir í þrot,
einhver er yfirsterkari þeim og þeir hafa ekki fleiri rök á takteinunum.
Og því miður þá lagast þetta aldrei, því þeir eru haldnir þeim fjanda að
beita fólk andlegu og jafnvel líkamlegu ofbeldi.
                          Góðar stundir
.


Fyrir svefninn.

Jæja nú er klukkan bara 19.30, og hvað með það,
en ég er nú ekki að fara að sofa alveg strax, bara bráðum
.

Kona nokkur undir Eyjafjöllum kom í heimsókn til hjóna,
er bjuggu þar eystra.
Hún virðir börn hjónanna fyrir sér og segir:
,, Mikið eru börnin myndarleg. þau eru ekkert lík ykkur.
Þau eru líka heppin með það."
              --------------------------------------------
SR. Páll á Völlum spurði einu sinni dreng einn á kirkjugólfi,
hver hefði svikið Krist.
Drengurinn vissi það ekki.
Prestur sagði þá, að það hefði verið lærisveinn hans
og heitið Júdas.
Þá segir strákur:
,, Það veit ég, að þessu lýgurðu."
               -------------------------------------------

Maður nokkur hitti kunningjakonu sína, sem var komin á
fertugsaldur. Þau höfðu ekki sést lengi.
,, mér sýnist þú hafa fitnað á seinni árum," sagði maðurinn.
,, Þetta máttu ekki segja," sagði konan.
,, Veist þú ekki að það er móðgandi?"
,, Það er ekki móðgandi fyrir konu, sem komin er á þinn aldur,"
Svaraði maðurinn.
                                        Góða nótt.Sleeping

 


Ekki láta vera með að skoða þetta.

Ég tók mér það bessaleyfi Ásdís Emilía mín að stela þessu myndbandi frá þér
og birta hjá mér.
Það leka ennþá tárin niður kinnar mínar, hef margt séð en ekkert sem
nær þessum viðbjóði.
Hvað eru þjóðir heims að hugsa?
Erum við virkilega sadistar af verstu gerð?


Sunnudagsmorgun.

Góðan daginn kæru vinir um land allt. Eins og ég
tjáði mig um í gærkveldi þá mundi Neró ekki víkja frá Aþenu Marey,
fyrr en hún vaknaði í morgun.
Um tvö leitið vaknaði ég við eitthvað væl, fór fram, stóð þá ekki Neró
yfir Aþenu Marey, er ég kom ýtti hann hausnum í höfuð hennar,
hún var komin ansi utarlega í rúminu,
og hann hefur haft áhyggjur af því að hún mundi detta út úr, en
það hefur aldrei gerst, ég tók litla ljósið og færði hana upp í rúmið
Þá lagðist hann niður og stundi af ánægju, þegar hún sefur á milli,
þá er hann ætíð til fóta eins og hann haldi að hún geti dottið aftur
fyrir rúmið.
Ég leit inn í morgun þá svaf hún vært, en hann var vaknaður, en
hreyfði sig ekki frá henni.

Ég fór fram og fékk mér morgunmat, svo heyrði ég í litlum sporum,
hún kom við á baðinu þar sem afi var að raka sig kom svo fram
til ömmu, en hún er ætíð í leik svo hún læðist, þá segi ég:
,, hvaða litla mús er að læðast inn í ömmu hús?"
Ekkert heyrist, Ja ég verð að fara að athuga þetta, þá segir hún:
,, Þetta er bara ég amma mín," Aþena Marey, þá segi ég:
,, Æ hvað ég er fegin þá þarf ég ekki að fara að leita að lítilli mús,"
en amma litlu mýsnar eiga heima úti í móa, svo kemur hún og
við setjumst saman í einn sófann og hún kúrir smá í ömmufangi
á meðan hún er að vakna alveg,
svo kom, nú ætla ég að horfa á Þumalínu,
og það er hún að gera núna, bráðum vill hún fá að borða morgunmat.

Viktoría Ósk ( ljósálfurinn) endaði bara heima hjá sér í gærkveldi
hún þóttist eiga eftir að pakka svo miklu niður fyrir sumarbústaða-
ferðina, Æ þær eru nú bara svona þessar stelpur, níu ára.
enda var það nú í lagi, bara tvö hús á milli okkar,
og þau komu snemma heim Milla og Ingimar.

Er til nokkuð yndislegra, í dag er ægifagurt veður,
Engillinn frammi að borða morgunmat, búin að sinna Neró, sem er
hans fyrsta verk er úr baðinu kemur,
en sko þá er hann búin að búa um rúmið og snyrta svefnherbergið.
Ég eins og ævilega í tölvunni. Nú fer ég að drífa mig í bað, svo litla ljósið
á eftir mér, hún þarf nú að vera fín er hún leggur af stað í bústaðinn
.

Smá úr bókinni heimsins besta amma.

Ég er en að bíða eftir þeim degi þegar ég verð leiður á pottréttinum
þínum. Það hefur ekki gerst enn og ég er farin að halda að það
komi aldrei að því.
                                  David Turkington, 11 ára.

Knús í daginn, Kveðja Milla.


Fyrir svefninn.

Já nú verðið þið hissa, er enn þá á fótum.
Stundum enda kvöldin öðruvísi en maður ætlar, sem er bara
gaman. Milla mín kom og bað mig að hafa litla ljósið og Ljósálfinn.
þau voru að fara í útskriftarveislu. Þær voru uppi i Árholti hjá
ömmu og afa þar, svo ég fór að sækja þær, en það er ætíð gaman að
koma til Ódu og Óskars, svo maður fer ekki strax heim þaðan.

Enda lagði ég mig í dag og svaf til klukkan fimm, svo ég er ekkert
syfjuð núna, litla ljósið Hún Aþena Marey er að horfa á DvD,
hún sofnar strax því það er komið langt fram yfir háttatíma hjá henni.
Geðsleg barnapía þessi amma, yfirleitt svæfi ég hana með sögum,
en núna snéri hún svolítið á mig.

Milla mín og Ingimar eru að fara í sumarbútað á morgun,
og er ömmu og afa boðið að koma í heimsókn, þetta er bar hérna
rétt hjá. En sko hún er að leifa okkur að koma ekki að bjóða okkur.
                           ---------------------------------------
Eftir  hana Ósk.

                        Ráðgjöf
.
Íslendigar eru frægir fyrir vonlaust fiskeldi og
refarækt, misjafnlega góða hesta og ljóshært 
lambakjöt skemmtanafíkið og laust í brókunum.
Eða svo er útlendingum talin trú um.

                 Nokkuð er framleitt af fiski enn
                 mér finnst eins og refurinn hverfi senn
                 stefnið nú að því stæltir menn
                 í stað þess að flytja út laxa,
                 þá lifandi bændur lítið á
                 lífrænar konur rækta má
                 því pillan er komin að prýða þá
                 plöntu sem hætt er að vaxa
                 og lambakjötið með sitt ljósa hár
                 ljúft og viljugt í þúsund ár
                 er það sem girnist nú kaninn klár
                 og hvað með þá Engilsaxa?
                 Svo yrði það flutt á fæti út
                 með fallegt laufblað úr klæðisbút
                 svo ladinn ei framar í lýsisgrút
                 langaði til að baxa
                 og burtu með flensur og Faxa.

Nú er litla ljósið sofnuð í gestarúminu,
og Neró liggur við hliðina á henni og mun
ekki víkja fráhenni þar til hún vaknar í fyrramálið.

Engillinn minn er sofnaður yfir mjög svo háværu sjónvarpi,
smá heyrnalaus, þessi elska.
Er að hugsa um að fara að sofa.
                                     Góða nótt kæru vinir.Sleeping



                                   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband